Jökull - 01.12.1999, Blaðsíða 103
Jöklabreytingar 1930-1960, 1960-1990 og 1995-1996
Oddur Sigurðsson
Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík
YFIRLIT — Sumarið 1996 var í hlýrra lagi um allt land en úrkoma undir meðallagi víðast á jöklum.
Jöklamælingamenn vitjuðu 43 staða við jökulsporða haustið 1996. Unnt reyndist að mæla á 42 stöðum og
hafði jaðarinn hopað á 22 þessara staða, gengið fram á 14, en staðið í stað á 6 þeirra. Afþeim jöklum,
sem breytast fyrst ogfremst eftir veðursveiflum og hlaupa ekkifram, hopuðu 6 en 8 skriðu fram. A Virkis-
jökli varð að ganga frá án þess að mœlt yrði vegna þess að aur huldi jökulsporðinn. Mikill gangur er
enn í Drangajökli einkum ofan í Leirufjörð. Þarfœrðist sporðurinn fram um 750 m og er ekki þrotinn enn.
I Kaldalóni hrundi jökullinn ofan í sitt mikilfenglega gil og huldi þar hœsta foss á Vestfjörðum. Einnig er
horfin í jökulinn fjallsbrík sem Skjaldfannarmenn nefndu Úfinn en á mœlistaðnum gekk jökulsporðurinn
ekki nema 38 mfram.
AFKOMUMÆLINGAR
Tölur um afkomu nokkurra jökla samkvæmt mæling-
um Orkustofnunar og Raunvísindastofnunar Háskóla
Islands eru í töflu 1 (Helgi Björnsson og fl., 1993,
1995a og 1995b og Oddur Sigurðsson, 1989, 1991
og 1993). Til samanburðar eru einnig sýndar samsvar-
andi tölur fyrri ára.
ATHUGASEMDIR OG VIÐAUKAR
Drangajökull
I Kaldalóni - I bréfi frá Indriða á Skjaldfönn segir
m.a.: „Eg mældi jökulinn fyrst 5. september og hafði
þá ekki komið inneftir frá því í fyrrahaust. Þó ekki
sé mikið framskrið á mælilínu og það aðeins vegna
hliðaráreitni að norðan, er aðra sögu að segja að-
eins norðar. Ufurinn er gjörsamlega horfinn undir
framskríðandi ís og Kverkin full af honum líka, svo
nemur tugþúsundum teningsmetra frá því í fyrrahaust.
Þessi framskriðstunga virðist eiga upptök alveg uppi í
jökulbungu í 925 m hæð og í sjónauka sá ég þennan
dag í mjög góðu skyggni af Votubjörgum langar og
eflaust djúpar sprungur sem liggja vestur-austur ofan
við hina eiginlegu sprungnu og mjög óhreinu og
framskríðandi ístungu.
Tungan gengur einnig út á Jökulholtin innst að
norðanverðu ofan brúnar og því er kominn jökul-
litur á Innri-Einangursá sem mun samkvæmt Jens í
Kaldalóni ekki vera þekkt í tíð elstu manna.
Foss sá sem ég sagði þér frá á sínum tíma líklega
80-100 m hár er nú kominn undir skriðjökul og sést
varla aftur á næstunni.
Ekki voru miklir brestir er ég var þarna við sporð-
inn, en þegar ég var á leiðinni heim og kominn um
3 km heim á Vótubjargabrún kom gríðarlegur brestur
sem klettarnir beggja vegna Lónbotnsins köstuðu á
milli sín í meira en hálfa mínútu uns hann dó loks út.
Sú hugsun hefur verið mér fjarlæg að Drangajök-
ull færði út kvíarnar með þessum afgerandi hætti á
minni ævi. En þegar búið var að melta þessa stað-
reynd nokkuð fór ég aftur þann 27. september til að
færa merki, því fari svo fram sem horfir, bólgnar jök-
ullinn út úr kverkinni von bráðar og yfir mælilínuna
og niður á láglendið þaðan sem hann hörfaði fyrir um
20-25 árum.
Svo vikið sé að árferði og náttúrufari var veturinn
hér enginn nema Flateyraráhlaupið og þann snjó var
nánast að taka upp jafnt og þétt til vors. Nokkuð var
kalt í maí en síðan gott og september var með ein-
dæmum hlýr og ríkjandi s-v. átt með 16-18 stiga hita
flesta daga og um 12 stiga næturhita. Urkoma hóf-
leg. Fannirnar frá því veturinn 1994-1995 hurfu því
að mestu, Skjaldfönn heldur þó velli 5-6 m þykk nú
um miðjan október. I snjósælum hvolfum og nálægt
JÖKULL, No. 47 101