Jökull - 01.12.1976, Page 77
Jökulhlaupaannáll 1974, 1975 og 1976
SIGURJÓN RIST,
vatnamælingar, orkustofnun
í Jökli 23. árgangi á bls. 55 er skrá yfir jökul-
hlaup áranna 1971—1973. Hér birtist annáll
næstu þriggja ára.
Sigketill norðvestur af Grimsvötnum/
Skaftárhlaup
Nóttina eftir klukkan 3 hófst hlaup í Skaftá við
vatnsrennslismælistöðina hjá Skaftárdal. ís var
á Kúðafljóti, þar myndaðist jakastífla. Af stífl-
unni leiddi mikla vatnsfyllu í Flögulóni. Um
morguninn, 29. desember, var 75 cm djúpt vatn
á veginum undir Hemruhömrum. Dagana 29.
og 30. desember flæddi vatn austur í Meðal-
Mynd 1. Merkjalína á klöpp við SA-horn Grænalóns. Úr litlum flugvélum er hægt að greina
vatnsstöðuna með 1—2 metra nákvæmni. Þeir, sem hafa haft möguleika á að greina vatnsstöð-
una, komið á staðinn eða lesið hana úr lofti, eru vinsamlegast beðnir að koma niðurstöðu sinni
til greinarhöfundar.
Fig. 1. Profile of rock with red and yellow marks at the SE-shore of Grœnalón. From a small
plane the water stage can be determined with 1—2 m accuracy. Kindly report readings of the
water stage to the author.
JÖKULL 26. ÁR 75