Jökull - 01.06.2000, Síða 68
Oddur Sigurðsson
Hofsjökull
Blágnípujökull - Þriðji viðkomustaður ofannefndra
félaga var Blágnípujökull í suðvestanverðum Hofs-
jökli. Jökullinn klofnar um Blágnípu og eru merkin
við sporðinn austan gnípunnar. Efstu drög jökulsins
eru í 1750 m y.s. undir suður barmi öskjunnar sem er
hulin ís í kolli jökulsins og sporðurinn endar í um 750
m y.s. og fellur því um 1000 m. Þar fundust merki
Jóns Eyþórssonar ekki en síðasta mæling Jóns á þess-
um stað var 1941.
Sátujökull - Braga Skúlasyni fannst erfitt að ákvarða
nákvæmlega hvar jökuljaðarinn lá inn af Eyfirðinga-
hólum vegna þess hve hann er aurborinn. Þar hop-
ar jökullinn ört um þessar mundir og er sléttur og
sprungulaus.
Síðan snemma á 9. áratugnum hefur legið skafl
yfir sporði Sátujökuls inn af Lambahrauni (vestara).
Mæling þar hefur því verið skráð í samræmi við það
að ekki hefur verið unnt að mæla í raunverulegan jök-
ulsporð. I því góðæri sem verið hefur að undanförnu
hefur skafl þessi rýrnað og leifar hans eru að mestu
orðnar að ís. Hér með segjum við því skaflinn sé hinn
raunverulegi jaðar jökulsins og hefur hann þá gengið
fram um 14 m síðan 1982.
Múlajökull - Leifur Jónsson telur jökulinn nær bílfær-
an svo sléttur er hann. Lítil bleyta var í Múlum þrátt
fyrir vætusamt sumar. Ishellirinn við Hjartafell er nán-
ast horfinn.
Mýrdalsjökull
Sólheimajökull - Einar Gunnlaugsson hefur nú tekið
við af Val Jóhannessyni sem búinn er að sinna þessu
verki af trúmennsku í þrjá áratugi. Að þessu sinni var
bætt við merkjum fyrir vestan Jökulsá.
Ekki var unnt að sjá jökuljaðarinn í mælilínu á
Jökulhaus og var því tekin önnur samsíða til bráða-
birgða.
Vatnajökull
Skeiðarárjökull - Hannes Jónsson telur að vestanverð-
ur jökullinn muni styttast verulega á næstu árum. Hluti
af hopinu sem mældist við miðjan jökulinn orsakað-
ist af því að nokkuð brotnaði af jöklinum í hlaupinu í
nóvember 1996.
Bragi Þórarinsson gat þess á mælingablaði að jök-
ullinn hafi lækkað verulega við mælilínur. Vatn, sem
runnið hafi í Sæluhússvatn síðan jökullinn gekk fram
1991, er nú farið að renna vestur með jaðrinum í
Gígjukvísl. Ekki er að vita hve langt er í að Skeiðará
fari sömu leið en jökullinn þarf ekki að hopa mikið til
að svo fari.
Ekki varð komist í austasta merkið við Skeiðarár-
jökul að þessu sinni því stóra hlaupið í fyrra haust tók
slóðina þangað.
Guðlaugi Gunnarssyni sýnist Skaftafellsjökull nú
vera farinn að minnka aftur eftir snarpan framgang,
en jöklarnir þar suður af bráðna í samræmi við hlýtt
sumar.
Helgi Björnsson frá Kvískerjum segir í bréfi: „Það
sýnist koma fram á útliti jöklanna hér, að í sumar hef-
ur leikið um þá óvenju hlý og stöðug hafátt. Breiða-
merkurjökull sýnist t.d. hafa lækkað til muna og hef-
ur „gönguleiðin“upp með Máfabyggðarönd ekki verið
svona slétt og lítið sprungin eftir að við bræður byrj-
uðum að fara þar um miðja öldina. Og þó að jaðarinn
á mælingastaðnum næst Breiðamerkurfjalli hafi lítið
breyst er annað að sjá jaðarinn sem snýr að Fjallinu.
Þar hafa í sumar myndast miklar geilar á tveimur stöð-
um og eftir þeim rennur Deildará á sléttum aurum, en
til hliðar eru þverhníptir íshamrar æði háir og tilkomu-
miklir. Á einum stað hefur myndast íshellir, um 50 m
langur og 20 m breiður, með sléttu þaki. Var mjög fal-
legur blámi þar inni, enda er jökullinn að mestu tær.
Svipuð útkoma sést á Fjallsjökli, einkum um-
hverfis Fjallsárlónið, því að það hefur stækkað en jök-
ulbrúnin lækkað þar um kring. Líkt er að sjá Hrútár-
og Kvíárjökul, en eins og kunnugt er, bera þeir meira
með sér af sandi og grjóti en hinir skriðjöklarnir. Það
verður svo að þykku lagi á sporðum þeirra, sem ver
þá fyrir bráðnun. Þetta sýnist mér koma vel í ljós í
tíðarfari eins og verið hefur í sumar.
Svo eru það árnar sem frá þeim renna. Rennsli
þeirra hefur verið mikið í sumar. Svo hafa þær Hrútá
og Kvíá báðar breytt um útfall og eðlilega flutt mikinn
framburð, bæði undan jökli og grafið úr gömlum far-
vegum. Kvíá hefur komið með töluvert af mjög ljós-
um líparítsteinum, sem varla hafa sést áður þar. Eins
er við Hrútá. Þar er áberandi gerð af grjóti sem ég hef
varla séð áður. Breiðá hefur líka verið iðin við grjót-
burð, sem hún skilar vestur í Breiðárlón.“
66 JÖKULL No. 48