Jökull - 01.06.2000, Page 72
Minningarorð
Eggert V. Briem
(18. ágúst 1895 - 14. maí 1996)
Eggert Vilhjálmur Briem, prestssonur úr Skagafirði,
átti langt og afar sérstakt lífshlaup. Ungur fór hann í
vélfræðinám til Þýskalands, en hélt síðan til Banda-
ríkjanna 1914 og starfaði þar m.a. í hinni þekktu
raftækjaverksmiðju Hjartar Þórðarsonar í Chicago.
Eftir það var hann á íslandi í nokkur ár við ýmis störf,
fyrst vörubílaakstur austur á fjörðum. Um 1920 birt-
ust eftir Eggert nokkrar tímaritsgreinar, s.s. í Sindra
um smáiðnað á íslandi, og í Búnaðarritinu varðandi
vélanotkun í landbúnaði. Þá hélt hann aftur til Banda-
ríkjanna, tók þar flugvirkjapróf og síðar atvinnuflug-
mannspróf 1930, fyrstur íslendinga. Um árabil vann
hann í verksmiðjum í Bandaríkjunum, og fékk þar
einkaleyfi á aðferðum m.a. varðandi saumavélar, sem
hann hafði síðan tekjur af. Jafnframt var Eggert mik-
ill áhugamaður um raunvísindi, ekki síst um afstæðis-
kenningu Einsteins sem hann taldi að vissu leyti ófull-
komna.
Vrkur þá sögunni að Þorbimi Sigurgeirssyni pró-
fessor. Þorbjörn hafði meðal annars stundað rann-
sóknir í kjarneðlisfræði við Kaupmannahafnarhá-
skóla, og kannað geimgeisla við Princeton-háskóla í
Bandaríkjunum. Eftir heimkomu til íslands 1947 sneri
hann sér í vaxandi mæli að jarðvísindum, og vöktu
niðurstöður hans þar athygli á alþjóðavettvangi. Þor-
björn kom á fót Eðlisfræðistofnun Háskólans í árs-
70 JÖKULL No. 48