Jökull


Jökull - 01.12.1962, Síða 14

Jökull - 01.12.1962, Síða 14
leiðinni Hói'svað—Þjórsá fær vatnið frá fallork- unni 0,7 kaloríu varma. Hér er það áin í foss- um og flúðum, sem nær að blandast loftinu, árvatnið verður því fyrir miklum áhrifum frá lofthitanum, þótt farvegurinn sjálfur verði að teljast skýll. Ráðlegt er að athuga svæðið í heild. Þegar efra hluta Tungnaár tekur að leggja, berst ógrynni skriðs niður farveginn. Þá verður ísbreiðustigið víða mjög hátt, því að breidd árinnar er þarna aðeins 30—150 metrar. En isbreiðustigið stendur í öfugu hlutfalli við breidd farvegarins, þ. e. a. s. í réttu hlutfalli við dýpið. Skriðið gliðnar sundur í vaxandi straumi, en hrannast saman þar, sem hægir á honum. Það stendur með öðrum orðum í öfugu hlutfalli við straumhraðann. Og þá eru mynd- anir ísspanga á hyljum auðskildar. Þær vaxa undir eins upp að þeim stað ofan hylsins, sem hefur 0,5 til 0,6 m/s straumhraða, en þar tekur skriðið að stinga sér undir ísspöngina og sigla sína leið. Þegar krapaförin berst niður Tungnaá, skipt- ir miklu í hvaða átt heildarvarmastreymið geng- ur, hvort það er að eða frá árvatninu. a) Heildaruarmastreymið til árvatnsins. Varnti linda, inngeislun, hitun í fallinu og leiðsla frá botni vega upp á móti varmatapi við útgeislun og uppgufun. Umframvarminn, sem til fellur, tekur að bræða skriðið. Hann megnar þó e. t. v. ekki að eyða svo af því að merkjanlegt verði, enda skiptir það venjulegast ekki meginmáli, heldur það, að ísmyndun í árvatninu er stöðvuð. Elöfuð- ísar halda þó iðulega áfram að stækka. Skriðið strýkst yfir steina og aðrar hindr- anir, án þess að festast, en fyllir að jafnaði vikur og voga krapagraut. Grunnstinguls- myndun er engin. b) Heildarvarmastreymið frá árvatninu. Varm- inn, sem til fellur, vegur ekki upp á móti tapinu af völdum útgeislunar og uppguf- unar. Ismyndunin heldur áfram, skriðið eykst og grunnstingull leggst í botn. Hér skal liður a) ekki rakinn nánar, því að á meðan engin ísþekja er komin þvert yfir ána, siglir krapaförin sína leið. ískristallarnir ummyndast aðeins; ef skriðið er lítið og sundur- laust, verða ísmolarnir eins og gróft salt, glærari þó og kúlulaga. Athugum lið b), sem á sér stað, þegar veður er hart, t. d. norðaustan íhlaup. Lindarnar 12 JÖKULL neðan hraunbrúnarinnar megna ekki, meðan áin er enn alauð í öllu þversniðinu, að hamla langan veg upp á móti varmatapinu. A Bjalla- vaði er ísmyndun í fullum gangi, og grunn- stingull leggst í botn. Tungnaá á það til að fara vestur í hraunin. Við Tungnaárkrók fær áin 4 kl/s úr Blautukvísl og Útkvísl, venjuleg- ast að vetrinum nál. 2° C, en getur þó komizt niður í 0° C í verstu byljum. Út úr gilbarmi sínum í Tungnaárkróki, nálægt 470 metra hæð, fær Tungnaá ósvikið lindavatn um 4 kl/s og 5° lieitt, sem slær niður alla ísmyndun á nokkrum bletti. Lagnaðarís, gráís, kemur skjótt yfir mest- an hluta breiðunnar ofan Hrauneyjafoss. All lielzt venjulegast opinn, og skriðið flýtur fram. Allinn á þó til að lokast, vatnsborðshækkunin er óveruleg, 1—2 m, og stendur stuttan tíma. Venjan er sú, að Kaldakvísl slær á ísmyndun Tungnaár. En niður með Búðarhálsi brimar víða í grýttum hraunklappafarvegi, og verður kæling því ör. Grunnstingull leggst á öll brotin hjá Haldi og niður að Þjórsá. Einu sinni til þrisvar á vetri hleður Tungnaá í sig hjá Haldi. Fer hún þá fyrst saman í S-beygjunum neðan við Hald. Þarna er ekki um að ræða neina ís- spöng á hyl, heldur grunnstingulsgarð og ís- þekju á brotum, sem megnar að veita rennslinu mótstöðu og stöðva skriðið. Sökum þess, hve farvegurinn er brattur upp frá Haldi og straum- ur stríður, hleður hún upp hrönn. Venjuleg vatnsborðshækkun af völdum hrannarinnar er 3—5 metrar, en stöku sinnum 7—8 metrar. Þetta liefur gerzt á tímabilinu nétvember—apríl. Tungnaá steypist í fossi út í Þjórsá. Allt skrið kaffærist og er fossiðan örugg trygging fyrir því, að Tungnaá flytur Þjórsá ekki undirkælt vatn. Þegar skrið er í ánni, ólgar krapagrautur fram úr fosshylnum, en grunnstingull er ekki merkjanlegur. 5.22. Kaldakvisl frá Sauðafelli. í frostum er rennsli Köldukvíslar hjá Ulugaveri nál. 10—15 kl/s. Síðan tekur lindavatn að streyma í hana úr Veiðivatnahrauni. Afætuáll er með vinstri bakka (eystri), eítir að Kaldakvísl hefur tekið suðvestlæga stefnu niður með Sauðafelli. Stærsta lindakvíslin er Hvanná, nál. 2,6 kl/s. Gegnt henni og neðar verða höfuðísar miklir við hægri bakkann, J>ví að blöndun vatnsins í þversnið- inu er lítil. I miklum frostum er állinn horf- inn, þegar komið er niður á móts við Þórisós. Þórisós er ætíð alauður, og þar fær Kaldakvísl
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.