Jökull - 01.12.1999, Blaðsíða 119
Jarðfræðafélag íslands
Skýrsla formanns fyrir starfsárið 1996-1997.
INNGANGUR
A liðnu starfsári voru haldnir átta stjórnarfundir og
gefin út sjö fréttabréf. Þau nýmæli voru tekin upp á
árinu að senda fréttabréfið út með tölvupósti til þeirra
sem hafa netfang. Þetta sparar bæði vinnu og peninga.
I tveimur tilvikum voru þó fréttabréfin send til allra
með landpóstinum, en það var gert til að koma til skila
pistli Sigurðar Steinþórssonar um Hryggjarstykkis-
bókina, sem fannst óvænt á Hótel Sögu og vegna aug-
lýsingar um aðalfund og dreifibréfs um næsta norræna
vetrarmót.
Félagið gekkst fyrir tveimur heilsdagsráðstefnum.
Sú fyrri bar yfirskriftina Gosið í Vatnajökli 1996
en hin síðari var árleg Vorráðstefna félagsins, án
nokkurs ákveðins þema. Ágrip fyrirlestra og vegg-
spjalda voru gefin út í sérstökum heftum. Sex
fræðslufundir voru haldnir að jólafundinum með-
töldum. Allir fræðslufundir voru kynntir í fréttabréf-
inu, en auk þess voru sendar út auglýsingar á stofn-
anir þar sem jarðvísindamenn vinna nokkrum dögum
fyrir hvern fund. Ágripahefti síðustu ráðstefnu var
einnig dreift á fréttastofur fjölmiðla og voru jarð-
fræðifréttir áberandi í fréttatímum ríkisfjölmiðlana
fyrir og eftir ráðstefnuna. Ágúst Guðmundsson, fyrr-
verandi formaður JFÍ, sótti Fourth International Con-
vocation of Geophysical Societies fyrir hönd félags-
ins, sem haldinn var í Strassbourg 22. mars 1997.
Þetta er þáttur í því að efla tengsl JFI við önnur fé-
lög jarðvísindamanna.
Heimasíða hefur verið í smíðum hjá félaginu og
það er einn stjórnarmanna, Georg Douglas, sem al-
farið hefur séð um gerð hennar. Hann kynnti hug-
myndir sínar á Vorráðstefnu JFÍ og vonast er til að
unnt verði að opna síðuna mjög fljótlega.
RÁÐSTEFNA UM GOSIÐ í VATNAJÖKLI1996
Febrúarráðstefnan var helguð eldgosinu í Vatnajökli
1996 og hlaupinu í kjölfar þess. Ráðstefnan var haldin
laugardaginn 22. febrúar í Borgartúni 6. Upphaflega
var gert ráð fyrir hálfsdagsráðstefnu, en vegna mikillar
þátttöku félagsmanna varð um fullan dag að ræða með
14 erindum og 14 veggspjöldum. Dagskráin spann-
aði mörg svið jarðvísindanna; jarðskjálftafræði, eld-
fjallafræði, bergfræði, jöklafræði, vatnsbúskap jökla
og vatnamælingar, jarðefnafræði, landmótun og vega-
samgöngur. Ráðstefnuna sóttu um 130 manns.
VORRÁÐSTEFNA 1997
Árleg vorráðstefna Jarðfræðafélagsins var haldin 22.
apríl í Borgartúni 6. Ráðstefnan var með svipuðu sniði
og undanfarin ár, ekki neitt ákveðið þema heldur er-
indi og veggspjöld um viðfangsefni á sviði jarðfræða.
Á ráðstefnunni voru flutt 16 erindi og 7 veggspjöld
kynnt. Efni ráðstefnunnar hlaut óvenju mikla um-
fjöllun í fjölmiðlum - fjórar fréttir í Ríkissjónvarpi,
fjórar fréttir í Ríkisútvarpi og tvær blaðafréttir. Ráð-
stefnuna sóttu um 70 manns.
FRÆÐSLUFUNDIR
Haldnir voru fimm fræðslufundir á liðnu starfsári og
einn umræðufundur. Fundirnir voru misvel sóttir, en
á þá mættu allt frá 25 og upp í 130 manns. Fundirnir
voru haldnir í stofu 101 í Odda, nema umræðufundur-
inn, sem haldinn var í Tæknigarði.
Umræðufundur um hafsbotnsrannsóknir var hald-
inn 20. júní 1996. Haraldur Sigurðsson prófessor við
háskólann í Rhode Island, USA, var gestur fundar-
ins. Markmið fundarins var að hefja umræðu um það
hvernig við best getum staðið að landgrunnsrann-
JÖKULL, No. 47 117