Jökull - 01.12.1999, Blaðsíða 110
Vorferð JORFI 6.-21. júní 1997
Magnús Tumi Guðmundsson
Raunvísindastofiiun Háskólans, Hofsvallagötu 53, 107 Reykjavík
Vorferðin nú var ein sú viðamesta og lengsta sem
Jöklarannsóknafélagið hefur staðið fyrir. Ferðin var
tvískipt og stóð hvor hluti yíir í viku. Nokkrir þátttak-
enda voru allan tímann en flestir voru aðra hvora vik-
una. Ástæða þess að ferðin nú var svo löng og viða-
mikil voru verkefni sem vinna þurfi í Grímsvötnum
og í Gjálp, gosstöðvunum norðan þeirra. Orðið hafa
miklar breytingar á yfirborði jökulsins og legu vatna-
sviða. Þá hefur hlaðist upp nýtt fjall á botninum
auk þess sem kanna þurfti hvort breytingar hefðu
orðið á botni Grímsvatna vegna ösku sem barst með
bræðsluvatni frá gosstöðvunum. Því var þörf á um-
fangsmiklum mælingum svo hægt verði að meta áhrif
gossins á vatnsrennsli undir jöklinum, hugsanlegar
rennslisleiðir jökulhlaupa og rúmtak Grímsvatna.
Fyrri hópurinn lagði af stað föstudagskvöldið 6.
júní frá Raunvísindastofnun Háskólans. Þegar búið
var að hlaða bfla var lagt af stað áleiðis í Freysnes í Ör-
æfum. Ekki var veðurútlit gott, norðaustan hvassviðri
og kuldi. Fór líka svo að hópnum var ráðið frá því
að fara yfir Skeiðarársand um kvöldið vegna sand-
foks og því gist í Syðri Vík við Kirkjubæjarklaustur.
Daginn eftir var ekið í Freysnes. Veður austan Öræfa-
jökuls var hið versta og alls ekki ferðaveður á jökl-
inum. Því var ákveðið að halda kyrru fyrir í Freys-
nesi og fara á jökul daginn eftir en þá var veðurspá
betri. Gekk þetta eftir og kom hópurinn á Grímsfjall
síðla kvölds sunnudaginn 8. júní. Farartæki voru snjó-
bfll Landsvirkjunar, jeppar og vélsleðar. Á mánudeg-
inum var svæðið kannað og hafist handa við mælingar.
Viðamesta verkið fyrri vikuna var endurkastsmæling
á Grímsvötnum og unnu lengst af sex til átta manns
við það verk. Seinni hópurinn lagði af stað föstudags-
kvöldið 13. júní og var sú ferð samkvæmt áætlun og
tíðindalítil enda birtist hópurinn á fjallinu síðdegis á
laugardeginum. Viðamesta verkið seinni vikuna var
borun holu gegnum íshellu Grímsvatna.
Afkomumœling með kjarnabor í Grímsvötnum. Dodge
bíll JÖRFI reyndist vel í þessari fyrstu ferð sinni á
Vatnajökul.
Þátttakendur fyrri vikuna voru 24 en 30 þá seinni.
Að auki dvöldu með okkur í þrjá daga fimm manna
hópur á vegum Saga film en fyrirtækið vinnur nú
að gerð heimildarmyndar um gosið og hlaupið. Tíu
manna hópur var á jöklinum báðar vikurnar. Farar-
stjóri var Magnús Tumi Guðmundsson.
RANNSÓKNIR
Helstu verkefni leiðangursins voru sem hér segir:
1. Issjármælingar
Mælingar voru gerðar á þykkt íshellu Grímsvatna til
að meta breytingar vegna bráðnunar við botn hennar
samfara gosinu. Þá var mælt landslag í rennunni yfir
ísstífluna austan Grímsvatna. Eftir athugun tókst að
finna færa leið með íssjánna niður í sigketilinn í
norðurhluta gosstöðvanna. Tókst að fá grófa mynd af
lögun og stærð nýja fjallsins undir jöklinum.
2. Endurkastsmœlingar
Til að kanna hugsanlegar breytingar sem orðið hafa
108 JÖKULL, No. 47