Jökull


Jökull - 01.11.1998, Blaðsíða 42

Jökull - 01.11.1998, Blaðsíða 42
kosti hana auk þess að kosta aðra af tveim háfjalla- stöðvum. Hann taldi í bréfinu mikilvægt að fá reynslu af rekstri veðurathugana til fjalla. Dan la Cour skrifaði Þorkeli 13. apríl 1931 og lýsti miklum áhuga á að veðurathuganir verði gerðar á Snæfellsjökli, m.a. til að meta sem best streymi kaldra og hlýrra loftmassa. Einnig mætti kanna þar norður- ljós. Jökullinn „...er frábær staðsetning í loftlögum ótrufluðum af landslagi. Auðvelt mun vera að klífa fjallið, og varla verða vandkvæði á að byggja þar lítið hús. Veðurfarið þar uppi er eflaust fremur milt, og hitastig aldrei mjög lágt. Hvassviðri geta skollið á, en vindhraði er þá örugglega nokkuð stöðugur, og því hægt að yfirstíga alla erfiðleika“. Þetta má kalla aðdáunarverða bjartsýni! La Cour kvaðst hafa góða von um að Svisslendingar styrktu rannsóknastöð á jökl- inum, og reiknaði í bréfinu enn með því að Italir mundu sjá um stöð á Austurlandi. Af ástæðum fyrir áherslu á Snæfellsjökul, auk þess sem nefnt var í fyrri kafla, má nefna hæð jökulsins og útsýni til allra átta, og legu hans á veðraskilum (Zingg, 1941, bls. 1). Ekki var þó fyrirhugað að senda upp loftbelgi þaðan. FREKARI UNDIRBÚNINGUR AÐ STÖÐVUM Á ÍSLANDI, 1931-32 í bréfi Dans la Cour frá 16. júní 1931 til Þorkels Þorkelssonar bauðst hann til að láta dönsku veðurstof- una leggja fram tæki, fjármagn og einn mann til rekst- urs stöðvar í 1500 m hæð á Snæfellsjökli. Hann vísaði einnig til bréfaskipta Þorkels og H.G. Cannegieters frá hollensku veðurstofunni um að Hollendingar reki stöð til háloftamælinga í Reykjavík á heimskauta- árinu: Cannegieter hafði staðið fyrir veðurathugunum Mynd 5a. Rannsóknastöðin við Snæfellsjökul, úr Zingg (1941). - Groundplan ofthe research station. með flugvélum allt frá 1915. í áætlun Þorkels um út- gjöld úr ríkissjóði til Veðurstofunnar fyrir næsta ár, þ.e. 1932, var mikil áhersla lögð á að hún verði styrkt til að standa straum af rannsóknum heimskautaársins. Þorkell benti m.a. á að betur þurfi að átta sig á áhrifum móta kaldra og hlýrra hafstrauma við landið á veðrið til sjávar og sveita. A heimskautaárs-nefndarfundi um haustið (Harradon, 1931) voru Belgar teknir við af ítölum með segulmælistöð á Austfjörðum, en þau áform virðast svo hafa dottið upp fyrir. Samkvæmt bréfi Þorkels Þorkelssonar til Dans la Cour dags. 1. sept. 1931 samþykkti Alþingi nokkra fjárveitingu til Veðurstofunnar vegna heimskautaárs- ins. í bréfum 11. sept. og 2. jan. 1932 staðfesti la Cour að Sviss væri tilbúið að taka alveg að sér rekstur stöðvar á Snæfellsjökli. Helsti forgöngumaður Svisslendinga í þessu máli var R-L. Mercanton prófessor í Lausanne, sem komið hafði til Islands á skipinu „Pourquoi-Pas?“ 1929 og 1931. La Cour lagði til að byggt yrði á jöklin- um átthymt hús að danskri fyrirmynd. Um veturinn gerði Þorkell tilraunir með norðurljósamyndavél, og tveir Hollendingar komu til að athuga völl fyrir flugvél í Reykjavík til að sinna fyrirhuguðum rannsóknum. í bréfi til la Cour 18. mars 1932 sagði Þorkell síðan þau slæmu tíðindi, að vegna kreppuástandsins óskaði ríkisstjóm íslands að draga til baka þá fjárveitingu sem ætluð hafði verið vegna háfjallastöðvarinnar. 30. apríl stakk hann upp á að leitað yrði að öðru fjalli sem ódýrara væri að komast upp á en Snæfellsjökul, og minna undirlagt af snjókomu og þoku að vetrarlagi. Dan la Mynd 5b. Matti Ásbjörnsson við innganginn í rannsókna- stöðina, úr Zingg (1941). - The research station, the assistant Matti Asbjörnsson at the entrance. 40 JOKULL, No. 46, 1998
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.