Jökull


Jökull - 01.06.2000, Síða 67

Jökull - 01.06.2000, Síða 67
Jöklabreytingar 1930-1960, 1960-1990 og 1996-1997 1. mynd. Séð úr lofti til suðurs yfir Reykjarfjarðarjökul til Hrollleifsborgar og Reyðarbungu í Drangajökli. - Aerial view toward south of Reykjarfjarðarjökull outlet glacier in Drangajökull ice cap. LjósmJPhoto Guð- mundur Ágústsson 4. október 1996. Á heimleið tóku þeir eftir að eystri jökuláin, sem nefnd hefur verið Brúná, var orðin nærri tær og ár- mótin við Reykjarfjarðarósinn voru orðin tvílit nokkra metra niður eftir. Ekki fannst honum vera minna vatn í Brúná en áður á þessum tíma. Norðurlandsjöklar Grímslandsjökull - Sigurður Bjarklind og Karl Ás- grímur Halldórsson komu nú að jökulsporðinum auð- um í fyrsta sinn síðan þeir hófu mælingar 1994 og gátu því mælt beint í jökulís. Það er góð viðmiðun fyrir mælingar næstu ára. Sporðar huldir snjó er löngu kunnur vandi þeirra sem mæla smájökla. Eðli sínu samkvæmt leggst snjór- inn mikið í kverkar við jökulröndina. Þegar jöklar eru litlir ná þeir skammt niður fyrir hjarnmörk þannig að einungis sést í jökulís þar í góðum árum. í Alpalönd- um láta menn það ekki á sig fá og mæla í snjórönd- ina sé hún orðin ársgömul. Svo má deila um hvort það gefur rétta mynd af afkomu jökulsins og hversu snöggt hann bregst við loftslagsbreytingum. Langjökull I Jökulkróki - hindraði snjór mælingu eins og áður segir. Theodór segir nýja jökulskerið um 1-2 km inn- an jaðars standa vel upp úr jökli sunnan mælilínu. Kirkjujökull - Gegnir félagar settu upp merki við sporð Kirkjujökuls. Hann gengur til austurs úr Lang- jökli milli Fjallkirkju og Sólkötlu. Sporðurinn nær niður í 700 m y.s., svipað og jökulsporðurinn í Jökul- króki inn af Þjófadölum og dregur ís hæst úr um 1400 m y.s. Hann spannar þannig 700 m hæðarbil. Kerlingarfjöll Loðmundarjökull eystri - Sömu menn og settu merki við Kirkjujökul tóku mælingar við Loðmundarjökul upp að nýju eftir 32 ára hlé. Svo vel vildi til að merki félagsins fundust þar sem Jón Eyþórsson hafði sett þau á sínum tíma. Jaðar jökulsins hafði aðeins hop- að um fáa metra á þessu tímabili. Bagalegt er að vita ekki hve mikið sporðurinn hefur færst fram og hopað á tímabilinu sem mælingar féllu niður. JÖKULL No. 48 65
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.