Jökull


Jökull - 01.12.1962, Síða 45

Jökull - 01.12.1962, Síða 45
í sambandi við mælingar þessar skal tekið £ram, að 5.-6. júní var mikil rigning (á Kví- skerjum 135,1 mm), hlýtt og miklir vatna- vextir, og allmikil einnig 9.—10. júlí (á Kví- skerjum 71,6 mm). Hins vegar, er ég mældi síðast vegna brúarinnar, 13. júlí, voru snjó- fannir í Eyðnadal inn af lóninu orðnar litlar, en í sólbráð renna allmiklir lækir jsaðan og raunar alltaf uppsprettulækir, og einnig úr Jökuldal syðra megin lónsins. Þótt jökulleirs- litur sé á lóninu, er leirlagið, sem situr eftir í hlíðum lónsins eftir hlaup, mjög þunnt og skolast af í fyrstu rigningu á eftir. Má vera, að lækirnir — og rigningarvatn — eigi verulegan hlut að vatnsmagni lónsins. Um hlaupið sjálft við Fjállsá er það að segja, að það mun liafa byrjað 24. júlí, en óx hægt, jtótt greinilegt væri morguninn eftir, að um hlaup var að ræða. Að kvöldi þess dags hafði vatnsborðið við brúna stigið 55 cm frá því um morguninn. Þ. 26. júlí að morgni var rennsli árinnar svipað, en fór minnkandi, er á daginn leið. Um kvöldið hafði vatnsborðið lækkað 40 cm, en áin þó enn allmikil. Föstudagsmorgun- inn 27. júlí var hlaupið fjarað. Vatnsborð Fjallsár við brúna mun liafa stigið 1,3—1,4 metra, þegar lilaupið náði hámarki, og þá var breidd árinnar um 90 m og þversniðið áætlað 220 m2. Straumhraðinn mældist 3,2 m/s í aðalstrengnum, og samkvæmt Jtví hefur rennsl- ið verið eitthvað nálægt 600 m3/s. Jakaburður var nokkur, en þó ekki svo mjög. Að hann varð ekki meiri, mun að verulegu leyti hafa stafað af því, að nokkrum dögum áður hafði jökullinn við lónið brotnað mikið, cn þeir jakar furðanlega farnir að eyðast. En jökulbrúnin brotnaði ekki að neinu ráði að nýju við hlaupið. Var þetta allmikið lilaup, en minna en í fyrra sumar. Þegar hlaupsins varð greinilega vart, 25. júlí, fór ég í Breiðamerkurfjall til Jress að huga að lóninu. Var þá komið allverulegt borð á það eða um 12—13 m, nærri eins og hækkun þess nam síðustu tvo mánuði. Ekki reyndist þó ger- legt að komast alveg niður að vatnsborðinu vegna hættu á, að jakar yltu eða skriðu, sem nýfjarað var af, en jakabreiðan þétt. Var því ekki hægt að mæla, hve lónið fjaraði ört á klst. Engin hreyfing sjáanleg á vatninu og yfirleitt Horft inn eftir lóninu. Nokkur fjöruborð eiga að sjást. Ljósm.: Flosi Björnsson. lítil á jökum, en dynkir heyrðust J^ó öðru hverju, ekki sízt við jökulbrúnina. Stærstu jak- arnir utan til í lóninu virtust liafa staðið grunn, er hæst var í lóninu. Engin merki um umrót á jöklinum, að undantekinni sjálfri brúninni, sem vissi að lóninu. Sprungur voru að vísu sem venjulega þéttar í jöklinum nálægt lóninu og að mestu samhliða jökulbrúninni, en varla meiri en venjulega og virtust ekki nýjar. Þ. 28. júlí fór ég aftur í Breiðamerkurfjall til að athuga verksummerki eftir hlaupið. Hafði lónið tæmzt, aðeins lítill pollur eftir, sem gat þó verið eftir regn daginn áður. Mældi hvað lónið hafði verið djúpt, l'remst ytra megin. Frá þeirri hæð, sem vatnsborðið hafði verið, og niður að jökum á lónsbotninum, sem lágu að klettavegg, reyndist dýptin 35 m. Botni lónsins, sem var alþakinn jökum, hallar dálítið báðum megin niður að miðju (einkum fremsti þriðj- ungur af lengd hans), svo að erfitt er að áætla dýpt hans, en vart mun of í lagt að bæta megi við h. u. b. 10 m, þannig að dýpt lónsins megi áætla alls um 45 m. Öðru hverju hrundi úr jökum, að vonum meira en næst áður, er ég kom Jrarna. Missmíði sáust ekki á jöklinum við fjallið eða í grennd við lónið fremur en áður, að því undanskildu, að dálítil þunn, sundursprungin jökulspilda næst Múlanum virðist hafa lyfzt og sigið aftur án Jress að fljóta sundur i lausa jaka. JÖKULL 43
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.