Jökull


Jökull - 01.06.2000, Qupperneq 76

Jökull - 01.06.2000, Qupperneq 76
Helgi Bjömsson FJÁRVEITING A árinu fékk félagið 250 þ. kr. styrk til útgáfu Jök- uls frá umhverfisráðuneytinu og 200 þ. kr. frá mennta- málaráðuneytinu. RANNSÓKNIR Allt frá stofnun Jöklarannsóknafélagsins fyrir tæpum fimm áratugum hefur meginstarf þess að rannsóknum beinst að Grímsvatnasvæðinu í Vatnajökli, einu virk- asta eldsgosasvæði landsins, þótt síðustu fjórir ára- tugir hafi verið þar fremur rólegir og önnur svæði virkari. Undanfarna tvo til þrjá áratugi hefur ver- ið unnið að viðamikilli könnun á landslagi á yfir- borði og botni Vatnajökuls, eðli og orsökum jökul- hlaupa, jarðskjálfta- og eldvirkni. Raunvísindastofn- un Háskólans hefur haft forystu um þá vinnu en góð samvinna jafnan verið við Jöklarannsóknafélag ís- lands, Landsvirkjun og Vegagerðina. Gagnsemi þess- ara grunnrannsókna kom í ljós í umbrotunum í Vatna- jökli síðastliðið haust, en þá reyndi mjög á þekkingu og skilning á eldvirkni í jöklinum, rennslisleiðir vatns eftir jökulbotninum, uppsöfnun vatns í Grímsvötnum og eðli jökulhlaupa. Gosið í Vatnajökli haustið 1996 olli miklum breyt- ingum á staðháttum og landslagi á Grímsvatnasvæð- inu, bæði á yfirborði jökulsins og botni hans. Til þess að kanna áhrif þessara breytinga á atburðarás og af- leiðingar hugsanlegrar eldvirkni á komandi árum og til frekari skilnings á jarðskjálftum og eldgosum á þessu virkasta eldgosasvæði landsins, lagði jarðeðlis- fræðistofa Raunvísindastofnunar til við Menntamála- ráðherra, að sérstakt átaksverkefni yrði unnið á árun- um 1997-98. Gekkst Menntamálaráðherra fyrir því að sérstök fjárveiting var veitt til stofnunarinnar vegna verkefnisins. Mikilvægur þáttur í þessum rannsóknum var síðan unninn í árlegri rannsóknaferð Jöklarann- sóknafélagsins á Vatnajökul, sem stóð í tvær vikur, 6.- 21. júní 1997, og var ein viðamesta ferð sem félagið hefur staðið að. Þáttur Jöklarannsóknafélagsins skipti miklu máli við það umfangsmikla rannsóknastarf. Vesturhluti jökulsins var enn ófær eftir framhlaup og fór leiðangur upp frá Skálafellsjökli. Farartæki á jökli voru nokkrir jeppar, m. a. nýr jeppi félagsins, vélsleðar og Landsvirkjun lagði til snjóbíl og Hann- es H. Haraldsson, sem í rúma tvo áratugi hefur ekið meir en nokkur annar fyrr og síðar um jökla landsins, flutt tæki, fólk og skála félagsins. Vegagerðin veitti félaginu styrk til eldsneytiskaupa. Þátttakendur voru 24 fyrri vikuna, 30 hina seinni, en 10 manns voru á jöklinum allan leiðangurinn. Fararstjóri var Magnús Tumi Guðmundsson. Auk rannsókna vegna umbrot- anna haustið 1996 var unnið að hefðbundnum verk- efnum. Gögn um vetrarafkomu voru umfangsmeiri en venja er þar sem boraðir voru fjölmargir snjókjarn- ar við könnun á útbreiðslu gjósku frá gosinu haust- ið 1996. A miðri Grímsvatnahellunni reyndist vetr- arafkoma 2670 mm vatns, 2040 mm á Bárðarbungu og 1680 mm á Háubungu. Vatnshæð mældist 1369 m y. s. hinn 19. júní. Unnið var að viðhaldi tækja á Grímsfjalli en þar eru nú tveir jarðskjálftamælar, ann- ar frá Raunvísindastofnun og hinn frá Veðurstofu. I leiðangrinum var einnig vitjað um veðurstöðvar sem reknar eru af Raunvísindastofnun og Landsvirkjun til þess að kanna tengsl veðurþátta og leysingar. Vík ég þá að rannsóknum í fjórum liðum sem tengjast um- brotunum haustið 1996. I. Könnun breytinga á Grímsvötnum í kjölfar goss og hlaups með íssjár- og endurkastsmælingum. Mikilvægt er að kanna áhrif eldgossins og jökul- hlaupsins frá Grímsvötnum á Skeiðarárhlaup á næstu ámm svo að spá megi um komutíma þeirra og stærð. Annars vegar höfðu umbrotin áhrif á stærð Vatnanna því að heitt bræðsluvatn frá gosstöðvunum safnaðist í Grímsvötn og bræddi talsverðan ís umhverfis þau, en auk þess barst aska með bræðsluvatni frá gosstöðv- unum og settist á botn þeirra. Ennfremur laskaðist í hlaupinu stíflan sem heldur að þeim að austan; um 6 km löng, 1 km breið og 100 m djúp renna myndaðist í stífluna. Til þess að mæla rúmmálsbreytingar var þykkt ís- hellu mæld með íssjá en þar sem rafsegulbylgjur ís- sjárinnar sjá ekki gegnum vatn voru notaðar hljóð- bylgjumælingar til þess að kanna uppsöfnun ösku á botni Vatnanna. Niðurstöður benda til þess að óverulegar breytingar hafi orðið á þykkt íshellunnar nema í norðvesturhluta Grímsvatna þar sem heitt vatn rann inn í þau frá gosstöðvunum. Endurkastmælingar benda til þess að setbunki, 10-20 m þykkur hafi orðið til í vesturhluta Grímsvatna meðan á gosinu stóð. Set- 74 JÖKULL No. 48
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.