Jökull


Jökull - 01.06.2000, Qupperneq 84

Jökull - 01.06.2000, Qupperneq 84
Arný E. Sveinbjömsdóttir VORRÁÐSTEFNA 1998 Vorráðstefna félagsins var haldin þriðjudaginn 21. apríl í Borgartúni 6 og stóð frá kl. 09:00 til 17:20. Ráðstefnan var með svipuðu sniði og undanfarin ár, ekkert ákveðið þema heldur erindi og veggspjöld um viðfangsefni á sviði jarðfræða. A dagskrá þessu sinni voru 16 erindi og 14 veggspjöld. Höfundar þess efn- is sem kynnt var á ráðstefnunni voru um 60 talsins eða um þriðjungur skráðra meðlima Jarðfræðafélags- ins. Um 80 manns mættu á ráðstefnuna. Að lokinni dagskrá bauð Jarðfræðafélagið upp á léttar veigar. FRÆÐSLUFUNDIR Haldnir voru sjö fræðslufundir á liðnu starfsári auk þriggja fyrirlestra á vegum Sigurðarsjóðs. Fundirnir voru misvel sóttir, en á þá mættu allt frá 15 og upp í 50 manns. Fundirnir voru flestir haldnir í í Odda en nokkrir í Lögbergi. Dr. Kristín Vala Ragnarsdóttir, jarðefnafræðing- ur við háskólann í Bristol, Englandi, flutti fyrirlest- ur mánudaginn 23. júní. Fyrirlestur hennar byggði á rannsóknum sem hafa verið unnar með rófgreiningu og fyrirlesturinn fjallaði um Aðsog fjölliða og þung- málma á yfirborð steinda. Dr. Lars Harald Blikra flutti erindi mánudaginn 30. júní um: Avalanche hazard and extreme weather events. Studies of avalanche deposits (colluvium) in western Norway. Dr. Lars Harald Blikra starfar við Jarðfræðistofnun Noregs (NGU) og hefur starfað þar frá 1986 og var hér í stuttri heimsókn til að vinna með sérfræðingum sjóflóðavarna Veðurstofunnar. Vetrarstarf félagsins hófst í október með þremur gestafyrirlestrum prófessors R.S.J. Sparks, eldfjalla- fræðings sem kom hingað til lands í boði Sigurðar- sjóðs. Er hann fjórði fyrirlesarinn sem boðinn er hing- að til lands í 10 ára sögu sjóðsins. Tveir af fyrirlestrum Sparks fjölluðu um gosið í Soufriere eldfjallinu á eyj- unni Montserrat í Karíbahafinu, en þar hófst eldgos í júlí 1995. Það var fyrst og fremst vegna þessa goss sem heimsókn Steve Sparks hingað til lands drógst á langinn, en hann er vísindalegur ráðgjafi breskra stjórnvalda á eyjunni og var kallaður þangað þegar gos hófst. Þriðji fyrirlestur Sparks fjallaði um eldfjalla- fræði og þróun Lascar eldfjallsins í Chile. Mjög góður rómur var gerður að fyrirlestrunum en á hvern þeirra hlýddu um 50 manns. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur, sem starfar nú í Perth í Astralíu hélt fyrirlestur á vegum félagsins þriðjudaginn 28. október og fjallaði um gos- in í Ruapehu 1995-1996 og þann lærdóm sem af þeim má draga. Ruapehu eldkeilan, sem er stærsta og virk- asta eldfjall Nýja Sjálands, vaknaði til lífs á ný eftir rösklega 18 ára goshlé í september 1995. I máli Þor- valdar kom m.a. fram að eldvirknin einkenndist af tveimur goshrinum og þrátt fyrir að gosin hafi verið smá og rúmmál gosefna lítið (<0.1 km3) þá var tjón af völdum þeirra metið á meira en 100 milljónir dollara. Um 35 manns hlýddu á fyrirlestur Þorvaldar. Þorsteinn Þorsteinsson jarðeðlisfræðingur við Al- fred Wegener stofnunina í Bremerhaven, hélt fyr- irlestur miðvikudaginn 19. nóvember um kristal- gerð og lagskiptingu í GRIP-ískjarnanum og Eem- vandamálið. Þorsteinn rakti þær rannsóknir sem gerð- ar hafa verið á kjarnanum, sérstaklega með tilliti til fornveðurfars. Mjög góður rómur var gerður að máli Þorsteins, en 20 manns voru mættir á fundinn. Á jólafundinum, sem haldinn var í Lögbergi þann 10. desember sagði Steinar Guðlaugsson, jarðeðlis- fræðingur á OS, frá gígnum Mjölni í erindi sem hann nefndi: Hvað gerist þegar smástirni fellur í hafið? Fyr- irlesturinn var bæði fróðlegur og skemmtilegur og gáfu menn sér góðan tíma til að spjalla á eftir yfir kaffi, konfekti og piparkökum í boði félagsins. Um 40 manns mættu á fundinn. Janúarerindið flutti Leó Kristjánsson, jarðeðlis- fræðingur við Raunvísindastofnun Háskólans, en það var um rannsóknir á segulstefnu í íslenskum jarðlög- um. Leó gaf yfirlit yfir rannsóknir á varanlegri seg- ulmögnun í íslenskum jarðlögum frá upphafi. Síð- an sagði hann frá nokkrum nýlegum og yfirstandandi verkefnum Raunvísindastofnunar Háskólans og sam- starfsaðila í bergsegulmælingum; sem tengjast flest stratigrafískri kortlagningu í tertiera staflanum. Einnig kynnti hann ýmsar niðurstöður og hugmyndir erlendis frá varðandi uppruna og sögu jarðsegulsviðsins. í framhaldi af kvikuhólfsráðstefnunni í febrúar var boðað til fræðslufundar fimmtudaginn 26. fe- brúar, þar sem Dr. Emilie Hooft jarðeðlisfræðingur við Carnegie stofnunina í Washington DC hélt erindi 82 JÖKULL No. 48
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.