Jökull


Jökull - 01.12.1999, Blaðsíða 117

Jökull - 01.12.1999, Blaðsíða 117
skarðshólum á Skaftártunguafrétti. Öldufellsleið var ekin að Fjallabaki, áð við Hólmsá, haldið yfir Mæli- fellssand, niður Emstrur og gengið fram á gljúfur- barma Markarfljóts sem síðast bar fram stórhlaup frá Mýrdalsjökli fyrir 1600 árum. Ferðin tókst mjög vel og telur stjórin að áfram ætti að tengja fræðslufundi að vetri við skoðunarferðir að sumri. Haustferðin í Jökulheima féll niður vegna lítillar þátttöku. ÁRSHÁTÍÐ Arshátíð var haldin laugardag 16. nóvember og tókst hún mjög vel. Að þessu sinni sáu Björg Harðardóttir, Freyr Jónsson og Sverrir Hilmarsson um þessa hátíð og stjórnin þakkar þeim mjög vel unnin störf. FYRIRHUGAÐAR RANNSÓKNIR Það hefur verið venja mín í lok þessarar skýrslu að drepa á rannsóknaverkefni sem framundan eru. Vegna umbrotanna í Vatnajökli s. 1. haust er ljóst að kanna þarf bæði Grímsvötn og gosstöðvar. Kanna þarf stærð Grímsvatna á ný með íssjármælingum af þykkt og hæð á íshellu og næsta nágrennis. Auk þess þarf að mæla botnhæð Vatnanna með hljóðbylgjum. Stefnt er að því að koma upp samfelldri skráningu á vatnshæð Gríms- vatna með GPS-tækjum og senda niðurstöður til byggða. Einnig þarf að mæla hæð ísstíflunnar á ný og legu rennu sem myndaðist yfir henni í nýafstöðnu hlaupi. Æskilegt væri að kanna síðar hvort hlaupið hafi rofið gjúfur í botn undir stíflunni. Þá er stefnt að mælingum á hita og efnasamsetningu vatns í Grímsvötnum og í holum sem boraðar yrðu gegnum íshellu Grímsvatna. A það reyndar einnig við um Skaftárkatla. Einnig er rætt um að setja þrýstiskynjara niður á botn Vatnanna um slíka borholu og mæla með þeim hætti vatnshæð þeirra. Mælistöðina á Grímsfjalli þarf að auka, setja upp staðlaðar veðurathuganir (á hitastigi, e.t.v. vindhraða, sem þó gæti reynst afar erfitt), endurbæta skjálftamæla og fjarskipti við byggð (senda og síma). Kanna þarf eldstöðvarnar norðan Grímsvatna, stærð og lögun sigdældar og gjár, innstreymi íss með GPS-mælingum á færslu stika, hitastig og efnasamsetningu vatns og gosefna og vinna þyngdarmælingar. Bora þarf eftir sýnum og mæla þykkt öskulagsins sem féll á jökulinn. Loks verður fylgst með smáskjálftavirkni í gosstöðvum Bárðarbungu, Lokahrygg og Grímsvötn- um og á ýmsan hátt kannaðar rætur eldstöðvanna undir vestanverðum Vatnajökli. í ferðum félagsins verður vonandi framhald á mælingum á afkomu á Grímsvatnasvæðinu, Háu- bungu og Öræfajökli. Einnig kæmi til greina að félag- ar ynnu að mælingum á afkomu Breiðamerkurjökuls, Skeiðarárjökuls og Mýrdalsjökuls. Framundan eru einnig auknar mælingar á hæðarbreytingum með GPS-tækjum til þess að kanna rúmmálsbreytingar jökla og könnun á afkomu frá fyrri tíð með því að mæla dýpi niður á þekkt öskulög í jöklum. Rann- sóknir á öskulögum í Vatnajökli, undir forystu Guð- rúnar Larsen, hafa aukið við vitneskju um sögugosa í Vatnajökli og um aldur íss í jöklinum. Framundan er einnig innan fárra ára djúpborun í jökulinn til þess að kanna innri gerð hans og greina öskulög, sem myndi auka þekkingu á sögu eldgosa í jöklinum og næsta nágrenni hans. Loks skal nefnt að í vor mun land kannað undir Langjökli með íssjármælingum í samvinnu Raunvís- indastofnunar, Landsvirkjunar og Hitaveitu Reykja- víkur. Verkefnið er liður í könnun á vatnasvæði Þingvallavatns. MINNIN G ARORÐ Á árinu 1996 lést Eggert V. Briem, heiðursfélagi í Jöklarannsóknafélagi Islands, á 101. aldursári. Eggert, sem margt fékkst við um dagana, fékk áhuga á jöklarannsóknum nærri áttræður og stundaði síðan jöklaferðir fram yfir nírætt. Hann átti drjúgan þátt í að efla jöklarannsóknir hér á landi, kostaði fjölmörg verkefni svo sem frumsmíði íssjár og gufuborsins sem notaður er til djúpborunar í jökla, greiddi kostnað við borun eftir gufu og uppsetningu rafstöðvar á Gríms- fjalli sem knúin var af jarðvarma. Hann var grúskari, lagði á ráðin, sáði og skapaði grundvöll svo að mikill árangur varð af stuðningi hans við jöklarannsóknir. Fyrir það þökkum við honum. JÖKULL, No. 47, 1999 115
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.