Jökull


Jökull - 01.12.1962, Side 33

Jökull - 01.12.1962, Side 33
SIGURÐUR ÞÓRARI NSSON: Vatnajökulsleiðangur 1962 The Vatnajökull Expedition June 1962 Tíundi vorleiðangurinn í óslitinni röð var gerður út til Vatnajökuls vorið 1962. Verkefnið var aðallega að kanna breytingar á Grímsvatna- svæðinu og mæla ákomu á aðrennslissvæði Grímsvatna og á vesturjöklinum. Einnig skyldi járnmastrið austur af Grímsvatnakvosinni hækk- að svo, að það þyldi a. m. k. ákomu eins vetrar, ef ekki yrði af ferð til Grímsvatna haustið 1962. Að venju var farið í könnunarflug inn yfir Vatnajökul áður en leiðangurinn hófst. Agnar Kofoed-Hansen, flugmálastjóri, var svo hjálp- legur að fljúga með Sigurð Þórarinsson og Magnús Jóhannsson í vél þeirri, sem Flugmála- stjórnin hefur til umráða. Er [rað ekki í fyrsta sinni, sem hann hjálpar félaginu á þennan hátt, og kunnum við honum miklar þakkir fyrir. Flogið var þ. 24 maí í björtu veðri. Fvrst var könnuð leiðin inn í Jökulheima, og var hún orðin bílfær að sjá. Veiðivötn voru að nokkru ísi hulin og Þórisvatn algjörlega. Við flugum síðan inn yfir Pálsfjall, og voru skál- arnar austur af fjallinu óvenjulítið áberandi. Síðan flugum við að járnmastrinu norðaustur af fjallinu og fundum það eftir nokkra leit. Þaðan var flogið yfir Grímsvötn, og fundum við einnig mastrið þar. Voru bæði mynduð úr lofti og má á þann Iiátt „lesa á þau“ með nokk- urri nákvæmni. I Grímsvötnum var allt með kyrrum kjörum. Norðan undir Svíahnúk eystri sá á einum stað í auða vök. Sigin norður af Svartabunka voru hálffyllt af snjó. Við flugum síðan suður yfir Grænalón, sem var ísi þakið og enga jaka á því að sjá. Flogið var vestur með jökli og suður yfir Laka og Eldgjá til Mýrdalsjökuls og yfir Kötlusvæðið, en þar var engin missmíði að sjá. Lagt var af stað í Vatnajökulsleiðangurinn að morgni 31. maí, sem var uppstigningardag- ur. Undirbúningur ferðarinnar hafði mætt mest á bílanefndinni og Magnúsi Jóhannssyni.. Var mikið að gera á verkstæði Gunnars Guðmunds- sonar dagana fyrir brottförina. Magnús Eyjólfs- son sá sem áður um smíði járna til lengingar mastranna. Auk fararstjóranna, Magnúsar Jó- hannssonar og Sigurðar Þórarinssonar, voru þátt- takendur þessir: Eggert Ásgeirsson Grímur Sveinsson Gylfi Garðarsson Gunnar Guðmundsson Halldór Ólafsson Hanna Brynjólfsdóttir Ingibjörg Sigurðardóttir Magnús Eyjólfsson Margrét Sigþórsdóttir Sigrún Jónatansdóttir Soffía Theodórsdóttir Þórður Sigurðsson Guðlaug Erlendsdóttir Samanlagt fóru því 15 á jökulinn. Farið var á 4 bílum inn í Jökulheima og komið þangað kl. 1836 eí'tir 10 tíma ferð frá Reykjavík, og mun það fljótasta ferðin, sem farin hefur verið svo snemma vors, enda var færð ágæt. Þann 1. júní var farangur fluttur upp á jökul- rönd. Tveir snjóbílar voru með í förinni, Gusi Guðmundar Jónassonar og Kuggur, en bílstjór- ar Gunnar og Þórður. Jökulröndin var mjög slétt. Framan við hana, norðan Nýjafells, eru nú komnar fram mjög snotrar plægðar urðir (fluted moraines). Lagt var af stað alfarið frá Jökulheimum kl. 2130. Súld var og logn neðst á jöklinum, lítið skyggni, en birti er á leið nótt. Væri synd að segja, að leiðin frá jökulrönd til Grímsvatna hafi orðið sú stytzta mögulega milli tveggja puukta, en á Svíahnúk vestri komumst við um hádegi 2. júní, og var veður þá orðið bjart, svo að sama dag var farið niður að járnmastr- inu austan Grímsvatnalægðarinnar. Stóð það 472 crn upp úr snjó, en 858 cm, er það var sett JÖKULL 31

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.