Jökull


Jökull - 01.12.1962, Page 46

Jökull - 01.12.1962, Page 46
SIGURÐUR BJÖRNSSON, KVÍSKERJUM: Undirvarp With Summary 1 bókinni Söguþœttir landspóstanna er í þátt- uin þeirra Stefáns Þorvaldssonar og Hannesar Jónssonar dálítil lýsing á fyrirbæri því, sem nefnt hefur verið „undirvarp" í A.-Skaftafells- sýslu. í frásögn Hannesar segir: „Aftur er stundum hægt að fara á svokölluðu undirvarpi, og er þá farið rétt við augað, sem við köllum. Það er á skör, sem er alveg fast við útfallið á ánni. Er þá eins og vatnið komi beint upp úr jörð- inni, og stafar það af því, að jökullinn sígur niður í jarðveginn, þar sem vatnið grefur und- an, og kemur það svo í boðaföllum upp á yfirborðið og kastast jafnt að jöklinum sem frá honum og rnyndar svo á stundum íshröngls-; borg í kring fyrir framan augað. Innan við þennan garð er ógurleg hringiða, sem að lík- indum lieldur lionum saman, en ryður líka burt öllu, þegar miklir vextir koma, og þá jafnan undirvarpinu líka.“ I þætti Stefáns er m. a. þetta: „ ... á skörinni, sem myndazt liafði framan í jöklinum, þar sem áin brýzt frarn undan honum. Þessi brún var ekki nema fet að breidd, en fremri brúnin að- eins uppbrett,“ og á lýsing hans við undirvarp, sem hann taldi mjög á takmörkum, að væri fært. í frásögn Elannesar kemur fram, að á þess- um árum kom Jökulsá, — sem og flestar skaft- fellskar jökulsár á þeim tíma, — eins og feikna- mikill hver undan jökulrótunum. Nú er þetta fyrirbrigði orðið mjög sjaldgæft, því að árnar koma flestar upp í djúpum lónum, eða þær koma beint út úr göngum. En þar sem beint samband virðist vera milli slíkra upptaka og undirvarps, eru allar horfur á, að innan tíðar verði fáir til vitnis um, hvernig undirvarp leit út, og nrun ég því reyna að lýsa undirvarpi, þó að nú sé orðið um seinan að taka myndir af því. Það kemur fram í frásögn Stefáns, að þar hefur beinlínis verið um skör að ræða, þó að e. t. v. hafi verið smástallur við vatnsborðið, enda var þetta að vetrarlagi, en í frásögn Hannesar (í framhaldi af því, sem hér er tekið upp) sést, að undirvarpið liefur verið 8—10 m Skaftafellsá bullar upp undan aur- bornum jökulsporði. The river Skaftafellsá wells up from a debris covered glacier snout. Plioto: Sig. Björnsson. 44 JÖKULL

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.