Jökull - 01.06.2000, Side 77
Skýrsla stjórnar JÖRFI1998
bunki þessi er ekki það mikill að hann hafi umtalsverð
áhrif á stærð Grímsvatna.
Þá var hæð ísstíflunnar landmæld, einkum yfir
vatnsrásinni, og ísskrið inn að rásinni mælt svo að
meta megi hver fljótt Grímsvötn ná fyrri getu til þess
að halda í sér bræðsluvatni. Mikilvægt er að fylgjast
með því við hvaða vatnshæð hlaup geta hafist við nú-
verandi aðstæður meðan ísstíflan er að gróa saman eft-
ir að hún laskaðist í hlaupinu 1996. Æskilegt væri að
kanna síðar hvort hlaupið hafi rofið gjúfur í botn undir
stíflunni.
í júní var boruð hola með heitu vatni gegnum ís-
hellu Grímsvatnavatna og komið fyrir nemum sem
mæla hitastig vatns en það ræður miklu um vöxt
rennslis í Grímsvatnahlaupum. Var það mannfrekt og
erfitt verk sem að miklu leyti var unnið af sjálfboða-
liðum Jöklarannsóknafélagsins.
II. Mælingar á vatnshæð og uppsetning tækjabún-
aðar til sjálfvirkrar skráningar á vatnshæð Gríms-
vatna.
Vatnshæð í Grímsvötnum mældist 1369 m y. s. hinn
19. júní og hafði þá risið um 7 m á sjö vikum og virtist
hækka um 1 cm á sólarhring meðan á leiðangri stóð.
Mikilvægt er að fylgjast stöðugt með vatnshæð
Grímsvatna þegar dregur að hlaupi og meðan á því
stendur er gagnlegt að vita hve mikið vatn er eftir í
Grímsvötnum. Þar sem mælingar á hæð Grímsvatna
eru erfiðar vegna veðurs er unnið að því að koma
upp sjálfvirkum mælingum og senda niðurstöður til
byggða. Eftir að borað hafði verið gegnum íshelluna
var komið fyrir nemum sem mæla þrýsting á botni
Vatnanna, sem er beinn mælikvarði á vatnshæð. Að
auki er gert ráð fyrir búnaði til nákvæmra hæðarmæl-
inga sem nýtir gervitungl til staðsetninga (DGPS). I
ágúst var aftur farið í Grímsvötn og unnið að frekari
undirbúningi að uppsetningu tækjabúnaðar til send-
ingar mæligagna frá Grímsvötnum sem eru í smíðum.
Umsjón með þessum tækjabúnaði hefur Finnur Páls-
son, verkfræðingur við Raunvísindastofnun.
III. Könnun á eldstöðvum, áhrifum gossins á jök-
ulinn og myndun móbergsfjalls inni í jökli.
Könnun á eldstöðvunum hefur staðið yfir frá því gosi
lauk. Fylgst hefur verið með stærð og lögun sigdældar
og gjár, innstreymi íss með DGPS-mælingum á færslu
stika, hitastigi og efnasamsetningu vatns og gosefna
og unnið að þyngdarmælingum til þess að kanna ræt-
ur eldstöðvanna.
íssbráðnun hefur verið metin með því að mæla
stærð og rúmtak sigdælda með radarhæðarmælum úr
flugvélum og GPS mælingum á jörðu niðri í maí, júní
og ágúst. I júní voru settar upp stikur til að mæla ísskr-
ið inn að gosstöðvunum og þær endurmældar í ágúst.
I júní voru gerðar íssjármælingar eins og fært þótti
vegna jökulsprungna. I maí fóru fram segulmæling-
ar úr þyrlu en þyngdarmælingar á gosstöðvunum og
umhverfis þær voru gerðar í maí og júní. Þá voru gos-
stöðvarnar kannaðar ájörðu niðri í júnímánuði.
Sigdældirnar umhverfis gosgjána hafa haldið
áfram að víkka og áhrifasvæði gossins í jöklinum þar
með að stækka. Dregið hefur úr bráðnun vegna kæl-
ingar gosefna og er bræðslan nú rúmu ári eftir gos tal-
in svipuð og af völdum jarðhita í Grímsvötnum. Ein-
hver aukinn jarðhiti í Grímsvötnum gæti hafa fylgt í
kjölfar gossins. Þá kom í ljós í sumar að mikil bráðnun
varð næst gosstöðvunum vegna ösku á yfirborði hans.
Orsök þessa er að askan gleypir mestan hluta sólgeisl-
unar en snjór endurkastar miklum hluta hennar. Vegna
þessarar miklu bráðnunar á yfirborði fylltist gosgjáin
af vatni þegar leið á sumarið.
í júní tókst að fara með íssjá niður í gosgjána og í
sigketilinn yfir nyrðri hluta gosstöðvanna. Frumniður-
stöður staðfesta að fjall hefur hlaðist upp undir jökl-
inum eftir endilangri gossprungunni. Nyrst, þar sem
ísþykkt var 750 m fyrir gosið, rís fjallið um 150 m
hærra en botninn fyrir gosið. Syðst á sprungunni hef-
ur hlaðist upp allt að 200 m hátt fjall. Um miðjuna, þar
sem gosið náði upp úr jöklinum, er nú fjall sem nær
upp í 1550 m hæð yfir sjó. Upphleðsla í gosinu á þess-
um stað er 300-350 m. Kollur hins nýja móbergsfjalls
gægðist upp úr ísnum niðri í gosgjánni. Við vettvangs-
könnun voru tekin sýni úr fjallinu og hitastig í gjósk-
unni sem myndar fjallið reyndist um 70°C á 60-80 cm
dýpi. Þar fer nú fram ummyndun gjóskunnar í mó-
berg. Syðri hluti gossprungunnar liggur ofan á hrygg
sem myndaðist í gosi 1938. Hefur hryggurinn hækkað
svo að hann rís nú um 500 m yfir botn en var hæst um
200 m yfir honum fyrir gosið. Haldi gosvirknin áfram
gæti myndast þarna sker í jöklinum.
JÖKULL No. 48 75