Jökull


Jökull - 01.12.1977, Blaðsíða 111

Jökull - 01.12.1977, Blaðsíða 111
Elsta ákvörðun á hnattstöðu eldstöÖvar í Vatnajökli í útvarpserindi um Grímsvötn, sem ég hélt fyrir þremur áratugum, minntist ég á staðsetn- ingu Grímsvatna, sem gerð var eftir stefnum á gosmökk í Grímsvatnagosinu 1883. Þessa stað- setningu er að finna í grein í Fróða 2. júní 1883, og samkvæmt henni var lega eldstöðvanna 64° 24' n.br. og 30°20' v.l. frá Kaupmannaliöfn, sem er 17°26' v.l. frá Greenwich. Gefur þessi stað- setning næstum rétt legu suðvestasta gígsins í Grímsvötnum. I erindi mínu, sem prentað var í bókinni Skrafað og skrifað 1948, sagði ég þessa staðsetningu hafa verið framkvæmda af séra Sigurði Gunnarssyni á Hallormsstað. Hann birti ritgerð: Um öræfi íslands, í Norðanfara 1876, og segir þar um eldstöðvar í Vatnajökli: „Hver veit um þær eldstöðvar? Hver hefur skoðað Grímsvötn og liveri þá, sem jjar vella alla tíð?“ En mér varð brátt ljóst, að mér hafði orðið á í messunni, er ég eignaði séra Sigurði ofan- greinda staðsetningu árið 1883, því hann dó 1878. Er ég áttaði mig á þessu fór ég til þess margfróða manns, Benedikts Gíslasonar frá Hof- teigi, og spurði hann, hvern hann teldi höfund greinarinnar í Fróða og tjáði hann mér að sá myndi hafa verið Páll Vigfússon, bóndi á Hall- ormsstað. Hef ég síðan haft þetta fyrir satt. En nýlega komst ég að því, að séra Sigurður mun, þrátt fyrir allt, vera sá fyrsti, sem vitað er að reynt hafi að ákveða hnattstöðu eldstöðvar í Vatnajökli. í ágúst—september 1977 horfði ég a enskan sjónvarpsþátt um leitina að upptökum Nílar. Þar kemur mjög við sögu Richard F. Burton, frægur landkönnuður og þó ekki síður frægur fyrir þýðingu sína á Þúsund og einni nótt. Bur- ton ferðaðist um ísland 1872 og skrifaði tveggja ltinda rit um þá ferð: Ultima Thule, or a Swnmer in Iceland, kom hún út 1875. Áður- nefndir sjónvarpsþættir urðu til Jtess, að ég tók mig til og las ferðasögu Burtons. í síðara bindi hennar er birtur hluti af korti Björns Gunn- laugssonar, sem tekur til Ódáðahrauns og norð- urhluta Vatnajökuls. Á þctta kort liefur Burton merkt það sem liann nefnir: „líklega eldfjall, sem sagt er að sést hafi til frá Lithlíð (svo) 23. ágúst 1872 og talið er að hafi valdið þoku í Berufirði 18,—24. ágúst“. Hann segir einnig í II. bindi ferðasögunnar (bls. 314), að þegar hann kom til Valþjófsstaðar — en þangað kom hann 14. ágúst eftir að hafa verið við Snæfell — hafi hann verið svo heppinn að hitta séra Sigurð Gunnarsson frá Hallormsstað og hafi liann frá honum legu eldstöðvarinnar, sem sýnd sé á kortinu, og sé hún á 64°20' n.br. og 30°20' v.I., miðað við Kaupmannahöfn, en [>að sam- svarar 17°46' v.l. frá Greenwich. Raunar er lengdargráðan eins og hún er á kortinu í bók Burtons um 29°50' v.l. frá Khöfn, þótt tekið sé fram á sama korti að lnin sé 30°20' v.l. Oruggt er, að heita má, að engin eldsumbrot hafa verið í Vatnajökli 1872 (sbr. Sig. Þórarins- sn: Vötnin stríð, bls. 83), og þótt svo liefði verið síðara hluta ágústmánaðar, var [)að eftir að séra Sigurður upplýsti Burton um legu eldstöðvar í jöklinum. Mér virðist líklegt, að klerkur hafi fundið téða legu eldstöðvar í Vatnajökli eftir stefnu á gosmekki í því gosi, sem hófst í Vatna- jökli á höfuðdag 1867 (sbr. Vötnin stríð, bls. 78—83). Staðsetning hans kemur allvel heim við þær stefnur úr byggðum til þessa goss, sem birt- ar voru í Reykjavíkurblöðum og benda til að þá hafi gosið ekki fjarri Þórðarhyrnu, þótt Iík- lega hafi þá cinnig gosið í Grímsvötnum. Sigurður Þórarinsson. ABSTRACT The first attempt at determining the geo- graphical position (longitude and latitude) of an eruption site in Vatnajökull was made by Reverend Sigurclur Gunnarsson in Hallormsstad- ur. This determination probably refers to an eruption that took place somewhere near Thórd- arhyrna and probably also in Grímsvötn, in August—September 1867. The position, 64°24' N and 30°20' W (referred to Copenhagen = 17°26' W referred to Greenwich), was publislied in R. F. Burtons book, Ultima Thule, in 1875. JÖKULL27. ÁR 109
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.