Jökull - 01.12.1977, Blaðsíða 48
ÁG RIP
Ht OG ÖNNUll súr gjóskulög
ÚR HEKLU
Gjóskulag það, sem nefnt er H4 (= Hekla4),
er hið næst elzta af þeim fimm súru og ijóslit-
uðu gjóskulögum, sem myndazt hafa í Heklu-
gosum síðustu sjö árþúsundin, en á því tíma-
hili helur eldhryggurinn Hekla hlaðizt upp að
mestu.
H4 er næst mesta gjóskulag Heklu. Það þekur
á landi um 78.000 ferkm. innan 0.1 cm jafn-
Jtykktarlínu. Vott af því er að finna í mýrum í
Skandinavíu og í Færeyjum. Rúmmál Jiess ný-
fallins á landi hefur verið um 6,7 rúmkm., en
áætlað heildarrúmál gjóskunnar á landi og sjó
um 9 rúmkm. Þetta er næst mesta gjóskulagið
í jarðvegi á íslandi. H3 er aðeins meira að flatar-
máli (80.000 km2), en mun meira að rúmmáli
(um 12 km3). Gjóskan súra úr Öræfajökli 1362
er svipuð að heildarrúmmáli og H3, en miklu
minna af henni féll á land.
Kortin á 1.—6. mynd sýna þykkt og útbreiðslu
súru Heklulaganna á landi skv. mælingum S. Þ.
Aldur jieirra og heildarrúmmál er að finna í
töfhi II. Svo sem sjá má af kortunum er H3 og
FI4 að mestu að finna á sömu svæðum, en um
mestan hluta þeirra svæða er H4 auðþekkt frá
H3 á Jiví að efri hluti þess er dökkur og eykst
hlutfallslega þykkt dökka hlutans eftir því sem
austar dregur á Norðurlandi og suður með
Austurlandi. Kortin 5 og 6 sýna ljósa og dökka
hlutann hvorn fyrir sig.
G. L. hefur kannað ýmis einkenni súru gjósku-
laganna, einkum H4, á nærsvæðum Heklu.
Meðal þessara einkenna er lagskipting, lita-
skipti, kornastærðardreifing, magn steinkorna
(lithics) í vikrinum, o. s. frv., allt einkenni, sem
varpað geta ljósi á eðli og gang gossins. H4 er
skipt eftir lit og öðrum einkennum í 4 lög, er
Jiað neðsta hvítt og um helmingur H4 í heild
að rúmmáli, Jiað næst neðsta er grágult, hið
Jiriðja grábrúnt og það efsta dökkbrúnt. Á út-
breiðslukortunum yfir landið í heild eru skilin
milli ljósa og dökka hlutans nálægt mörkum
grábrúna og gulbrúna lagsins.
Breyting á vindátt meðan á gosinu stóð sam-
svarar því, að ein lægð hafi íarið austur yfir
landið meðan lagið H4 myndaðist að mestu, og
gæti aðalgosið því hafa tekið 1—11/2 sólarhring,
en Jiað samsvarar því að 100—80 þúsund rúm-
metrar af gjósku hafi ruðst upp úr Heklu að
meðaltali sekúndu hverja.
Enn er ekki skýrð til hlítar sú staðreynd, að
kísilsýruinnihald fyrstu kvikunnar er kemur
upp í Heklugosum eykst í hlutfalli við lengd
undangengins goslilés. Talið er nú, að í kviku-
þrónni undir Heklu, ef um slíka er að ræða,
sé tvenns konar kvika, mynduð við svokallaða
hlutbráðnun. Athyglisvert er, að ekki hefur orð-
ið öskjumyndun í sambandi við hin stóru, súru
sprengigos í Heklu. Kann það að stafa af lögun
kvikuþróarinnar (sbr. 22. myml) og af því að
hún sé á allmiklu dýpi.
46 JÖKULL 27. ÁR