Jökull


Jökull - 01.12.1999, Blaðsíða 119

Jökull - 01.12.1999, Blaðsíða 119
Jarðfræðafélag íslands Skýrsla formanns fyrir starfsárið 1996-1997. INNGANGUR A liðnu starfsári voru haldnir átta stjórnarfundir og gefin út sjö fréttabréf. Þau nýmæli voru tekin upp á árinu að senda fréttabréfið út með tölvupósti til þeirra sem hafa netfang. Þetta sparar bæði vinnu og peninga. I tveimur tilvikum voru þó fréttabréfin send til allra með landpóstinum, en það var gert til að koma til skila pistli Sigurðar Steinþórssonar um Hryggjarstykkis- bókina, sem fannst óvænt á Hótel Sögu og vegna aug- lýsingar um aðalfund og dreifibréfs um næsta norræna vetrarmót. Félagið gekkst fyrir tveimur heilsdagsráðstefnum. Sú fyrri bar yfirskriftina Gosið í Vatnajökli 1996 en hin síðari var árleg Vorráðstefna félagsins, án nokkurs ákveðins þema. Ágrip fyrirlestra og vegg- spjalda voru gefin út í sérstökum heftum. Sex fræðslufundir voru haldnir að jólafundinum með- töldum. Allir fræðslufundir voru kynntir í fréttabréf- inu, en auk þess voru sendar út auglýsingar á stofn- anir þar sem jarðvísindamenn vinna nokkrum dögum fyrir hvern fund. Ágripahefti síðustu ráðstefnu var einnig dreift á fréttastofur fjölmiðla og voru jarð- fræðifréttir áberandi í fréttatímum ríkisfjölmiðlana fyrir og eftir ráðstefnuna. Ágúst Guðmundsson, fyrr- verandi formaður JFÍ, sótti Fourth International Con- vocation of Geophysical Societies fyrir hönd félags- ins, sem haldinn var í Strassbourg 22. mars 1997. Þetta er þáttur í því að efla tengsl JFI við önnur fé- lög jarðvísindamanna. Heimasíða hefur verið í smíðum hjá félaginu og það er einn stjórnarmanna, Georg Douglas, sem al- farið hefur séð um gerð hennar. Hann kynnti hug- myndir sínar á Vorráðstefnu JFÍ og vonast er til að unnt verði að opna síðuna mjög fljótlega. RÁÐSTEFNA UM GOSIÐ í VATNAJÖKLI1996 Febrúarráðstefnan var helguð eldgosinu í Vatnajökli 1996 og hlaupinu í kjölfar þess. Ráðstefnan var haldin laugardaginn 22. febrúar í Borgartúni 6. Upphaflega var gert ráð fyrir hálfsdagsráðstefnu, en vegna mikillar þátttöku félagsmanna varð um fullan dag að ræða með 14 erindum og 14 veggspjöldum. Dagskráin spann- aði mörg svið jarðvísindanna; jarðskjálftafræði, eld- fjallafræði, bergfræði, jöklafræði, vatnsbúskap jökla og vatnamælingar, jarðefnafræði, landmótun og vega- samgöngur. Ráðstefnuna sóttu um 130 manns. VORRÁÐSTEFNA 1997 Árleg vorráðstefna Jarðfræðafélagsins var haldin 22. apríl í Borgartúni 6. Ráðstefnan var með svipuðu sniði og undanfarin ár, ekki neitt ákveðið þema heldur er- indi og veggspjöld um viðfangsefni á sviði jarðfræða. Á ráðstefnunni voru flutt 16 erindi og 7 veggspjöld kynnt. Efni ráðstefnunnar hlaut óvenju mikla um- fjöllun í fjölmiðlum - fjórar fréttir í Ríkissjónvarpi, fjórar fréttir í Ríkisútvarpi og tvær blaðafréttir. Ráð- stefnuna sóttu um 70 manns. FRÆÐSLUFUNDIR Haldnir voru fimm fræðslufundir á liðnu starfsári og einn umræðufundur. Fundirnir voru misvel sóttir, en á þá mættu allt frá 25 og upp í 130 manns. Fundirnir voru haldnir í stofu 101 í Odda, nema umræðufundur- inn, sem haldinn var í Tæknigarði. Umræðufundur um hafsbotnsrannsóknir var hald- inn 20. júní 1996. Haraldur Sigurðsson prófessor við háskólann í Rhode Island, USA, var gestur fundar- ins. Markmið fundarins var að hefja umræðu um það hvernig við best getum staðið að landgrunnsrann- JÖKULL, No. 47 117
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.