Jökull


Jökull - 01.11.1998, Blaðsíða 39

Jökull - 01.11.1998, Blaðsíða 39
veturinn eftir (Tromholt, 1884; Baix, 1985). Afrakstur af rannsóknum þessa fyrsta heimskauta- árs var mjög mikið safn gagna og niðurstaðna í 20 stór- um bindum, en það skyggði á árangurinn, að meirihluti leiðangursmanna á annarri heimskautastöð Banda- ríkjanna (á Ellesmere-eyju) lést úr vosbúð. Minna varð um heildarúrvinnslu allra gagnanna en til stóð, þar eð skýrslur um leiðangrana komu út á fjórum tungu- málum, og stöðvamar voru það langt hver frá annarri að breytingar á hinum ýmsu mælistærðum sýndu ekki mikil vensl milli stöðva. Þó má til dæmis geta þess, að segulmælingar heimskautastöðvanna lágu til grund- vallar fyrstu raunhæfu kenningum um það kerfi raf- strauma í jónhvolfinu, sem fylgir norðurljósabeltinu og veldur miklum segulsviðstruflunum á því svæði (Corby, 1982). Heimskautaárið varð mikilvægur áfangi í að efla jarðeðlisfræði sem vísindagrein, útgáfustarfsemi og kennslu í greininni, þróun mælitækja, samstarf jarð- vísindamanna yfir landamæri, o.fl. (Schröder, 1991). Ymsar „aukaafurðir" leiðangranna 1882-83, svo sem athuganir sem birtar voru á jarðfræði, gróðri, dýralífi og frumbyggjasamfélögum kringum heimskautastöð- varnar, voru einnig merkt framlag til vísindanna (Barr, 1985, bls. 206-212). Mynd 3a. Leiðangursmenn á skipsfjöl á leið til Snæfells- jökuls í ágúst 1932. Frá vinstri Jensen, la Cour, Mercanton og Zingg, úr Zingg (1941). - Danish and Swiss participants in the expedition to the Snœfellsjökull glacier, Aug. 1932. ÍSLAND OG VEÐRIÐ í EVRÓPU Á ÁRATUGUNUM KRINGUM ALDAMÓTIN Snemma á þessari öld voru veðurfræðilegar aðstæð- ur í kringum norðurheimskautið og við Island taldar geta skipt miklu rnáli fyrir veðurfar í Evrópu. Rann- sóknir á veðurþáttum á Islandi áttu því að geta aukið möguleika manna á að gera langtíma-veðurspár, og reyndu ýmsir að nýta sér nrælingar í Stykkishólmi (sem hófust 1845) til að kanna þessa möguleika. Til dæmis kvað Drewes (1917) Danann N.H. Hoffmeyer hafa sýnt fram á það 1878 að „lega og dýpt hinnar varanlegu loftþrýstilægðar við Island hefur veruleg áhrif á vetrarhita í norðvestur- og norður-Evrópu“. Defant (1917) birti kort af loftþrýstingssveiflum milli árstíða á N-Atlantshafi og aðliggjandi löndum, og voru þær mestar við vestanvert Island (Mynd 1). Brooks (1916) taldi að styrkur lægðasvæðisins við Island hefði áhrif á hreyfingar Golfstraumsins og þar með á hitafar í Evrópu árið eftir. Exner (1924) gerði mikla útreikn- inga á fylgni hita- og þrýstingsgilda milli veðurstöðva um allan heim fyrir tímabilið 1887-1916 og ítrekaði (bls. 324) þá ályktun annarra frá því um aldamótin, að við Island væri mikilvæg „virknimiðja" (Aktions- zenter) fyrir veðurfarið. Wiese (1925) taldi á sama hátt, að hitamælingar á Islandi hefðu forspárgildi fyrir gang lægða í Evrópu norðan 50°N, jafnvel mánuði fram í Mynd 3b. Lest klyfjahesta að fara frá Ólafsvík upp að jökli með búnað rannsóknastöðvarinnar. Ur Zingg (1941). - Packhorses carrying equipment to the SnœfellsjökuU research station. JÖKULL, No. 46, 1998 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.