Jökull


Jökull - 01.11.1998, Side 77

Jökull - 01.11.1998, Side 77
fullan rétt á sér, en þar stendur: Markmið félagsins er að stuðla að rannsóknum og ferðalögum á jöklum landsins, gefa út tímaritið Jökul, ásamt fréttabréfi og gangast fyrir frœðandi fyrir- lestrum og myndasýningum. I rannsóknaleiðöngrum Jöklarannsóknafélagsins hefur félagið meir og meir gegnt því hlutverki að stuðla að samstarfi aðila um rannsóknir og sameina þá um jöklaferðir til þeirra verkefna. Slíku hlutverki þarf félagið að gegna og stjóm þess mun stuðla að því að allar starfsnefndir þess vinni saman að því á komandi árum við sífellt breyttar aðstæður. Það mun gert með því að skilgreina rannsóknaverkefni sem félagið vill styrkja, stuðla að því að þau verði unnin með sameiginlegu framlagi vísindamanna og annarra áhugamanna um jöklarannsóknir. Þær jöklarannsóknir sem lengst hafa verið stundaðar samfellt hér á landi eru nátengdar Jöklarannsóknafélaginu og brýnt og eðlilegt er að félagið stuðli að framhaldi þeirra um ókomin ár. I þeirri greinargerð sem tekin var saman eru síðan tilgreindar leiðir að markmiðum. Þar er fjallað um fundi, fræðslustarf og skemmtanir, ferðir, útgáfu, rann- sóknir og aðstöðu til rannsókna. Settar voru fram ýmsar hugmyndir sem ræða þarf nánar og kryfja til mergjar. FYRIRHUGAÐAR RANNSÓKNIR Það hefur verið venja í skýrslum stjómar á aðal- fundi að í lokin sé litið fram á við og nefnt það helsta sem framundan er á rannsóknasviðinu. Að þessu sinni ríkir nokkur óvissa, aðallega vegna framhlaups Tungnaárjöklus sem hefur gert það að verkum að ekki er hægt að fara hefðbundnar leiðir í Grímsvötn. Vorferð félagsins er einn af hornsteinum þess og mega ekki og munu ekki falla niður. A næstu vikum mun verða farið yfir þau verkefni sem vinna þarf í vorferð og hvemig hagstæðast mun verða að haga ferðatilhögun. I sumar eru ráðgerðar umfangsmiklar rannsóknir á Vatnajökli á vegum Raunvísindastofnunar, Lands- virkjunar og erlendra aðila. Þetta rannsóknaverkefni er styrkt af Evrópubandalaginu. Munu a.m.k. þrír rannsóknahópar innlendir og erlendir dvelja á jökl- inum í lengri eða skemmri tíma við ýmsar mælingar einkum veðurathuganir og afkomumælingar, en markmiðið er að kanna tengsl afkomu og loftslags. A þessu stigi er óljóst hver þáttur félagsins getur orðið í þeim rannsóknum, en félagið er ávallt reiðubúið til að leggja fram aðstoð sína til að stuðla að rannsóknum og auknum skilningi manna á jöklum og hegðun þeirra. LOKAORÐ Góðir félagar. Á þessum aðalfundi verður breyting á stjóm félagsins. Stefán Bjamason sem setið hefur í stjóm og varastjóm félagsins frá 1960 gefur ekki kost á sér til endurkjörs. Stefán var lengi vel ritari félagsins og sá ásamt konu sinni Auði Olafsdóttir um félaga- skrá, innheimtu félagsgjalda og dreifingu Jökuls. Hann hefur jafnframt verið formaður skálanefndar og staðið fyrir uppbyggingu á skálum félagsins. Stefán var kosinn heiðursfélagi Jöklarannsókna- félags íslands á aðalfundi 1993 og tók sæti Sigurjóns Rist í valnefnd á síðasta aðalfundi og vona ég að hann komi til með að sitja þar áfram. Fyrir hönd félags- manna færi ég Stefáni þakkir fyrir ómetanlegt starf fyrir Jöklarannsóknafélag Islands. 27. febrúar 1996 Einar Gunnlaugsson, varaformaður. JÖKULL, No. 46, 1998 75

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.