Jökull


Jökull - 01.12.1977, Blaðsíða 94

Jökull - 01.12.1977, Blaðsíða 94
Le irufjarðarjöku ll í bréfi dagsettu 22. nóv. ’77 segir Sólberg: „Er ég mældi 11. ágúst var allur vetrarsnjór larinn af jöklinum og nálægt % af yfirborði lians jökulís. Við merkin hafa orðið miklar breytingar. Þar sem ég hlóð merki (vörðu) síð- astliðið haust er nú beljandi á, og var rnerkið úti í rniðri ánni. Komið er upp allstórt sker í jöklinum nálægt 300 metrum frá sporðinum í mælilínunni. Sker þetta höfum við nefnt Sölva- sker eftir finnanda þess. Aðeins yddi á skerið haustið 1976. Síðastliðinn vetur (76/77) var mildur og snjó- léttur svo af bar. Eftir að ég mældi var góð tíð i tvær vikur, en þá fennti. Þann snjó hefur ekki tekið upp.“ Bœgisárjökull Með mælingaskýrslum tekur Helgi frant í bréfi: „Mælingar í Bægisárjökli hófust 1924. A 15 árurn, frá 1924 til 1939, hörfaði jökullinn um 500 m. Síðan dró úr liörfun hans og á næstu tæpum 20 árum, fram til 1957, hörfaði ltann aðeins um 100 m. Og enn dró úr hörfun ltans, því að árið 1967 var jökuljaðarinn nærri því sem hann lá 1957. En síðan hefur jökullinn tekið að hörfa hraðar á ný — um 100 m frá 1967 til 1977. Nú er svo komið, að Bægisár- jökull verður frekar að teljast botnjökull held- ur en daljökull. Jökultungan liggur nú í um 980 m hæð, 40 m ofar en árið 1967 og 170 m ofar en 1924. Tungan er nú flöt, en ekki skörp, þar sem hún er víða hulin urð.“ Sólheimajökull Valur tekur eftirfarandi fram í mælingaskýrsl- um: „Vesturtunga. Jökulrönd svipuð og í fyrra. Jökulhaus: Jökullinn svipaður og árið áður, hann er a. m. k. 30 m þykkri en fyrir 10 árum. Austurtungan: þverhníft og há.“ Auk þess að rnæla Sólheimajökul hefur Valur ásamt Pétri Þorleifssyni og Jóni E. Isdal sett mælingamerki við Krossárjökul og Tungnakvisl- arjökul. Oldufellsjökull Með mælingaskýrslum fylgir bréf. Kjartan gerir grein fyrir breytingu jökulsins allt frá 92 JÖKULL 27. ÁR 1927, er hann kom þar fyrst. Bréfinu fylgja myndir teknar 1958, 1966 og 1975. Þessi ýtarlega skýrsla Kjartans er efni í sérstaka grein um Öldufellsjökul og Sandfellsjökul. Skeiðarárjök ull í bréfi nteð mælingaskýrslunni segir Ragnar: „Engar verulegar breyingar tel ég hafi orðið á jöklum hér í nágrenninu s.l. sumar. Skeiðarár- jökull hefur að vísu gengið dálítið fram við miðmerkið, „E^”, annars staðar má segja að hann standi í stað. A móts við miðmerkið er ol'tast sprungubelti í jökuljaðrinum. Það er á þeim stöðum, sem í leysingum kemur fram smá læna, Sœluhúsavatn. Þarna hefur jökulbrúnin hækkað dálítið í sumar. Annars hefur Skeiðarár- jökull lækkað talsvert seinnipart sumars, að mér virðist, héðan séð til Hvirfilsdalsskarðs." Breiðamerk urjök ull í bréfi með mælingaskýrslunni segir Flosi: „Eins og fram kemur í meðfylgjandi mælinga- skýrslum, hafa jöklarnir hér í grenndinni hopað rneira en þeir hafa gert um langt skeið, að Hrútárjökli undanteknum. Þeir sem mest hafa hopað, munu einnig liafa farið lækkandi, Kviárjökull t. d. allverulega. Nokkuð líkt mun mega segja um Breiðamerkur- jökul, þótt erfiðara sé um glögga viðmiðun. Hæðabreytingar í Hrútár- og Fjallsjöklum virð- ast óljósari, a. m. k. munu þær þó hægari síðast- liðið sumar en á hinum jöklunum, en þó mun víst að Fjallsjökull hefur fremur lækkað. Sjálf- sagt hefur veðráttan hér um slóðir haft sitt að segja, livað snertir rýrnun jöklanna. Vetrarsnjór óvenju lítill. Hér voru í sumar góðir þurrka- kaflar öðru hverju með töluverðum hita, lík- lega nokkru sterkari en verið hafði lengi, hins vegar stundum óvenju miklar rigningar. Þess skal getið, þó að vart komi til greina að það hafi að ráði áhrif á leysinguna, að 7. mars síðastliðinn var hér á landi vart ryks í lofti með úrkomunni. Það var talið vera, ef ég man rétt, eyðimerkurryk komið frá Bandaríkjunum (Arizona?). Hér á Kvískerjum gætti þess þó lítið beinlínis, en uppi í hájöklinum (hjarnjökli) bar þó nokkuð á gulllituðum blæ langt fram á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.