Jökull - 01.12.1999, Blaðsíða 118
LOKAORÐ
Áhugamannafélög eru ekki stofnanir sem lifa eigin
lífi eins og stofnanir hins opinbera. Starfsemi og
framtíð áhugamannafélaga ræðst alfarið af því fólki
sem í þeim starfar og þau eldast misvel. Hinar innri
stoðir félaganna verða að vera styrkar eigi félögin að
dafna eftir að frumkvöðlarnir hafa horfið á braut. Oft
er það þannig að tiltölulega fáir einstaklingar bera
hitann og þungann af starfi áhugamannafélaga. Jökla-
rannsóknafélagið býr svo vel að eiga marga virka
félagsmenn sem koma víða að. Misjafnt er hversu
sýnilegt starf þeirra fyrir félagið er. Sumir félagsmenn
reisa vinnu sinni minnismerki með byggingu skála
fyrir félagið. Aðrir viðhalda lífæðum félagsins á
annan hátt svo sem með ferðum á jökla. Enn aðrir
bera hitann og þungann af daglegu starfi félagsins hér
í Reykjavík, ritstjórn, útgáfu og dreifingu Jökuls,
fréttabréfi, fræðslustarfi og innra skipulagi félagsins.
tít á við ber mismikið á þessum þáttum í starfi félaga.
í húsum prýða myndir veggina og vel sé það, en þess
skyldu menn minnast að hús eru borin uppi af súlum
sem ekki sjást.
Einar Gunnlaugsson hefur óskað eftir því að
hverfa úr stjórn félagsins eftir 14 ára stjórnarstarf.
Einar hefur unnið geysilega mikið starf fyrir þetta
félag, haldið utan um spjaldskrá þess, séð um dreif-
ingu Jökuls, unnið að því að styrkja innra skipulag og
starf félagsins. Hann hefur unnið þessi störf af mikilli
elju og samviskusemi, hávaðalaust og af hógværð og
ég mun sakna slíks samstarfsmanns. Sem betur fer
hefur hann tjáð mér að hann muni enn um sinn halda
áfram störfum við útgáfustjórn Jökuls.
Helgi Björnsson
116
Brúin á Sæluhúsakvísl á Skeiðarársandi skömmu eftir hádegi hlaupdaginn 5. nóvember 1996.
The brige over Sæluhúsakvísl on Skeiðarársandur during the jökulhlaup of 5. November 1996.
Ljósmynd / Photo Helgi Björnsson
JÖKULL, No. 47, 1999