Jökull


Jökull - 01.12.1962, Síða 27

Jökull - 01.12.1962, Síða 27
1. Isalagnir, stutt tímabil. 2. Ísþekjutímabil, langt, vetur viðkomandi staðar. 3. ísalausnir, stutt tímabil. Að þvi er snertir Þjórsá í lágsveitum, verður ekki talað um eina röð slíkra tímabila á vetri, lieldur um margar og flestar ófullkomnar. Röð- in er ófullkomin sökum þess, að veðráttan er svo óstöðug, að ísalagnir hafa ekki náð til enda, þegar ísalausnir hefjast, þ. e. a. s. ísþekju- tímabilið vantar. Því lengra sem kemur inn í landið, verða raðirnar færri og fullkomnari um leið. Að frátöldum rofum ísalagna að hausti er villandi að tala um nema eina röð og hana fullkomna, ofan við 600 m hæð; það má næst- um telja til undantekninga að þær séu fleiri. Þótt ísalagnir og ísalausnir séu sitt hvoru megin við ísþekjutímabilið, ber að varast þann misskilning, að líta á það síðast nefnda sem tímabil jafnvægis. Isinn er stöðugt annað hvort að vaxa eða eyðast. Vöxturinn gengur að vísu hægar, þegar ísinn er orðinn þykkur, og þá hefur inngeislun hlutfallslega meiri áhrif á móti öðrum hitastreymisþáttum. Sérstaða ísþekju- tímabilsins er sú, að ísinn situr þar, sem hann er kominn, vex þar eða tærist, en umhverfir ekki rennslisháttum árinnar frá einni klukku- stund til annarrar, eins og hin tímabilin gera. En um viðgang issins gildir regla Jónasar, að honum miðar „annað hvort aftur á bak ellegar nokkuð á leið“. Manngengur er ísinn 4 cm þykkur, fara má út á hann með hest og létt æki 10 cm þykkan, og 13—15 cm þolir hann um 2 þús. kg farar- tæki. Yfir aðalálnum er ísinn venjulegast þynnst- ur, þar er iðulega tæring vegna straumvakar- myndunar. Því meiri straumur, því lægri verður hiti árvatnsins að vera , ef ísþekja á að haldast. í Noregi hefur þetta verið kannað rækilega og fundnar samstæðar tölur straumhraða og vatns- hita á mörkum j^ess, að ísinn tærist eða straum- vakir haldist, þótt tíð sé köld [8]. Straumhraði Vatnsliiti m/s ° C 0,2-0,3 ca. 0,20 ca. 0,4 0,06 0,6 0,02 Yfir 0,8 0,01 Aðeins á hallaminnstu hlutum Þjórsár er straumurinn um eða undir 0,6 m/sek. Víðast hvar er hann yfir 1 m/sek. í aðalálnum. Ef jafnframt er haft í huga, að t. d. í 130 m falli hitnar vatnið um 0,3° C, eru straumvakir árinn- ar auðskildar. Þegar ár frjósa í hárri stöðu, er ísinn oft á huldu, í smáám þvert yfir farveginn, en í Jjeim stærri aðeins með löndum fram. Sá ís, sem liangir þannig uppi, fellur iðulega niður við ör- lítið högg eða titring. I þessu sambandi er rétt að vekja athygli á því, að í liraunasvæðunum eru stórir ísflekar oft á huldu. Þökin verða til á eftirfarandi hátt: 1. Iílaki í jörð þéttir dældir hraunanna. 2. Hlákuvatn fyllir eða hálffyllir dældirnar. 3. Lagnaðarís leggst yfir (oft um ]/2 m að þykkt). 4. Um leið og vatn kemur í dældirnar, tek- ur klaki í botni þeirra að eyðast vegna varmastreymis frá jörð. 5. Vatnið hleypur niður, klakinn er eycldur. Þessi hvolfþök eru einkum varasöm, þegar snjór hefur lagzt yfir hraunin. Hæð þeirra frá jörð getur numið allt að 8 metrum. I upphafi greinarinnar er bent á, að samspil ólíkra vatnsfallstegunda yllu hinum sérkenni- legu ísalögum Þjórsár. Vök nr. 1 er þar skýr- asta dæmið. Staðreyndin er, að þarna er autt vatn og því ákjósanleg ísmyndunarskilyrði í upphafi hvers kuldatímabils, og það er önnur staðreynd, að þau eru mörg. Afleiðirigin er svifís, grunnstingull, krapaför og hrannir. 7. AURBURÐUR ÍSS Rennandi vatn flytur fram grjót, sand, leir og önnur jarðarefni í föstu ástandi, upphrærð í vatninu, svonefndan svifaur, og skrið með botni, botnskrið. Efnaflutningur þessi hefur verið nefndur aurburður og er mældur í grömm- um i lítra. Magn svifaursins gengur sæmilega að mæla, en við botnskriðið er öllu erfiðara að fást. Það bætir þó verulega úr skák, að hlut- fallið á milli sviíaurs og botnskriðs er háð straumlaginu. Þátttöku íssins í aurburðinum er þó sýnu verst að mæla, en eitt er víst, að hann lætur hlut sinn ekki eftir liggja. í upphafi greinarinnar nefndi ég rykkornin í jökulvatni, sem verka eins og gró fyrir svifís- myndunina. Grunnstingullinn er sem eins kon- ar sía, árvatnið verður kristaltært, en ísinn JÖKULL 25
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.