Jökull


Jökull - 01.06.2000, Page 89

Jökull - 01.06.2000, Page 89
Vorferð JORFI1998 Eiríkur Kolbeinsson og Þóra Karlsdóttir í Grímsvötn- um 7. júní. Og ekki er allt upp talið. Fyrri vikuna mældi leiðangurinn jarðleiðni á sniðum milli Köldukvíslar- jökuls og Skálafellsjökuls, en með þeim mælingum verður hægt að Ijúka gerð korts af jarðleiðni á íslandi. Að því verki hefur verið unnið við Háskóla Islands undanfarin ár. Veðurstöðvar Raunvísindastofnunar og Landsvirkjunar á Köldukvíslarjökli, Dyngjujökli og Brúarjökli fengu heimsókn og nauðsynlegt viðhald. Eftir góðviðrisdaga marga á Vatnajökli lagði leið- angurinn af stað til byggða þann 17. júní. Til Reykja- víkur komum við svo daginn eftir. Fátt var um stórat- burði í ferðinni en árangur þess meiri. Reyndar gekk væg magapest og fengu hana flestir áður en yfir lauk. Voru settar fram margar kenningar um uppruna pestar- innar en sú sem flesta átti fylgismenn gerði ráð fyrir að miður hollur snjór hefði borist í bræðslupottinn Bis- mark og mengað þannig drykkjarvatnið. Þarf að huga að úrbótum í þessu efni. LOKAORÐ Vorferð þessi gekk vel og fumlaust fyrir sig. Sá kjarni jöklamanna sem nú stundar vorferðir er orðinn mjög reyndur og inniheldur sérfræðinga og hina færustu handverksmenn sem sjaldan verður ráðafátt þegar gera þarf við biluð tæki og halda mælingum gang- andi. Þessi reynsla jöklamanna er einn dýrasti fjár- sjóður Jöklarannsóknafélagsins. í þessari vorferð og Fiona Darbyshire, Þórdís Högnadóttir, Þorsteinn Jónsson, Jósef Hólmjárn og Halldór Gíslason yngri á veröndinni sunnan við skála II á Grímsfjalli þann 13. júní. þeirri síðustu hefur verið safnað miklum gögnum um umbrotin haustið 1996 og afleiðingar þeirra. Sérstök fjárveiting frá Alþingi til Raunvísindastofnunar vegna rannsóknanna hefur greitt útlagðan kostnað að miklu leyti. Landsvirkjun lagði til snjóbíl og ökumann og Vegagerðin styrkti félagið til eldsneytiskaupa. ÞÁTTTAKENDUR: Allan tímann voru: Finnur Pálsson, Fiona Darbyshire, Freyr Jónsson, Halldór Gíslason, Hannes Haraldsson, Jósef Hólm- járn, Magnús Tumi Guðmundsson, Sjöfn Sigsteins- dóttir, Þórdís Högnadóttir og Þorsteinn Jónsson Fyrri hluta leiðangursins voru: Árni Páll Árnason, Eiríkur Kolbeinsson, Elín Pálma- dóttir, Grímur Sigurjónsson, Guðfinna Aðalgeirs- dóttir, Inga Árnadóttir, Jóhanna Margrét Einarsdóttir, Jóna Bryndís Guðbrandsdóttir, Snævarr Guðmunds- son, Sæmundur Óskarsson, Þóra Karlsdóttir, Val- gerður Jóhannsdóttir og Wes LeMasurier Seinni hluta leiðangursins voru: Anna Líndal, Ástvaldur Guðmundsson, Bergur Bergs- son, Elín Jónsdóttir, Guðrún Thorarensen, Gunnar Páll Eydal, Jón Sveinsson, Jórunn Garðarsdóttir, Leifur Jónsson, Magnús Þór Karlsson, Matthildur B. Stefánsdóttir, Rob Staples, Steinunn Jakobsdóttir og Þórdís Guðmundsdóttir JÖKULL No. 48 87

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.