Jökull


Jökull - 01.12.1976, Side 75

Jökull - 01.12.1976, Side 75
fannir minnkuðu víða mikið í sumar og viða meira en ég hef áður séð. Skaflinn hér í brún- inni tók upp 12. ágúst, síðustu leifarnar voru frá 1974.“ Reykjarfjarðarjökull Guðfinnur hefur gert rissmynd af jökuljaðri og næsta umhverfi. Vestan Jökulsár, 36 metra frá jökuljaðri, er ártalið og dagsetningin, sem Guðfinnur grópaði í klöpp, samanber Jökul 1975. Þá voru 11 metrar frá merkinu að jökli. Merkið er þannig: 17/8 1975. Leirufjarðarj ökull í bréfi dagsettu 6. okt. ’76 segir Sólberg: „Síðastliðinn vetur (þ. e. 1975/76) var afar snjóléttur. Aðalsnjóaáttin hér er norðaustanátt, en nú brá svo við, að aldrei fennti úr þeirri átt. Sumarið var mjög gott, gráð hefur ekki komið í hæstu fjöll síðan í fyrstu viku maímánaðar. Breytingar eru miklar við jökuljaðar. Smádal- ur eða slakki, sem liggur til norðurs, nokkuð þvert á jökulsporðinn, er að koma í ljós. Bugða er á ánni á þeim hluta, sem í ljós kom. Þar eru einnig tveir fossar. Snjór síðasta vetrar er horf- inn af jöklinum og gengið hefur á hjarnleifar síðustu ára, um 70% af yfirborði jökulsins er jökulís. Hinar miklu breytingar við jökuljaðar ollu því, að færa varð ég mælilínuna um set, svo að hún komi beint á móti skriðstefnu jökulsins." Gljúfurárjökull I bréfi með mæliskýrslunni segir Vignir: „Jökuljaðarinn er brattur. Liggja sprungur frá norðri til suðurs neðan til. Nýr snjór er eng- inn á jöklinum, enda eru fannir með endemum litlar til fjalla.“ Langjökull I bréfi með mæliskýrslunni segir Aksel: „Farið var á bíl austan Hlöðufells langleiðina að jökli. Guðjón Gíslason og Kjartan Benjamínsson héldu til mælinga við Hagafellsjökul vestari og svo lögðu þeir leið sína austur með jöklinum. Bílnum var ekið til byggða og svo að Haga- vatnsskála til móts við Guðjón og Kjartan. Hagafellsjökull vestari var nú fremur sléttur. Fyrsta mæling okkar við Hagafellsjökul vestari var 1962 08 19. Fram til 1970 10 10 hopaði hann um 952 m. Skömmu síðar hófst framhlaup (surge) eða síðla árs 1971 og því lauk í maí 1972, síðan hefur jökullinn hopað og nú er jökuljaðar 177 metrum aftar en hann var, er við hófum mælinguna fyrir 14 árum. Hagafellsjökull eystri var nú úfinn og sprung- inn og vart fær gangandi manni. Jökulísinn náði alveg fram í nýja ruðninginn. Gangur (surge) hefur verið í honum eins og getið er um í síðasta árgangi Jökuls. Þar sem styst var nú milli jökuls og vatns voru aðeins 123 m. Fyrsta mæling okkar við Hagafellsjökul eystri var 1963 09 14. Á fyrstu 10 árunum, þ. e. a. s. til 1973 09 15 hopaði jökullinn um 703 metra. En svo hefur hann gengið fram milli 11 og 12 hundruð metra, og er nti 436 metrum framar en fyrir 13 árum.“ Sólheimajökull Valur tekur eftirfarandi fram á mæliskýrslun- um: „Vesturtunga. Jökullinn er heldur ávalari í brúnina en í fyrra. Hæðin er svipuð. Við Jökul- liaus hefur jökullinn skilið eftir sig jökulgarð meðfram öllum hausnum. Af jökulgarðinum rná ráða, að jökullinn hefur gengið fram um 18 m, eftir að ég mældi haustið ’75, en svo hefur jökul- jaðar hopað um 22 m, hop mæliársins 1975/76 er því 4 m. Jökulbrúnin er sléttari og minna sprungin en áður. Nú sjást engar kryppur og bungur, eins og á árunum meðan jökullinn gekk fram. Austurtungan er einnig tekin að hopa, þótt mæliárið sýni 7 metra framskrið. Jökullinn hef- ur skriðið fram um 15 metra eftir mælinguna í fyrra (’75), en náð svo að hopa um 8 metra. Jökullinn er hár og þverhníptur, en sléttur og lítið sprunginn. Ljósmyndir fylgja mæliskýrsl- unni.“ Fólk í nágrenni Jökulsár á Sólheimasandi telur, að óvenju mikinn jöklafnyk hafi lagt af ánni sumarið 1976 og nú hina síðustu mánuði. Jarðskjálftavirkni hefur mælst nokkur í Mýr- dals- og Eyjafjallajökli nú hin síðari ár. Einkum mælist þessi virkni á haustin. Nú í haust (’76) var hún óvenju mikil. T ungnaárjökull Hörður tekur fram: „Jökullinn er óvenju sléttur að haustlagi og greiðfær. Aurkeilur sjást varla, enda hafa nú gengið tvö rigningasumur. Hjarnmörk lágu nú í haust ofar en ég veit um áður. Það var ekki nóg með það, að snjór frá síðasta vetri væri horfinn, heldur var jökullinn JÖKULL 26. ÁR 73
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.