Jökull


Jökull - 01.12.1976, Síða 60

Jökull - 01.12.1976, Síða 60
og hitastigið féll. Eftir mánaðamótin maí—júní hætti að renna úr holunni og vatnsborð fór lækkandi svo og hitastig. í desember 1974 var vatnsborðið komið nið- ur í 14,3 m og hitastig í 8,7° C. Mestar líkur eru á, að aukinn þrýstingur eld- fjallagass frá gossprungunni á vatnsæðar hol- unnar hafi valdið hækkun vatnsborðsins og þar með rennslinu. Rennsli heits vatns upp eftir holunni hitar síðan holuveggina og veldur liærra hitastigi á afrennslisvatninu í réttu hlut- falli við rennslismagnið. I goslok fellur gas- þrýstingurinn, vatnsborðið lækkar og holan kólnar niður í sama hitastig og hitastigull svæð- isins segir til um. Mest gasútstreymi var í bænum um miðjan mars, þegar lítið rann úr holunni. Ovíst er, hvort samhengi er á milli þessara hluta. Skjálftar og jökulhlaup í Múlakvísl í ágúst 1975 og 1976 Brúnni yfir Múlakvísl var lokað að morgni sunnudagsins 10. ágúst 1975 vegna skemmda. Ain hafði grafið undan einni undirstöðunni og haft hana á brott með sér. Mikill vöxtur var í ánni. Hófst hann undir kvöld 7. ágúst, náði há- marki á föstudegi og fram eftir laugardegi, en var tekinn að fjara út á sunnudegi, þegar brúin skemmdist. Við þessi tíðindi brá Einar á Skammadalshóli við hart og fór inn að gamla brúarstæðinu á Múlakvísl við Léreftsliöfuð, en þaðan er útsýni yfir sandinn og að Höfðabrekku- jökli. Sá Einar þar talsverða jakadreif á sand- inum. Taldi hann þetta ummerki eftir hlaup úr jöklinum, ef til vill úr litlu jaðarlóni. Sennilegt er, að vöxturinn í ánni hafi að nokkru stafað af þessu hlaupi. Þess skal þó getið, að mikið vatnsveður var nýgengið yfir. Það er athyglisvert, að jarðskjálftahrina í Mýr- dalsjökli hófst 7. ágúst og var nýafstaðin, þegar vöxturinn hljóp í Múlakvísl. Þessi hrina var stærsta hrinan á þessum slóðum síðan í apríl um vorið. Fyrsta sólarhringinn mældust alls 22 skjálftar. Stærð skjálftanna var allt að M = 3,1. Snemma í ágúst 1976 komu fram margir litlir skjálftar á mælinum á Reynisfjalli, sem komu lítt eða ekki fram á öðrum mælum. Skjálftarnir byrjuðu hinn 4. ágúst og náðu hámarki h. 8. ágúst, en þann sólarhring mældust a. m. k. 25 skjálftar. Skjálftar þessir litu mjög einkennilega út á línuritinu, byrjuðu ógreinilega, stóðu til- tölulega lengi með hægum sveiflum og voru ólíkir hver öðrum. Eðlilegast er að túlka þessa skjálfta sem yfirborðsumbrot nálægt skjálfta- nema Reynisfjallsmælisins, sem er á Selfjalli ná- lægt sporði Höfðabrekkujökuls. Um svipað leyti og skjálftarnir hófust óx rennsli í Múlakvísl, náði hámarki föstudaginn 6. ágúst, hélst mikið allan laugardaginn og rénaði fyrst verulega á 58 JÖKULL 26. ÁR sunnudag. Um tíma var talin hætta á að brúin skemmdist. Hinn 16. ágúst 1976 könnuðu Helgi Björns- son, Einar H. Einarsson og Páll Tómasson í Vík jaðar Höfðabrekkujökuls og upptök Múlakvíslar. I farvegi árinnar sáust greinileg ummerki eftir nýlegt jökulhlaup. A 4—5 km leið niður frá jökulsporði lágu ísjakar strandaðir á dreif. Næst jökli sátu allt að mannhæðarháir jakar hver við annan í 100 m breiðum farvegi. Þar hafði áin skorið um 3 m háan lóðréttan vegg niður í jarð- veg. Nú rann áin um 10 m breið út um hálf- hringlaga göng, 10—20 m2 víð, undir þverhníptu 50 m háu ísþili. Veika brennisteinslykt lagði um göngin. Höfðabrekkujökull hefur gengið fram undan- farin tvö ár. Sporðurinn er víða 40—50 m hár og vesturjaðarinn hefur lagst fast upp að fjalls- hlíðum við Arnabotna og lokað leið frá sandi inn að Rjúpnagili. Nokkur lítil jökulstífluð lón hafa myndast við vesturjaðar jökulsins, og jökul- stíflan við Huldufjallalónið hefur þykknað. Við flug yfir Mýrdalsjökul 9. sept. 1976 sá H. B. greinilega, að vatnsborð í þessum lónum hafði nýlega staðið hærra en þá var. Telja má fullvíst, að 4.-9. ágúst 1976 hafi hlaupið úr lóninu sunnan við Huldufjöll og smálónum við vestanverðan Höfðabrekkujökul. Þau umbrot hafa líklega valdið umræddum skjálftum. Hugsanlegt er, að jökulhlaup í Múla- kvísl í ágúst 1975 hafi einnig komið úr þessum lónum, en jarðskjálftar hins vegar komið því af stað. Augljóst er, að meðan Höfðabrekkujökull gengur fram, er hætta á jökulhlaupum hvert sumar, sem gætu skemmt brúna yfir Múlakvísl. Helgi Björnsson. Páll Einarsson.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.