Jökull


Jökull - 01.12.1977, Blaðsíða 100

Jökull - 01.12.1977, Blaðsíða 100
Hins vegar mundu þessar viðræður hafa ýtt undir ungan mann og fróðleiksfúsan eins og Bjarni var, að kanna þessa leið. Hann var þá í blóma lífsins, og er trúlegast að hann hafi verið hvatamaður að ferðinni. Sennilegast er að ferð- in hafi verið farin árið 1795, og Bjarni, sem þá var 28 ára, hafi fengið Sigurð, þá 19 ára, með sér. Ef þessi ferð hefði verið farin að undirlagi yfirvalda, sem um þessar mundir höfðu hug á að endurfinna gamla fjallvegi, væri líklegt að Bjarni, sem var vel stílfær (ekki vitað um Sig- urð), hefði sent skýrslu um hana til yfirvalda, en ekkert slíkt mun hafa fundist. Ekki er ólík- legt, að Jreir hafi skrifað Sveini Pálssyni um ferðina, en Jrví miður virðast bréf til hans, sem hljóta að liafa verið mörg, vera glötuð. Þessi ferð hefur Jró spurst víða, cn verið orðin tilefni Jrjóðsögu, Jregar sr. Hákon heyrir hana. Hún mundi þó með öllu gleymd, ef hann hefði ekki getið hennar og gefið þar með sr. Sigurði tilefni að segja frá henni. Árið 1875 fór Watts sína frægu för norður yfir Vatnajökul, ferð sem að maklegleikum hefur verið rómuð meðal Islendinga. Það rýrir ekki hans afrek, þó rangt sé það, sem stundum liefur verið sagt, að íslendingar hafi ekki þorað að kanna Vatnajökul, vegna ótta við útilegumenn fyrr en eftir ferð lians, þótt rétt sé að sumir virðast hafa trúað statt og stöðugt að útilegumannabyggðir væru til, sbr. grein 8.5. Því miður er lítið vitað um aðrar ferðir til að kanna Vatnajökul, eða fjöll I honum, en Jró er víst að þær voru einhverjar farnar, og skal hér aðeins minnst á tvær ferðir, sem farnar hafa verið áður en jjcir Sigurður fóru sína ferð. I Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar er þess getið, að menn hafi farið í Máfabyggðir og komið með ný máfsegg til baka, og er svo að sjá, að það hafi verið gert oftar en eitt ár. Þeir virðast hafa haft tal af mönnum, sem þessar ferðir fóru, og er því líklegt að Jrær hafi verið farnar sama árið (1756) og þeir voru á ferð, eða litlu síðar. Sveinn Pálsson minnist á dóm, sem ísleifur Einarsson sýslumaður dæmdi vegna Jress að menn höfðu hagnýtt sér ómarkaðar kindur, er Jreir fundu í Máfabyggðum. (Sveinn nefnir ekki Esjufjöll, og er Jjó öruggt að hann á stundum við þau, Jiar sem hann talar um Máfabyggðir). Því miður mun Jressi dómur ekki lengur til, og óvíst hvort Sveinn hefur séð hann, þó hann geti vel hafa verið í fórum Jóns Helgasonar sýslumanns, og Sveinn getað séð hann þar. Sveinn telur að þessi dómur hafi verið frá [rví um 1700, og mikið yngri getur hann ekki hafa verið, því að Isleifur dó 1720. Þeir sem kind- urnar tóku hafa talið sér þær heimilar sam- kvæmt ákvæðum Jónsbókar um ómerkinga á afrétti í eftirleit. Þessi dóntur mun vera kveikj- an að sögunni sem Þorvaldi Thoroddsen var sögð árið 1894. Ekki munu ferðir hafa orðið margar á næstu árum eftir að þessi ferð var farin, því Sigurður Stefánsson, sem telur árið 1746 að Máfabyggðir tilheyri Öræfunum (sé ekki almenningur), segir að „þangað gjörist ei reisur". En útilegumannatrúin gat verið góð að grípa til, et menn voru sendir í erfiða ferð um ókann- að svæði, og þurftu að gefa skýringu á að þeir hefðu ekki farið eins og til var ætlast. Þorvaldur Thoroddsen getur Jjcss í ferðasögu sinni frá sumrinu 1894 (Ferðabók 2. útg., 3. bindi, bls. 240), að sr. Þorsteinn Einarsson á Kálfafellsstað hafi sent vinnumann sinn [ráðs- mann, S.B.J ásamt tveim öðrum í Esjufjöll til fuglaveiða, en þeir talið sig sjá þar tún og húsagarð og talið að þar væru útilegumenn og snúið við. Ráðsmaðurinn trúði Sigurði Sigurðs- syni á Kálfafelli fyrir því, að þeir félagar lrefðu ekki farið langt; þeim hefði þótt gott að fá tækifæri til að hvíla sig vel, en soðið saman söguna til þess að hafa afsökun fyrir að koma slippir til baka. (Sögn Hjalta Jónssonar í Hól- um, en Sigurður sagði honum). Ekki munu Jjó allir, sem sr. Þorsteinn sendi til að kanna fjöll og jökla, hafa svikist svona um. Siign er í Suðursveit um að menn, sem enn eru vituð deili á, og uppi voru um miðja 19. öld, hafi farið inn á Vatnajökid og haldið sig sjá Kverkfjiill. Gengu Jjeir lengi í áttina þang- að, en sáu ekki að fjarlægðin minnkaði neitt, og töldu [>ví að Jrangað mundi mjög langt og sneru við. Það má því ætla að útilegumannatrúin hafi ekki rist eins djúpt í Suðursveit og virðast mætti eftir Jrví hvað sumir J>ar höfðu gaman af að halda henni á lofti, og e. t. v. hefur verið svo víðar. Ekki er vitað til að Öræfingar hafi liaft neinn beyg af útilegumönnum. Þess má að lokum geta, að á árabilinu 1866— 1870 sendi Sigurður Ingimundarson bóndi á 98 JÖKULL 27. ÁR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.