Jökull - 01.12.1977, Blaðsíða 106
MánucLaginn 19. júlí var heiðskírt, en æði
hvasst á suðvestan, svo að við lá, að sandur ryki.
Engu nærðust þeir, áður en þeir lögðu af stað,
en dreyptu nú í fyrsta sinn lítillega á ferðapel-
anum. Þeir leggja af stað kl. 7 og eru komnir
að Dyngjuvatni kl. 9 og tjalda við norðvestur-
horn vatnsins. Á þeirri leið sáu þeir eitt punt-
strá og eitt háfjallablóm, og var það eini gróð-
urvotturinn, sem þcir höfðu séð frá því á Háls-
um. Við Dyngjuvatn neyttu þeir morgunverðar,
þar sem nú höfðu þeir gnægðir vatns til kaffi-
gerðar, en |>að þótti Jieim undarlegt, er þeir
þurftu að ýta frá grjóti, sem maraði í miðju
kafi, þegar þeir tóku vatnið í ketilinn, Jjví að
slíku léttagrjóti voru þeir óvanir í Hornafirði.
Frá Dyngjuvatni fóru þeir félagar kl. hálf-
ellefu. Tóku þeir stefnu i hánorður, stefndu
þá á Oskjuvatn eftir korti því að dæma, sem
[>eir voru með, og bjuggust við að koma að Jjví
innan skamms. En Jieir voru austan við Öskju-
skálina, og fóru þvert yfir rana í austur af
fjallinu. Undan fjallinu kom á, sem þeir stukku
yfir og héldu síðan áfram, [>ar til þeir komu á
hraunbreiðu, sem lá alla leið til Herðubreiðar-
tagla. I þessu hrauni tjölduðu þeir, }>ví að nú
var komin áköf rigning. Er þeir höfðu gætt sér
á kaffi, tóku þeir að athuga matarbirgðir sínar
og sáu þá, að ekki var eftir meira en sem svar-
aði eins dags forða, Jjegar hafragrjónin voru frá
skilin. Varð þeim þetta alvarlegt íhugunarefni.
Eftir korti að dæma var hörkudagleið frá Öskju-
vatni til byggða, og Öskjuvatn enn ófundið og
ekkert vitað, hvar [>að var að finna. I gaman-
sömum tón er látið í það skína á minniblöðum,
að nú hafi þeim allur kjarkur verið brostinn
frammi fyrir erfiðleikum lífsins, því að svo var
rigning áköf, að ekki áræddu þeir að lialda
göngunni áfram. Þá rauf óp eitt mikið dauða-
kyrrðina og þytur, sem væri hér á ferð heilagur
andi hinnar hvítu sunnu. Við nánari athugun
kom í ljós, að fyrir utan tjaldið hafði flogið
hin hversdagslegasta sólskríkja og hafði sungið
sinni hversdagslegu röddu, en svo afvanir voru
þeir orðnir ómi lífsins eftir klakaþögn undan-
genginna daga, að þeir ætluðu ekki að átta sig
á hinum hversdaglegasta ómi þess. En þessi lífs-
ins rödd kallaði þá til lífsins og áræðisins á ný.
Þeir rifu niður tjaldið og trítluðu af stað, enda
var rigningu þá að létta, en hvass var hann af
suðvestri.
Tóku þeir nú að leita Öskjuvatns af mikilli
104 JÖKULL 27. ÁR
áfergju. Þeir héldu enn til norðurs og norð-
austurs, en hvergi sást vatn. Kl. varð hálffjögur,
og það var prílað upp á hvern liraunhólinn af
öðrurn, og klukkan gekk í fimm, en hvergi sást
vatn. Öskjuhraunið tætti í sundur skótau
þeirra, en ekki sást Öskjuvatn. Þeir settust nið-
ur og fengu sér sína hálfa kökuna hver. Af hlífð
við skótauið var nú einn sendur af stað, og
skyldi hann klífa alla hæstu hraunhnúka nær-
liggjandi, fyrst til norðurs og síðan vesturs. Sá
kom auga á Kollóttudyngju og þótti hún grun-
samlega nærri og einnig Herðubreið. En til
suðurs yfir hraunsútfallið sást loks hið lang-
þreyða vatn. Lá leiðin þá í suður og blasti við
Öskjuopið. Þegar þar var komið, sáust reykir á
nokkrum stöðum í fjallinu austan vatnsins, og
úti í vatninu var liólmi, og rauk svo mikið úr
honum, að stundum hvarf hann með öllu í
reykjarmökkinn. Kom það síðar í ljós, að hólma
þcnnan höfðu þeir félagar fyrstir manna aug-
um Iitið, og er talið fullvíst, að honurn hafi
skotið upp við eldsumbrot, sem vart hafði orðið
á þessum slóðum um vorið og sumarið.
Efir þriggja tíma leit sáu þeir félagar nii inn
í Öskju, liéldu gegnum Öskjuop. Vestur yfir
nýrunnin hraun var þriggja tíma gangur. Þá
fundu þeir loks fyrstu verksummerki mannlegr-
ar nálægðar, síðan þeir lögðu upp á Vatnajökul
af Viðborðshálsum. Þar var bréfblað í hraun-
jaðri, og á mel var varða og tjaldstæði. Þar
slógu þeir tjaldi sínu kl. liálfellefu, elduðu sér
graut og átu. Þá var allhvasst suðvestan og mjög
kalt.
Þá nótt var lítið sofið. „Við lágum til kl.
hálfþrjú um nóttina, en sváfum lítið vegna
kulda,“ segja þeir. Svefnpoka og fleira, sem til
skjóls mátti verða, liöfðu þeir látið eftir liggja
uppi á jökli, eins og áður getur, en frost var,
svo að pollar voru lagðir um morguninn. Þeir
kveiktu á prímusnum til að hita upp tjaldið
og hituðu sér jafnframt kaffi og borðuðu graut-
arafgang frá kvöldinu. Kl. hálffimm lögðu þeir
af stað eftir gaumgæfilega yfirvegun frammi
fyrir kortinu. Veður var heiðskírt, nærri logn og
þoka hvergi sjáanleg. Eftir tveggja tíma göngu
komu þeir í skarð, þar sem stóð gríðarstór mó-
bergsdrangur, og sáust þess merki, að þar höfðu
liestar farið. Þar var komið Jónsskarð, og sann-
færðust þeir félagar brátt um, að hér voru þeir
á réttri leið.
Kl. 8 tóku þeir árbít á stað, þar sem þeir