Jökull - 01.11.1998, Blaðsíða 39
veturinn eftir (Tromholt, 1884; Baix, 1985).
Afrakstur af rannsóknum þessa fyrsta heimskauta-
árs var mjög mikið safn gagna og niðurstaðna í 20 stór-
um bindum, en það skyggði á árangurinn, að meirihluti
leiðangursmanna á annarri heimskautastöð Banda-
ríkjanna (á Ellesmere-eyju) lést úr vosbúð. Minna varð
um heildarúrvinnslu allra gagnanna en til stóð, þar eð
skýrslur um leiðangrana komu út á fjórum tungu-
málum, og stöðvamar voru það langt hver frá annarri
að breytingar á hinum ýmsu mælistærðum sýndu ekki
mikil vensl milli stöðva. Þó má til dæmis geta þess, að
segulmælingar heimskautastöðvanna lágu til grund-
vallar fyrstu raunhæfu kenningum um það kerfi raf-
strauma í jónhvolfinu, sem fylgir norðurljósabeltinu
og veldur miklum segulsviðstruflunum á því svæði
(Corby, 1982).
Heimskautaárið varð mikilvægur áfangi í að efla
jarðeðlisfræði sem vísindagrein, útgáfustarfsemi og
kennslu í greininni, þróun mælitækja, samstarf jarð-
vísindamanna yfir landamæri, o.fl. (Schröder, 1991).
Ymsar „aukaafurðir" leiðangranna 1882-83, svo sem
athuganir sem birtar voru á jarðfræði, gróðri, dýralífi
og frumbyggjasamfélögum kringum heimskautastöð-
varnar, voru einnig merkt framlag til vísindanna
(Barr, 1985, bls. 206-212).
Mynd 3a. Leiðangursmenn á skipsfjöl á leið til Snæfells-
jökuls í ágúst 1932. Frá vinstri Jensen, la Cour, Mercanton
og Zingg, úr Zingg (1941).
- Danish and Swiss participants in the expedition to the
Snœfellsjökull glacier, Aug. 1932.
ÍSLAND OG VEÐRIÐ í EVRÓPU Á
ÁRATUGUNUM KRINGUM
ALDAMÓTIN
Snemma á þessari öld voru veðurfræðilegar aðstæð-
ur í kringum norðurheimskautið og við Island taldar
geta skipt miklu rnáli fyrir veðurfar í Evrópu. Rann-
sóknir á veðurþáttum á Islandi áttu því að geta aukið
möguleika manna á að gera langtíma-veðurspár, og
reyndu ýmsir að nýta sér nrælingar í Stykkishólmi
(sem hófust 1845) til að kanna þessa möguleika. Til
dæmis kvað Drewes (1917) Danann N.H. Hoffmeyer
hafa sýnt fram á það 1878 að „lega og dýpt hinnar
varanlegu loftþrýstilægðar við Island hefur veruleg
áhrif á vetrarhita í norðvestur- og norður-Evrópu“.
Defant (1917) birti kort af loftþrýstingssveiflum milli
árstíða á N-Atlantshafi og aðliggjandi löndum, og voru
þær mestar við vestanvert Island (Mynd 1). Brooks
(1916) taldi að styrkur lægðasvæðisins við Island hefði
áhrif á hreyfingar Golfstraumsins og þar með á hitafar
í Evrópu árið eftir. Exner (1924) gerði mikla útreikn-
inga á fylgni hita- og þrýstingsgilda milli veðurstöðva
um allan heim fyrir tímabilið 1887-1916 og ítrekaði
(bls. 324) þá ályktun annarra frá því um aldamótin, að
við Island væri mikilvæg „virknimiðja" (Aktions-
zenter) fyrir veðurfarið. Wiese (1925) taldi á sama hátt,
að hitamælingar á Islandi hefðu forspárgildi fyrir gang
lægða í Evrópu norðan 50°N, jafnvel mánuði fram í
Mynd 3b. Lest klyfjahesta að fara frá Ólafsvík upp að jökli
með búnað rannsóknastöðvarinnar. Ur Zingg (1941).
- Packhorses carrying equipment to the SnœfellsjökuU
research station.
JÖKULL, No. 46, 1998
37