Jökull


Jökull - 01.06.2000, Side 74

Jökull - 01.06.2000, Side 74
Við afhendingu fyrstu vélsleða Raunvísindastofnunar. Á myndinni eru, talið frá vinstri, Magnús Már Magnús- son, Helgi Björnsson, Sigurður Þórarinsson, Marteinn Sverrisson, Páll Theodórsson, gefandinn, Eggert V. Briem, Þorbjöm Sigurgeirsson og Leó Kristjánsson. Elsti og yngstu þátttakendurnir í Jónsmessu- ferð Raunvísindastofnunar, sumarið 1982. Eggert hafði mikinn áhuga á framfömm og yndi af fræðilegri íhugun. Hann hélt þrautseigju sinni og forvitni til hinstu stundar, var opinn fyrir nýjum hug- myndum en gagnrýninn og róttækur á þann hátt að hann vildi efast um viðteknar skoðanir. Hann var fá- orður í samræðum, oft glettinn og góðlátlega stríðinn, svaraði gjarnan með spurningum, brosi og glampa í auga. Hann var hæverskur en fastur fyrir þættist hann sannfærður. Hann var hafinn yfir kapphlaup um efnis- leg gæði og með taóskri nægjusemi, hugarró og vel- vilja bætti hann mannlíf hvar sem hann fór. Af ofantöldu má ljóst vera, að rannsóknastarfsemi á ýmsum mikilvægum sviðum raunvísinda á íslandi á Eggert V. Briem mikið að þakka. Eggert stofnaði sjóð af eigum sínum, sem ætlaður er til að styrkja rann- sóknir í jarð- og líffræðum. Þannig mun þessi lítilláti höfðingsmaður væntanlega enn um ókomin ár verða stoð og stytta öflunar nýrrar vísindaþekkingar á nátt- úru Islands. Leó Kristjánsson Helgi Björnsson Bryndís Brandsdóttir 72 JÖKULL No. 48

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.