Jökull - 01.12.1999, Blaðsíða 115
stað en 14 gegnu fram og voru allir skriðjöklar úr
Oræfajökli meðal þeirra. Drangajökull hljóp fram í
Leirufirði og Kaldalóni. Mælingavinna félaga er sem
kunnugt er ólaunað sjálfboðastarf, en félagið greiðir
styrk vegna eldsneytiskostnaðar.
Gos norðan Grímsvatna og stórhlaup á Skeiðarársandi
Gos hófst norðan Grímsvatna að kvöldi 30. september
og bræðsluvatn frá gosstöðvunum safnaðist í
Grímsvötn uns afar snöggt stórhlaup steyptist úr þeim
niður á Skeiðarársand 4.-6. nóvember. Ymsir félagar
unnu að rannsóknum á þessum atburðum bæði á
Vatnajökli og Skeiðarársandi. Niðurstöður af starfi
okkar félags á Grímsvatnasæðinu allt frá stofnun þess
komu þá að miklum notum því án skilnings á aðstæð-
um á jöklinum hefðu menn ekki getað metið hvert vatn
rynni, hvar það safnaðist fyrir og hve hættulegt hlaup
væri í vændum. Það var vissulega í viðurkenningar-
skyni fyrir starf félagsins á Vatnajökli sem stjómvöld
ákváðu að halda áfram að styrkja það fjárhagslega til
útgáfu Jökuls. Sérstakt hefti af Jökli mun væntanlega
síðar birta niðurstöður rannsókna á þessum umbrotum.
Ritstjóri þess verður Helgi Torfason.
Fjölþjóðlegar rannsóknir á Vatnajökli 1996-1997
Sumarið 1996 hófust á Vatnajökli fjölþjóðlegar
rannsóknir á tengslum afkomu jökulsins og veðurs. Að
Islands hálfu er um að ræða framhald af samvinnu
Raunvísindastofnunar og Landsvirkjunar á rannsókn-
um á afkomu jökulsins og veðurathugunum á honum.
Að þessum rannsóknum vinna auk okkar Hollendingar
og Austurrrkismenn, en verkefnið er styrkt af fjórðu
rammaáætlun Evrópusambandsins. Mikill áhugi er nú
um allan heim á rannsóknum á tengslum veðurs- og
jöklabreytinga vegna þess að aukin gróðurhúsaáhrif
gætu á næstu áratugum valdið mikilli rýmun jökla víða
um heim. Jöklarannsóknafélagið aðstoðaði erlendu
þátttakenduma við flutninga á búnaði frá jaðri upp að
bækistöðvum á Breiðamerkurjökli, allt að Esjufjöllum.
Um var að ræða mikið verk undir stjóm Einars Gunn-
laugssonar, varaformanns félagsins, og Þorsteins Jóns-
sonar, formanns bflanefndar. Alls vom 6 bflar auk snjó-
bfls félagsins við flutningana. Hef ég verið beðinn að
flytja félaginu þakkir frá stjórnanda verkefnisins,
prófessors Johannesar Oerlemans við háskólann í
Utrecht í Hollandi.
Könnun á afkomu og hreyfíngu á Vatnajökli
Á árinu unnu félagar á Raunvísindastofnun og Lands-
virkjun áfram að mælingum á afkomu og hreyfingu á
Vatnajökli en í þetta sinn voru mælingamar mun viða-
meiri en áður þar sem auk Köldukvíslarjökuls, Dyngju-
jökuls og Brúarjökuls var mælt á Breiðamerkurjökli og
Skeiðarárjökli. Afkoma var mæld með borunum og
hreyfing með GPS-tækjum.
Afkoma Hofsjökuls
Félagar á Orkustofnun unnu að mælingum á afkomu
Hofsjökuls með svipuðu sniði og nokkur undanfarin ár.
FUNDIR
Að loknum aðalfundarstörfum 27. febrúar sagði Einar
Stefánsson frá ferð ásamt tveimur félögum á 8200 m
háan tind Chooyu í Himalyafjöllum. Á vorfundi 23.
aprfl. sagði Karl Grönvold frá íslenskum öskulögum í
Grænlandsjökli og Oddur Sigurðsson sýndi myndir af
Mýrdalsjökli og umhverfi vegna væntanlegrar
sumarferðar félagsins um þær slóðir.
Á haustfundi í lok október sögðu Helgi Bjömsson
og Magnús Tumi Guðmundsson frá umbrotum norð-
an Grímsvatna og jökulhlaupum á Skeiðarársandi.
ÚTGÁFA JÖKULS
Fertugasti og fjórði árgangur Jökuls kom út á árinu,
88 bls. Áður hefur verið greint frá því hér, að í þeirri
von að koma megi skriði á útgáfu Jökuls, hafa
ritstjórar verið tilnefndir að einstökum þemaheftum
og munu þeir afhenda útgáfustjórum þau í umbrots-
hæfu handriti. Ritnefnd mun aðstoða ritstjóra við yfir-
lestur greina. Utgáfustjórar Jökuls eru Einar Gunn-
laugsson og Helgi Björnsson. Fagritstjórar Jökuls, er
varðar aðsent efni, eru Áslaug Geirsdóttir frá Jarð-
fræðafélaginu og að hálfu félagsins Bryndís Brands-
dóttir, Tómas Jóhannesson að hefti um jöklabreyt-
ingar, Bryndís Brandsdóttir að Kötluhefti og Helgi
Torfason að hefti um umbrotin í Vatnajökli og
Grímsvatnahlaupið haustið 1996.
JÖKULL, No. 47, 1999
113