Jökull


Jökull - 01.06.2000, Side 83

Jökull - 01.06.2000, Side 83
/ Jarðfræðafélag Islands Skýrsla formanns fyrir starfsárið 1997-1998 INNGANGUR Á liðnu starfsári voru haldnir níu stjórnarfundir og gefin út sjö fréttabréf. Félagið gekkst fyrir þremur ráðstefnum. Sú fyrsta var hálfsdagsráðstefna um kvikuhólf, þá gekkst félag- ið ásamt Kirkjubæjarstofu fyrir ráðstefnu á Krikju- bæjarklaustri er bar yfirskriftina Eldgos í vestanverð- um Vatnajökli og afleiðingar þeirra og sú þriðja var ár- leg Vorráðstefna félagsins, án nokkurs ákveðins þema. Ágrip fyrirlestra og veggspjalda voru gefin út í sér- stökum heftum fyrir ráðstefnurnar sem haldnar voru hér í Reykjavík. Sjö fræðslufundir voru haldnir auk þriggja fyr- irlestra Steve Sparks á vegum Sigurðarsjóðs. Allir fræðslufundir voru kynntir í Fréttabréfinu, en auk þess voru sendar út auglýsingar á stofnanir sem jarðvís- indamenn vinna nokkrum dögum fyrir hvern fund. Jón Eiríksson var fulltrúi Jarðfræðafélagsins á formannafundi jarðfræðafélaganna á Norðurlöndum sem haldinn var í tengslum við Norræna Vetrarmót- ið í Árósum í janúar síðastliðnum. Það kemur í hlut okkar að halda mótið árið 2002 en í millitíðinni verð- ur vetrarmót haldið í Þrándheimi árið 2000. Um 400- 500 manns sóttu síðasta vetrarmót í Árósum og það er ljóst að það þarf að halda vel á spöðunum til þess að undirbúa ráðstefnu af þessari stærðargráðu. Helstu kvörtunarefni ráðstefnugesta á síðasta vetrarmóti sem hér var haldið árið 1992 var að hún væri dýr. Kostnaði verður að halda í lágmarki, t.d. með því að sækja um styrk(i) til ráðstefnuhaldsins. Heimasíða var opnuð á starfsárinu en einn stjórn- armanna, Georg Douglas hefur alfarið séð um gerð hennar. Hún er á tölvu Orkustofnunar og hefur Skúli Víkingsson á Orkustofnun tekið að sér að uppfæra hana eftir því sem við á. RÁÐSTEFNA UM KVIKUHÓLF Það er komin nokkur hefð á að Jarðfræðafélagið gang- ist fyrir ráðstefnu í febrúarmánuði um eitthvert ákveð- ið efni innan jarðvísindanna, sem mönnum finnst tímabært að ræða frá ýmsum sjónarhornum. Að þessu sinni var Febrúarráðstefna JFÍ haldinn þriðjudaginn 17. febrúar og helguð kvikuhólfum. Níu erindi voru haldin þar sem fram komu nýjustu hugmyndir þeirra sem rannsakað hafa megineldstöðvar og innskot og eitla á yfirborði. Einnig voru viðhorf bergfræðinnar til kvikuhólfa rædd svo og hvað hæðar-, þyngdar-, segul- og skjálftamælingar geta sagt okkur um tilvist og gerð kvikuhólfa. í lok ráðstefnunnar tók Guðmund- ur Sigvaldason á Norrænu Eldfjallastöðinni efni henn- ar saman og stjórnaði almennum umræðum. Ráðstefn- an þótti takast mjög vel og miklar og líflegar umræður spunnust um kvikuhólf. Ráðstefnugestir voru um 110. RÁÐSTEFNA Á KIRKJUB Æ JARKLAUSTRI Kirkjubæjarstofa og Jarðfræðafélag íslands stóðu fyr- ir ráðstefnu á Kirkjubæjarklaustri helgina 21. og 22. mars sl. þar sem 9 erindi voru flutt um efnið: Eld- gos í vestanverðum Vatnajökli og afleiðingar þeirra. Þótti ráðstefnan takast með eindæmum vel og voru heimamenn sérstaklega ánægðir með fróðleg og al- þýðleg erindi fyrirlesara. Fyrirlesarar voru þau Bryn- dís Brandsdóttir, Guðrún Larsen, Haukur Jóhannes- son, Helgi Björnsson, Magnús Tumi Guðmundsson, Oddur Sigurðsson, Sigurður Gíslason og Snorri Zóph- óníasson. Félagið kann fyrirlesurum bestu þakkir fyr- ir. Milli 50 og 60 manns mættu á ráðstefnuna. JÖKULLNo. 48 81

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.