Jökull


Jökull - 01.12.1962, Síða 8

Jökull - 01.12.1962, Síða 8
5. mynd. ísbreiðustig. Áin rennur frá hægri til vinstri. Hátt ísbreiðustig á hylnum til liægri, en fer lækkandi til vinstri, straumur þar vaxandi. Staður: Neðan við Þjófafoss. Degree of ice cover. Direction of floia is from right to left. A high degree of ice cover is on t.he deep pool to the right, diminishing to the left, where flow velocity increases. Loca- tion: Thjófafoss Fal.ls. Photo: s. Rist. 6. mynd. Krapaförin myndar ísfleka. ísbreiðustigið orðið hátt, um 0.7 í þversniðinu öllu, nálægt 1.0 við vinstri bakka árinnar, sem vindur stendur á. Slndge forming ice 'floes. Degree of ice cover 0.7 approx. for the cross section as a whole, but approaching unity near the doumwind left bank. Photo: s. Ríst. 2.22. Varmi frá árbotni. Þann hluta ársins, sem hlýjast er, leiðist varmi úr vatninu til ár- botnsins, en hið gagnstæða á sér stað á vetrum. Um hávetur, Jregar vatnshitinn er um 0°C, er varmastreymi erlendis á líkum breiddargráðum og hér talið riálægt 150 kílókalóríur/km2/sek. Jarðhitadeild raforkumálastjóra telur þessa leiðni eitthvað hærri liér á landi, en tölur liggja enn ekki fyrir. Enda þótt það sé eitthvað hærra hér á lartdi, er varmastreymi þetta samt óverulegt í saman- burði við áhrif loftsins. Þegar ísþekjan er loks orðin svo þykk, að hún hefur að mestu tekið fyrir loftkælinguna, getur þetta atriði farið að segja til sín. 2-23. Fallorka breytist i hitaorku. Ef vatn fellur um 1 m og orkan breytist öll í hita, hitnar það um i/427 úr stigi, þ. e. a. s. lrvert kg fær 3-/427 kílókalóríuvarma. Reynslan er oft sú, að einmitt í fossum og flúðum blandast vatnið lofti, svo að kæling verður þar mikil og þá gætir þessa ekki. En þegar fossarnir eru komnir undir klakahjúp, eins og oft á sér stað, þegar líður á vetur, þá fer hitinn, sem þeir fá í fallinu, að gera vart við sig. Neðan við foss- inn er áin alauð og landahrein á 100—300 m I kafla. I þessu sambandi rná til gamans geta þess, að hugsjónamaður nokkur í Reykjavík setti fram þá kenningu, að auðveldlega mætti losna við alla jökla. Ráðið væri afar einfalt. Aðeins þyrfti að virkja eina litla jökulsprænu, nota síðan orkuna til að bræða úr jöklinum, þá fengist meira vatn, svo að hægt væri að auka orkuverið og bræða meiri ís og þannig koll af kolli. Sé þetta athugað reikningslega, kemur í ljós, að vatn þarf að falla 427 m til þess að fallorka nægi til að hita það um 1°, og þá þarf það að falla 80 sinnum jressa vega- lengd til þess að geta brætt þyngd sína, þ. e. a. s. röska 34 þús. metra eða 16 hæðir Oræfa- jökuls. 2.24. Snjókoma og lindir. Lækjasytrur og allt upp í meðalstórar ár geta Jrorrið með öllu um stundarsakir, þegar kæfir í þær auðar. Yfir að líta verður áin einn samfelldur krapagrautur og stíflast á brotum og í þrengslum. Þetta ger- ist oft allsnögglega, efstu stofnlækir árinnar taka fyrst að stíflast, það dregur úr rennsli þeirra eða þeir hverfa með öllu, en Jrar með vex hlutfallið krap/vatn á næsta svæði þar 6 JÖKULL
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.