Jökull


Jökull - 01.12.1999, Blaðsíða 116

Jökull - 01.12.1999, Blaðsíða 116
FRÉTTABRÉF Oddur Sigurðsson, ritari félagsins, annaðist útgáfu Fréttabréfsins sem flutti ítarlegar frásagnir af starfi félagsins og atburðum í jöklum. Margir hafa nefnt það við mig að fréttabréf félagsins sé mjög fróðlegt og skemmtilegt. SKÁLAMÁL OG HÚSNÆÐI í REYKJAVÍK Skálarnir félagsins í Jökulheimum, Grímsfjalli, Kverk- fjöllum, Goðahnúkum, Esjufjöllum og Kirkjubóli eru í mjög góðu lagi. Þessir skálar voru á sínum tíma reistir til þess að auðvelda ferðalög og rannsóknir á jöklum. Þannig hafa skálar á Grímsfjalli og í Jökul- heimum reynst afar vel. Hins vegar hefur nýting annarra skála verið lítil. Húsnæðismál félagsins í Reykjavík eru nú í sama lagi og fyrr í húsi Ferðafélags Islands. Þar leigjum við fundarherbergi á efstu hæð og í geymslu í kjallara eru birgðir okkar af Jökli og ýmis gömul skjöl félagsins. Auk þess höfum við aðgang að 60 manna sal með eldhúsi í risi hússins. Alexander Ingimarsson er fulltrúi félagsins í húsnefnd og eru félagar sem hafa áhuga á að nýta sér húsnæði þar hvattir til þess að hafa samband við hann. JÖKLARANNSÓKNASTÖÐ Á KVÍSKERJUM Nú hefur náðst samkomulag um að reist skuli á Kví- skerjum náttúrufræðistöð í tengslum við Háskóla íslands. Þar sem jöklarannsóknir gætu orðið mikil- vægur þáttur í starfi slíkrar stöðvar óskaði háskóla- rektor, Sveinbjörn Björnsson, eftir samstarfi við Jöklarannsóknafélagið um uppbyggingu stöðvarinnar og aðalstjórn félagsins samþykkti á fundi með honum að beita sér fyrir því innan félagsins, í stað þess að byggja upp að Breiðá. Við sjáum fyrir okkur að á Kví- skerjum geti risið þriðja meginstöð okkar félags, auk Jökulheima og Grímsfjalls. Þegar hefur verið sam- þykkt skipulag lóðar þar sem félaginu hefur verið afmarkaður staður fyrir byggingar. Fjárhagur félags- ins leyfir okkur hins vegar ekki að ráðast í nýbygging- ar en félagar gætu lagt til vinnu og í stjóm félagsins höfum við rætt um að nýta mætti þá skála, sem þegar hafa verið byggðir en nær ekkert em notaðir af okkar félagi, og flytja þá til Kvískerja. Þar myndu þeir þegar nýtast vel til jöklarannsókna. Ég tel afar brýnt að Jöklarannsóknafélagið þekki nú sinn vitjunartíma, taki vel málaleitan Háskólans, hasli sér völl á Kví- skerjum og vinni með skólanum að því að koma þar upp bækistöð sem yrði miðstöð rannsókna í glímunni við þá hlið Vatnajökuls, sem hann snýr í suður; barátt- unni við skaftfellsku jökulfljótin, jökulhlaupin, jökul- sandana, þá félagana Skeiðarárjökul og Breiðamerk- urjökul, áhrif þeirra á samgöngur hvort sem er við Jökulsárlón, Skeiðará eða Sandgígjukvísl. Samvinna um það við Háskóla íslands yrði þessu félagi til ævar- andi sóma. BÍLAMÁL OG FARARTÆKI A árinu 1996 nýttist snjóbíll félagsins, Canadair Flextrac CF 20 árgerð 1975, allvel þótt nokkrar bilanir hafi orðið og erfitt væri að finna varahluti enda bíllinn kominn yfir tvítugt. Stöðugar umræður fóm fram á árinu um hvernig unnt væri að bæta bílakost félagsins og snemma á árinu 1997 var ráðist í að kaupa jöklajeppa, Dodge Ram af árgerð 1990 og vinnur nú bflanefndin að því að gera hann jökulkláran fyrir vorferðina, einkum til fólksflutninga þótt einnig sé búist við að hann geti dregið allhlaðnar kerrur. SUMARFERÐ í framhaldi af fræðslufundum um Kötlu og Mýrdals- jökul efndi félagið til skoðunarferðar umhverfis jökulinn helgina 6.-7. júlí í fullskipaðri rútu. Farar- stjóri var Oddur Sigurðsson. Valur Jóhannesson lýsti breytingum á sporði Sólheimajökuls sem gengið hefur fram síðastliðinn aldarfjórðung. I heiðinni ofan við Sólheimakot sýndi Haukur Jóhannesson ummerki eftir stórgos í Mýrdalsjökli fyrir 12.000 árum, en það er talið eitt mesta gos, sem orðið hefur við Norður Atlantshaf síðastliðin 100.000 ár. Haukur Tómasson sagði frá Kötluhlaupinu 1918 og sýndi ummerki þess m. a. við Hafursey, Selfjall, Hjörleifshöfða og í Alfta- veri. Gist var í skála í Hólaskjóli og tjöldum í Lamba- 114 JÖKULL, No. 47, 1999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.