Jökull


Jökull - 01.12.1999, Blaðsíða 115

Jökull - 01.12.1999, Blaðsíða 115
stað en 14 gegnu fram og voru allir skriðjöklar úr Oræfajökli meðal þeirra. Drangajökull hljóp fram í Leirufirði og Kaldalóni. Mælingavinna félaga er sem kunnugt er ólaunað sjálfboðastarf, en félagið greiðir styrk vegna eldsneytiskostnaðar. Gos norðan Grímsvatna og stórhlaup á Skeiðarársandi Gos hófst norðan Grímsvatna að kvöldi 30. september og bræðsluvatn frá gosstöðvunum safnaðist í Grímsvötn uns afar snöggt stórhlaup steyptist úr þeim niður á Skeiðarársand 4.-6. nóvember. Ymsir félagar unnu að rannsóknum á þessum atburðum bæði á Vatnajökli og Skeiðarársandi. Niðurstöður af starfi okkar félags á Grímsvatnasæðinu allt frá stofnun þess komu þá að miklum notum því án skilnings á aðstæð- um á jöklinum hefðu menn ekki getað metið hvert vatn rynni, hvar það safnaðist fyrir og hve hættulegt hlaup væri í vændum. Það var vissulega í viðurkenningar- skyni fyrir starf félagsins á Vatnajökli sem stjómvöld ákváðu að halda áfram að styrkja það fjárhagslega til útgáfu Jökuls. Sérstakt hefti af Jökli mun væntanlega síðar birta niðurstöður rannsókna á þessum umbrotum. Ritstjóri þess verður Helgi Torfason. Fjölþjóðlegar rannsóknir á Vatnajökli 1996-1997 Sumarið 1996 hófust á Vatnajökli fjölþjóðlegar rannsóknir á tengslum afkomu jökulsins og veðurs. Að Islands hálfu er um að ræða framhald af samvinnu Raunvísindastofnunar og Landsvirkjunar á rannsókn- um á afkomu jökulsins og veðurathugunum á honum. Að þessum rannsóknum vinna auk okkar Hollendingar og Austurrrkismenn, en verkefnið er styrkt af fjórðu rammaáætlun Evrópusambandsins. Mikill áhugi er nú um allan heim á rannsóknum á tengslum veðurs- og jöklabreytinga vegna þess að aukin gróðurhúsaáhrif gætu á næstu áratugum valdið mikilli rýmun jökla víða um heim. Jöklarannsóknafélagið aðstoðaði erlendu þátttakenduma við flutninga á búnaði frá jaðri upp að bækistöðvum á Breiðamerkurjökli, allt að Esjufjöllum. Um var að ræða mikið verk undir stjóm Einars Gunn- laugssonar, varaformanns félagsins, og Þorsteins Jóns- sonar, formanns bflanefndar. Alls vom 6 bflar auk snjó- bfls félagsins við flutningana. Hef ég verið beðinn að flytja félaginu þakkir frá stjórnanda verkefnisins, prófessors Johannesar Oerlemans við háskólann í Utrecht í Hollandi. Könnun á afkomu og hreyfíngu á Vatnajökli Á árinu unnu félagar á Raunvísindastofnun og Lands- virkjun áfram að mælingum á afkomu og hreyfingu á Vatnajökli en í þetta sinn voru mælingamar mun viða- meiri en áður þar sem auk Köldukvíslarjökuls, Dyngju- jökuls og Brúarjökuls var mælt á Breiðamerkurjökli og Skeiðarárjökli. Afkoma var mæld með borunum og hreyfing með GPS-tækjum. Afkoma Hofsjökuls Félagar á Orkustofnun unnu að mælingum á afkomu Hofsjökuls með svipuðu sniði og nokkur undanfarin ár. FUNDIR Að loknum aðalfundarstörfum 27. febrúar sagði Einar Stefánsson frá ferð ásamt tveimur félögum á 8200 m háan tind Chooyu í Himalyafjöllum. Á vorfundi 23. aprfl. sagði Karl Grönvold frá íslenskum öskulögum í Grænlandsjökli og Oddur Sigurðsson sýndi myndir af Mýrdalsjökli og umhverfi vegna væntanlegrar sumarferðar félagsins um þær slóðir. Á haustfundi í lok október sögðu Helgi Bjömsson og Magnús Tumi Guðmundsson frá umbrotum norð- an Grímsvatna og jökulhlaupum á Skeiðarársandi. ÚTGÁFA JÖKULS Fertugasti og fjórði árgangur Jökuls kom út á árinu, 88 bls. Áður hefur verið greint frá því hér, að í þeirri von að koma megi skriði á útgáfu Jökuls, hafa ritstjórar verið tilnefndir að einstökum þemaheftum og munu þeir afhenda útgáfustjórum þau í umbrots- hæfu handriti. Ritnefnd mun aðstoða ritstjóra við yfir- lestur greina. Utgáfustjórar Jökuls eru Einar Gunn- laugsson og Helgi Björnsson. Fagritstjórar Jökuls, er varðar aðsent efni, eru Áslaug Geirsdóttir frá Jarð- fræðafélaginu og að hálfu félagsins Bryndís Brands- dóttir, Tómas Jóhannesson að hefti um jöklabreyt- ingar, Bryndís Brandsdóttir að Kötluhefti og Helgi Torfason að hefti um umbrotin í Vatnajökli og Grímsvatnahlaupið haustið 1996. JÖKULL, No. 47, 1999 113
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.