Jökull


Jökull - 01.11.1998, Page 79

Jökull - 01.11.1998, Page 79
Jarðfræðafélag íslands Skýrsla formanns fyrir starfsárið 1995-1996 TILLÖGUR FORMANNS Formaður lagði til að Hreggviður Norðdahl yrði fundarstjóri og Guðrún Larsen fundarritari. STJÓRNARSTARF OG FRÉTTABRÉF Haldnir voru 7 stjómarfundir og gefin út 7 Frétta- bréf. Flestir fræðslufundir vom kynntir í Fréttabréfinu, en að auki vom sendar út auglýsingar á helstu stofnanir nokkrum dögum fyrir hvern fund. Fyrir hönd JFI sótti Magnús Tumi Guðmundsson fund formanna jarðfræðafélaga víða um heim á vegum AGU síðastliðið sumar. Þetta er þáttur í því að efla tengsl JFI við önnur félög jarðvísindamanna. FRÆÐSLUFUNDIR Haldnir vom 6 fræðslufundir (með jólafundinum) á vegum félagsins. Milli 250 og 300 manns hafa mætt á fræðslufundi JFI, en þeir voru þessir: 1. Eysteinn Janssen og Hans Christian Larsen töluðu um ODP leiðangra (162 og 163) 4. september. 2. Armann Höskuldsson talaði um hraungos undir jökli 18. október. 3. Aslaug Geirsdóttir talaði um PALE verkefnið á Islandi 15. nóvember. 4. (Jólafundur) Bryndís Brandsdóttir, Olafur Flóvenz, Guðmundur Pálmason, Einar Kjart- ansson, Ingi Bjarnason og Axel Björnsson töluðu um skorpuþykkt á Islandi 13. desember. 5. Þóra Ámadóttir talaði um jarðskorpuhreyfingar á Nýja Sjálandi 3. janúar. 6. Þorsteinn Sæmundsson talaði um jökulhörfun og sjávarstöðubreytingar í Vopnafirði 13. mars. RÁÐSTEFNA UM GRJÓTJÖKLA OG BERGHLAUP OG V ORRÁÐSTEFNAN Fyrri ráðstefnan var haldin 24. febrúar í Odda. Þar flutm erindi Hreggviður Norðdahl, Tómas Jóhannesson, Ágúst Guðmundsson (eldri), Halldór G. Pétursson, Ámi Hjartarson og Haukur Jóhannesson. Um 50 manns mættu á ráðstefnuna, sem telst gott þar sem hún var haldin á laugardegi. Vorráðstefnan var haldin í Odda 3. apríl. Hún var ekki bundin við ákveðið þema heldur opin fyrir erindi og veggspjöld um hvaðeina af vettvangi jarðfræða. Flutt vom 13 erindi og sýnd 17 veggspjöld. Um 100 manns mættu á ráðstefnuna. Ágrip erinda og veggspjalda vom gefin út í ráðstefnuriti. Eftir að ráðstefnunni lauk var hald- ið hóf í Tæknigarði í tilefni af 30 ára afmæli félagsins. Þar flutti Sveinbjöm Bjömsson ræðu og rakti fmmbýl- ingsár jarðfræðinnar hér á landi, auk þess sem félaginu barst vegleg blómakarfa að gjöf frá Elsu Vilmundar- dóttur og Hrefnu Kristmannsdóttur í tilefni afmælisins. Alls mættu 400-500 manns á ráðstefnur og fundi á vegurn félagsins á þessu starfsári. Til stóð að R.S.J. Sparks kæmi hingað til lands og flytti tvo fyrirlestra á vegum Sigurðarsjóðs í lok apríl eða maí. Hann féllst á boðið en vegna eldgossins í Montserrat og fleiri verkefna varð hann að fresta komu sinni fram í október í haust. Vona ég að nýja stjómin endumýji boðið til Sparks. J ARÐFRÆÐAFÉLAGÍÐ OG ORKUSTOFNUN Mál Orkustofnunar hafa mjög verið í brennidepli nú síðustu mánuðina. Þessi mál hafa oft verið rædd á fundum stjómar JFÍ. Formaður JFI og Hreinn Haralds- son áttu fund með iðnaðarráðherra 28. desember sl. þar sem málefni Orkustofnunar voru rædd ítarlega. Sú nefnd iðnaðarráðherra (undir forystu Sveins Þorgríms- sonar) sem fjallar um framtíð Orkustofnunar sendi frá sér bráðabirgðatillögur 13. desember sl. JFÍ skipaði óformlega nefnd til að gera athugasemdir við fram- JÖKULL, No. 46, 1998 77

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.