Jökull


Jökull - 01.12.1999, Síða 103

Jökull - 01.12.1999, Síða 103
Jöklabreytingar 1930-1960, 1960-1990 og 1995-1996 Oddur Sigurðsson Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík YFIRLIT — Sumarið 1996 var í hlýrra lagi um allt land en úrkoma undir meðallagi víðast á jöklum. Jöklamælingamenn vitjuðu 43 staða við jökulsporða haustið 1996. Unnt reyndist að mæla á 42 stöðum og hafði jaðarinn hopað á 22 þessara staða, gengið fram á 14, en staðið í stað á 6 þeirra. Afþeim jöklum, sem breytast fyrst ogfremst eftir veðursveiflum og hlaupa ekkifram, hopuðu 6 en 8 skriðu fram. A Virkis- jökli varð að ganga frá án þess að mœlt yrði vegna þess að aur huldi jökulsporðinn. Mikill gangur er enn í Drangajökli einkum ofan í Leirufjörð. Þarfœrðist sporðurinn fram um 750 m og er ekki þrotinn enn. I Kaldalóni hrundi jökullinn ofan í sitt mikilfenglega gil og huldi þar hœsta foss á Vestfjörðum. Einnig er horfin í jökulinn fjallsbrík sem Skjaldfannarmenn nefndu Úfinn en á mœlistaðnum gekk jökulsporðurinn ekki nema 38 mfram. AFKOMUMÆLINGAR Tölur um afkomu nokkurra jökla samkvæmt mæling- um Orkustofnunar og Raunvísindastofnunar Háskóla Islands eru í töflu 1 (Helgi Björnsson og fl., 1993, 1995a og 1995b og Oddur Sigurðsson, 1989, 1991 og 1993). Til samanburðar eru einnig sýndar samsvar- andi tölur fyrri ára. ATHUGASEMDIR OG VIÐAUKAR Drangajökull I Kaldalóni - I bréfi frá Indriða á Skjaldfönn segir m.a.: „Eg mældi jökulinn fyrst 5. september og hafði þá ekki komið inneftir frá því í fyrrahaust. Þó ekki sé mikið framskrið á mælilínu og það aðeins vegna hliðaráreitni að norðan, er aðra sögu að segja að- eins norðar. Ufurinn er gjörsamlega horfinn undir framskríðandi ís og Kverkin full af honum líka, svo nemur tugþúsundum teningsmetra frá því í fyrrahaust. Þessi framskriðstunga virðist eiga upptök alveg uppi í jökulbungu í 925 m hæð og í sjónauka sá ég þennan dag í mjög góðu skyggni af Votubjörgum langar og eflaust djúpar sprungur sem liggja vestur-austur ofan við hina eiginlegu sprungnu og mjög óhreinu og framskríðandi ístungu. Tungan gengur einnig út á Jökulholtin innst að norðanverðu ofan brúnar og því er kominn jökul- litur á Innri-Einangursá sem mun samkvæmt Jens í Kaldalóni ekki vera þekkt í tíð elstu manna. Foss sá sem ég sagði þér frá á sínum tíma líklega 80-100 m hár er nú kominn undir skriðjökul og sést varla aftur á næstunni. Ekki voru miklir brestir er ég var þarna við sporð- inn, en þegar ég var á leiðinni heim og kominn um 3 km heim á Vótubjargabrún kom gríðarlegur brestur sem klettarnir beggja vegna Lónbotnsins köstuðu á milli sín í meira en hálfa mínútu uns hann dó loks út. Sú hugsun hefur verið mér fjarlæg að Drangajök- ull færði út kvíarnar með þessum afgerandi hætti á minni ævi. En þegar búið var að melta þessa stað- reynd nokkuð fór ég aftur þann 27. september til að færa merki, því fari svo fram sem horfir, bólgnar jök- ullinn út úr kverkinni von bráðar og yfir mælilínuna og niður á láglendið þaðan sem hann hörfaði fyrir um 20-25 árum. Svo vikið sé að árferði og náttúrufari var veturinn hér enginn nema Flateyraráhlaupið og þann snjó var nánast að taka upp jafnt og þétt til vors. Nokkuð var kalt í maí en síðan gott og september var með ein- dæmum hlýr og ríkjandi s-v. átt með 16-18 stiga hita flesta daga og um 12 stiga næturhita. Urkoma hóf- leg. Fannirnar frá því veturinn 1994-1995 hurfu því að mestu, Skjaldfönn heldur þó velli 5-6 m þykk nú um miðjan október. I snjósælum hvolfum og nálægt JÖKULL, No. 47 101
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.