Jökull


Jökull - 01.12.1962, Blaðsíða 40

Jökull - 01.12.1962, Blaðsíða 40
VI. Kerlingarfjöll Loðmundarjökull .................. 1959/61 (2 ár) VII. Langjökull Fúlakvísl (Þjófakrókur) ................. 1959/61 Hagavatnsjökull vestari (W-snout) ....... 1956/61 — eystri (E-snout) ................ VIII. Norðurlandsjöklar Gljúfurárjökull .................. 1959/62 (3 ár) -14 ■: 3 iá 31 (2 ár) ? -h- 300 (5 ár) h- 90 H- 50 ? 45 ATHUGASEMDIR OG VIÐAUKAR. Kaldalónsjökull. Aðalsteinn Jóhannsson á Skjaldfönn segir, að jökulsporðurinn hafi þynnzt og „borgin“ uppi í jökulbrúninni heldur lengst til suðurs. Talsverður snjór var víða á Dranga- jökli frá síðasta vetri. Skjaldfönnina tók ekki alveg upp að þessu sinni, varð eftir dálítill skafl í fremri bakka Traðarlæksins, svona 50—70 cm þykkur. Smádílar voru víða í fjallabrúnum og töluverður skafl í Höggunum. I Leirufirði hefur ekki verið mælt síðan 1959, enda er byggðin á Höfðaströnd og í Grunna- vík fallin í eyði. Jökulinn í Reykjarfirði mældi Guðfinnur Jakobsson enn sem fyrr, en óvíst er, hversu lengi byggð muni haldast þar eftirleiðis. Við austanverðan Snœfellsjökul mældi Har- aldur Jónsson hreppstjóri í Gröf. Hann hreppti óhagstætt veður og gekk erfiðlega að finna merkin. Hyrningsjökull, sem áður skagaði langt austur á bóginn andspænis Náttmálahnúk, er gersamlega horfinn. Jökuljaðarinn er þunnur og óreglulegur, og breytingar mælast að sama skapi mjög ójafnt. Stundum koma upp á einu sumri langir hryggir í mælingastefnuna, og geta þá legið eftir jökultotur á báða bóga. Sölheimajökul mældi Jón Eyþórsson ásamt Magnúsi Jóhannssyni, Birgi Kjaran o. fl. Hefur jökullinn sigið mjög á bak við Jökulhöfuð, og er það sýnilega „eyja“ eða stakfjall. Skeiðarárjökul vestan til mældi Hannes á Núpsstað. Fylgir mælingunni athugasemd á jtessa leið: „Það lítur út fyrir, að það fari að verða hægari gangurinn. Jiikullinn er orðinn svo þverbrattur og það hár, að nokkurn tíma tekur að renna af honum, — ef það er þá ekki kominn kýtingur í hann fram. — — Hlaupið í Grænalóni var lítið í sumar, enda getur þar ekki fjarað nema sem sagt froðan ofan af, eins og þar er urn búið nú.“ Við austanverðan Skeiðarárjökul mældi Ragn- ar Stefánsson í Skaftafelli á þremur merkjaröð- um, og liafði jökullinn hopað um 11, 5 og 9 m eða 8 m að meðaltali. „Jökulsporðurinn þynnt- ist áreiðanlega mikið á þessu ári, t. d. héðan að sjá í beina línu á suðurenda Lómagnúps." Við Morsárjökul tókst ekki að mæla vegna djúpra lóna við jökulsporðinn. Um áramót tókst að mæla frá gamla miðmerkinu, sem ekki hafði verið notað sl. tvö ár. Um Skaftafellsjökul eru engar athugasemdir, en um Svínafellsjökul segir Guðlaugur Gunnars- son á Svínafelli: „Svínafellsjökull hefur lengst svolítið fram, en þó virðist mér vera minni gangur í honurn en var í fyrra.“ Á fjórum mæl- ingastöðum voru breytingarnar 0 og +14 við norðurhelminginn, en +17 og +12 við hinn syðri. Kvíárjökull gekk fram um 32 m. Um liann segir Flosi Björnsson á Kvískerjum: „Þar sem mælt er, gengur fram tangi eða rani úr jökl- inum, og býst ég við, að framskriðs gæti meira á þeim stað en annars staðar. Þar norður af eða suðvestan skarðsins í Kambsmýrarkambi, sem Kvíá (eystri) rann um, virðist jökullinn hafa stytzt í sumar. Annars er Kvíárjökull víða töluvert sprunginn og eflaust einhver gangur í honum." „Upp við Fell hefur jökullinn eyðzt geysi- mikið 1 ár,“ skrifar Þorsteinn Guðmundsson á Reynivöllum. Höfðu þar myndazt lón og álar djúpir, sem ekki var hægt að komast yfir, en Þorsteinn gizkar á, að jökullínn hafi hörfað 150 m frá fjallinu á einu ári. Skarphéðinn Gíslason á Vagnsstöðum hefur nú málað flest jökulmerki á sínu mælingasvæði. í liaust gat hann mælt uppi á miðfellinu xrorð- ur af Heinabergi, og voru þar bráðnaðir um 170 m síðan 1950. Þá og lengi síðar valt jökull- inn þar fram af hengiflugi, svo að þar uppi varð ekki mælt. — Vatnsdalshlaup varð 16. 38 JÖKULL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.