Jökull


Jökull - 01.12.1977, Blaðsíða 102

Jökull - 01.12.1977, Blaðsíða 102
Frá Hornafirði til Bárðardals yfir Vatnajökul GUNNAR BENEDIKTSSON rithöfundur Sumarið 1926 tóku þrír Hornfirðingar sér ferð á hendur þvert yfir Vatnajökul úr Horna- firði og komu til byggða í Bárðardal. Félagar þessir voru: Helgi Guðmundsson, Hoffelli, tutt- ugu og tveggja ára að aldri, Sigurbergur Arna- son, Svínafelli, tuttugu og sex ára ,og Unnar Benediktsson frá Einholti, þrjátíu og tveggja ára. Ferð þessi vakti nokkra eftirtekt í þann tíð, því að þá var fátt urn ferðir manna um fjarlægustu óbyggðir landsins. 1 riti sínu Vatna- jökull telur Niels Nielsen ferð þeirra „prýðilegt íþróttaafrek". í bókinni Ódáðahraun skýrir Ólafur Jónsson allgreinilega frá för þeirra og segir, að það sé í fyrsta sinn, sem alíslenskur leiðangur með lélegum útbúnaði ræðst í svo áhættusamt ferðalag. Fleiri hafa einnig á ferð þeirra minnst, hennar var getið í fréttadálkum l)laða á sinni tíð, og allir hafa þeir félagar verið spurðir eins og annars förinni viðkomandi allt til þessa dags. Þeir félagar skrifuðu daglega á minnisblöð, en ferðasögu fullsömdu þeir enga til birtingar, og að einhverju leyti mun ástæðan hafa verið sú, að einn þeirra, Unnar, hvarf úr byggðarlaginu litlu síðar. En 31 ári eftir ferð þeirra, sumarið 1957, tek- ur Unnar sér ferð á hendur til æskustöðva sinna, og í för með honum er Gunnar bróðir hans, en báðir eru þeir þá búsettir í Hveragerði. Þá dvelja þeir bræður heilan dag hjá Sigurbergi bónda í Svínafelli, og þangað kemur að áliðn- um degi Helgi bóndi í Hoffelli. Það var tilviljun ein, sem því réð, að sá dagur var 15. júlí, en þann mánaðardag tóku þeir félagar sig upp frá Svínafelli í leiðangur sinn, eins og síðar getur. Tóku þeir félagar nú að rifja upp ferðasögu sína, enda var Helgi þangað kominn þess efnis. Réðu þeir Gunnar ritara sinn og fólu honurn síðan að gera samfellda frásögn um ferðina. Minnisblöð þau, er þeir áttu frá ferðinni, létu þeir honum í hendur, og það, sem hér fer á eftir, er árangur af athugun þeirra gagna. Þau eru tildrög þessarar farar, að einn þess- ara ungu manna hreyfir því við annan, að aumt sé að eyða allri ævi á þann veg, að einskis sé að minnast að æviferli gengnum annars en lit- lauss hversdagslífsins. Bendist hugur þá brátt að bernskufélaganum Vatnajökli, sem dag hvern hafði blasað við augum þeirra frá fyrstu minn- um, alltaf jafnóræður og bjó alltaf yfir sömu leyndardómum óendanlegra fjarlægða og til- brigða. Það var ráðið, að næsta sumar skyldu þeir leggja hann þveran undir fót og þá leið koma til norðurbyggða. „Var það á fárra vit- orði annarra, að þessi ferð var ráðin, því að við vissum, að margir mundu álíta jretta glæfra- för og mundu reyna að úrtelja eða jafnvel hindra,“ segir á minnisblöðum. Þótt margt væri þeim dulið um nauðsynlegan útbúnað í slíkt ferðalag, svo sem síðar kom í ljós, þá var þeirn þegar ljóst, að margs jrurfti með og eins og annars, sem ekki mundi fáanlegt í því afskekkta héraði Hornafirði. Sigurbergur átti erindi til Reykjavíkur öndverða vordaga, notaði hann þá tækifærið og hafði tal af L. H. Múller stórkaup- manni, sem veturinn áður hafði farið sína frægu skíðaför suður Sprengisand. Gerðist hann mik- ill áhugamaður um þessa ferð þeirra félaga, gaf þeim ýmis hagkvæm ráð um tilhögun ferðarinn- ar og lánaði þeim ýmsa hluti úr sínu ferðalagi, þar á meðal vasakompás, ferðaprímus, landa- bréf og vöðlurnar, sem liann og félagar hans óðu í yfir Blautukvísl árið áður. A minnisblöðum er þess getið, að við útbún- að á farangri var það haft hugfast, að hann yrði sem léttastur, en um leið traustur og öruggur eftir föngum. Þar er einnig að finna svofellda lýsingu á farangri j)eirra: Tjahlið var venjulegt engjatjald úr J)ykku lérefti. Tjaldsúlur höfðu j)eir ekki aðrar en göngustafi sína. Tjaldhælar voru úr tré, heldur lengri en venjulegir tjaldhælar. Þá höfðu þeir einnig með sér 6-þumlunga nagla til að hæla 100 JÖKULL27. ÁR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.