Jökull


Jökull - 01.12.1962, Síða 29

Jökull - 01.12.1962, Síða 29
í sjálíum stóru hrönnunum, meðan þær eru að hækka, er lyftikraftur vatnsins margfaldur við það, sem er annars staðar, sökum þykktar íssins, og þar er einnig ósvikin skriðjökulsspyrna til að færa stórbjörg úr stað. Enginn staður, þar sem jakar Þjórsár ná til, er öruggur fyrir grjóti og leir. Isinn og vetrar- frostin verka á marga fleiri vegu örvandi á aur- burðinn, og kann ég hvergi nærri skil á þeim öllum. Vegna þrengsla, sem ísar valda, grefst úr bökk- um og botni. Á sandflákum flytur ísinn álana iðulega til. Sakir hins lága hitastigs hefur vetrarvatnið því nær mesta lyftikraft, sem vatn getur haft. Ekki er fráleitt, að það örvi útskolun mjög fínna agna og einkum þó í neðsta hluta árinnar, þar sem árstíðasveiflu hitans fer að gæta að ráði. Klaki í jörð og ísar eiga mikinn þátt í því að aur flytzt auðveldlega til ánna af gropnu hraunsvæðunum. Þar er ekkert yfirborðsrennsli á hundruðum ferkílómetra næstum allt árið, eða réttara sagt aldrei, nema þegar klaki þéttir efsta lagið. I áköfum Ieysingum falla þá af þess- um svæðum stríðar elfur, dökkar af aur, út í aðálárnar. Það þarf ekki alltaf stórleysingu til. Ein snörp skúr setur kolmórauða tauma við báða bakka Þjórsár við Tröllkonuhlaup, þegar vikrarnir eru frosnir. 8. VORÍS „Varastu vorísinn," segir islenzkur málshátt- ur. Það eru orð að sönnu, þvl að 50—60 cm þykkur ís að vori getur verið hættulegur gang- andi manni. Þetta á aðeins við um glærís, þegar sólfar hefur verið mikið í nokkra daga. Isinn, sem er tær eins og rt'iðugler, hleypir geislunum I gegn, og allt íslagið verður fyrir áhrifum sólar- Ijóssins. Við þau áhrif losna löngu og grönnu ískristallarnir í glærísnum hver frá öðrum, og loftbólurnar, sem alltaf eru í ísnum, sameinast og mynda lóðrétta örfína loftganga. Sagt er þá, að ísinn hlaupi í heiðnu. Ef algjör þögn ríkir, má heyra stanzlaust suð í ísnum, þegar ból- urnar springa, einna líkast suði í flugnasveimi. Lóðréttu ísströnglarnir, sem myndast, nefnast heiðnukólfar. Þeir standa frá yfirborði niður í gegnum ísinn eins og vasaútgáfa af stuðlum í bergi. Þegar frystir um nætur, nær ísinn nokkr- um hluta af styrk sínum. Heiðnan er eingöngu bundin við glærís, eins og áður er sagt, svo að 26. mynd. Jakaruðningur í Þjórsá hjá Tröllkonuhlaupi. lce blocks in Thjórsá river east of Búrfell in a break-up periocL. lieimkynni hennar á Þjórsársvæðinu eru einkum stöðuvötnin inni á hálendinu, Þórisvatn, Veiði- vötn og Kjalvötn, og svo Tungnaá ofan Hófs- vaðs. En einmitt þar efra þarf að fara vötnin og ána á ísi eins lengi fram eftir vori og fært er, t. d. í mælingaferðum. Jafnskjótt og ísþekj- an er komin að vetrinum má sjá, hvort vænta megi heiðnu eða ekki. Leggi vötnin í stillu kemur á þau glærís og þá er hennar von. Það eitt er þó ekki nægilegt, allur vöxtur íssins verður að gerast á neðra borði. Ef snjóar á ís- inn og vatnsgildi snævarins, talið í millimetr- um, nær þykkt íssins í sentímetrum, þrýstist ísinn niður undan farginu, svo að vatn kemur upp um sprungur, snjórinn hleypur í krapa. I áframhaldandi frosti myndast gráís, og heiðnu er þá ekki von. Um hávetur í hlákum kemur iðulega mikill jakaburður í Þjórsá. Heimildir eru til um það, að í vetrarflóðum hafi ísþekja og jakahrönn spennt Þjórsá allt vestur til Hvítár um Sandlæk og Stóru-Laxá. Jakaflug á ísalausnum á vordegi er að jafnaði minna í Þjórsá í byggð en þar gerist í vatnagangi á vetrum. Áður en vorleys- ing liefst inn á hálendinu, hefur linda- og straumvökinni á neðra hluta Þjórsár nær und- antekningarlaust unnizt tími til að teygja sig fram og sameinast í einn óslitinn ál, meira að segja skorið sig fram í gegnum hrannirnar við JÖKULL 27
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.