Jökull


Jökull - 01.12.1962, Síða 9

Jökull - 01.12.1962, Síða 9
fyrir ne'ðan, en það leiðir aftur til stíflumynd- ana þar o. s. frv. Þetta á við um dragár. Venju- legra er, að snjóburður mæði á ánum, án þess að færa rennslið úr skorðum, eykur aðéins við það, en rænir árnar verulegum varma. Það er erfitt að koma reikningi við, sökum þess live snjóburðurinn er breytilegur. Rétt er að vekja á því athygli, að snjókornin verka sem hvetjarar fyrir ískristalmyndanir í vatninu og girða nær fyrir undirkælingu vatns- ins (Sjá nánar um ísalagnir straumvatna hér á eftir.). í öðru lagi dregur snjókoma úr varma- tapi af völdum útgeislunar og uppgufunar. Lindir, sem streyma til árinnar, úr botni eða gilbarmi, hafa gagnstæð áhrif við snjóinn, þær flytja ánni varma, sem er stöðugur og öruggur þáttur. 3. ÍSALAGNIR ALMENNT I greinunum hér á undan hefur verið sýnt frarn á, að kæling vatna fer fram á yfirborð- inu, og gildir þar einu, hvort um er að ræða stöðuvatn eða straumvatn. Engu að síður eru ísalagnir stöðuvatna og straumvatna allólíkar. Það er hreyfing, — straumhraði vatnsins, — sem veldur mismuninum, eins og fram kemur hér á eftir. 3.1. Isalagnir straumvatna. 3.11. Straurnharðar ár. Straumiða í ám leiðir til þess, að vatnsagnirnar eru á stöðugri rás milli botns og yfirborðs. Beygjur og bugður auka þessa hverfihreyfingu. Af þessu leiðir, að vatnið hefur nokkurn veginn alveg sama hita um allt þversniðið, en gagnstætt á sér stað í stöðuvötnum. Þegar vatnið hefur kólnað niður í 0° C eða nokkra lrundruðustu hluta úr stigi niður fyrir 0-markið, hefst ísmyndun í öllu pver- sniðinu. Tilveruskilyrði og viðgangur þessa fyrir- bæris hafa verið skýrð af rússneska vísinda- manninum W. J. Altberg [6]. Samkvæmt rann- sóknum hans eru skilyrðin fyrir ískristöllun: 1) Vatnið er undirkælt. (Fljótandi við lægri hita en 0° C.) 2) Straumiða í vatninu auðveldar útbreiðslu hitans. 3) Tilvera kristöllunargróa eða kíma, t. d. ryk- korna, sem dreifð eru um vatnið, smá- ójöfnur í botni eða yfirborð hluta, sem eru i vatninu. 4) Stöðugt varmastreymi til hins kalda lofts, sem snertir yfirborð vatnsins. Hvað myndun og gerð snertir, eru kristal- kornin fullkomlega eins, hvort sem þau mynd- ast á botni farvegsins eða uppi í vatninu, segir Altberg. Iskristallarnir eru örlítið léttari en vatnið, sem þeir svífa í (0,9167 g/cm1 2 3 á móti 0,99987 g/cm3 við 0° C), og leita því til yfirborðsins, en hvirfilstraumar sjá um að halda þeim dreifð- um um allt vatnið. Sænskur ísrannsóknamaður, G. Nybrant [7], hefur gert þýðingarmiklar at- huganir á svifi ísagnanna og mælt stighraða þeirra í vatninu. Eg nefni slíkar agnir svifís. Svifísinn leggur fyrst og fremst til efnivið i krapaför, einnig að nokkru í grunnstingul, agn- irnar ánetjast. Þá skolar svifísnum inn í víkur og voga og leggur til efni í höfuðísa (gráís). Þegar svifísinn er horfinn úr vatninu, er þýð- ingarmiklum þætti ísalagna lokið. Tímabilið, sem svifís er í vatninu, er varhugavert fyrir vatnsorkuver. Svifísinn og afleiðingar hans, grunnstingull á inntaksristum og samþjappað skrið við inntak, má umfram allt ekki koma á óvart. Ef stór flötur vatns er auður ofan orku- vers, er ástæða til að gefa veðrabrigðum gaum. Hitamæling t. cl. upp á t/ioo0 C sker svo úr um það, hvenær voðinn er vís. Grunnstingull kemur stöku sinnum á inntaksgrindur vegna undirkælingar án svifísmyndunar, en hitamæl- ing bendir einnig í þessu sambandi á hættuna í tæka tíð. 3.12. Lygnar og djúpar ár. Vatnið sígur fram liægt og rólega, vatnsagnirnar dansa ekki milli botns og yfirborðs með slíkum ofsa sem í lrin- um straumhörðu. Engu að síður eru straurn- iður að verki, sem tryggja að nokkurn veginn alveg sama hitastig sé um allt þversniðið. Grunn- stingulsmyndanir koma ekki fyrir í slíkum hæg- lætisám nema þá í afspyrnuroki, eins og vikið verður að hér á eftir í sambandi við stöðu- vötnin. Þegar veður er alveg kyrrt, myndast íshem á slíkum ám, áþekkt því sem gerist á stöðuvötn- um, en í stað þess að liggja rótlaust á stöðu- vötnunum, sígur það áfram og rekst á tanga og nes, skarir og steina, með skerandi ýlfri og brotnar í skeljar, sem eru örfáir mm að þykkt. Ef bakkarnir eru í senn lágir og sléttir, á hernið til að ýtast upp á land, áður en það brotnar. JÖKULL 7
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.