Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2014, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2014, Blaðsíða 8
Vikublað 14.–16. október 20148 Fréttir Óttast greiðslufall Reykjanesbæjar n Neyðarfundur um svarta skýrslu n Vantar 15 milljarða króna n Ekkert eftir að selja N eyðarfundur var haldinn í bæjarstjórn Reykjanesbæj­ ar síðla dags í gær þar sem lögð voru fram frumdrög svartrar skýrslu KPMG um fjárhagsvanda sveitarfélagsins. All­ ir bæjarfulltrúar ásamt varafulltrú­ um voru boðaðir á fundinn. Efni skýrslunnar verður kynnt íbúum á almennum fundi í lok mánaðar­ ins. Hún hefur ekki verið birt opin­ berlega en samkvæmt heimildum DV skortir bæjarsjóð 15 milljarða króna til þess að geta staðið við lögboðnar skuldbindingar um að koma skuldum niður fyrir 150 pró­ sent af árlegum tekjum. Um síðustu áramót voru skuldir Reykjanesbæjar liðlega 270 prósent af árlegum tekjum bæjarfélagsins en lögum samkvæmt mega þær ekki skríða fram úr 150 prósenta mörkunum án afskipta eftirlits­ nefndar með fjármálum sveitarfé­ laga. Lögin koma einnig í veg fyrir að sveitarfélög geti notað óreglu­ bundnar tekjur, svo sem af sölu eigna, til þess að sýna hagnað. Greiðslufall? Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur lengi fylgst með alvarlegri stöðu bæjarsjóðs Reykjanesbæjar en hefur ekki talið ástæðu til þess að taka ráðin af bæjarstjórninni ennþá. Hins vegar hefur nýkjörinn meirihluti bæjar­ stjórnar haft samband við eftirlits­ nefndina og átt fundi með henni. Menn spyrja sig jafnvel hvort eft­ irlitsnefndin hefði ekki átt að grípa í taumana miklu fyrr því nú sé komið í algert óefni. Afborganir lána nema um tveimur milljörðum króna á ári næstu árin. Líkur eru til þess að við þessar aðstæður sneiðist mjög um möguleika bæjar sjóðs til frekari lántöku og hafa bæjarstjórnarmenn, sem DV hefur talað við, jafnvel áhyggjur af því að til greiðslufalls bæjarsjóðs geti komið fyrr eða síðar. 40 milljarða skuld Eftir því sem næst verður komist nema heildarskuldir bæjarsjóðs Reykjanesbæjar nú um 40 milljörð­ um króna og er þá um 7 milljarða króna skuld Reykjaneshafna talin með. Engin viðsnúningur er grein­ anlegur ennþá því allt bendir nú til þess að halli á rekstri bæjarfélags­ ins verði um einn milljarður króna á þessu ári. Milliuppgjör fyrir fyrri hluta yfirstandandi árs sýnir 650 millljóna króna halla og ýmis kostn­ aður, svo sem vegna kjarasamn­ inga, verður fyrirsjáanlega hærri en ráð var fyrir gert í fjárhagsáætlun fyrir þetta ár. Þetta merkir að enn tapar bæjarsjóður Reykjanesbæjar um 3,5 milljónum króna dag hvern. Eins og áður segir nema heildar­ skuldir bæjarsjóðsins um 40 millj­ örðum króna og þurfa þær að lækka niður í um 25 milljarða króna til þess að standast kröfur um að skríða ekki yfir 150 prósenta skuldahlutfallið. Sjö ára hallæri Samkvæmt upplýsingum bæjar­ stjórnarmanna verður það verkefni næstu sjö ára að koma íbúum bæjar­ félagsins út úr yfirvofandi þrenging­ um, en leitast verður við að gera það án þess að skerða þjónustu við þá niður að sársaukamörkum. Sveitar­ stjórnarmenn, sem DV talað við í gær, segja að unnið sé á öllum vígstöðv­ um; semja verði við lánardrottna um skuldaniðurfellingu, breytingar á vaxtakjörum og fleira í þeim dúr. Hallarekstur á bæjarsjóði Reykjanesbæjar hefur verið viðvar­ andi mörg undanfarin ár og hefur verið allt að sjö prósentum. Mestur var hallinn árið 2005 eða um 15 pró­ sent. Þetta var nokkrum misser­ um eftir stofnun Eignarhaldsfélags­ ins Fasteignar hf. (EFF) en mikið af eignum Reykjanesbæjar var selt fé­ laginu, svo sem skólar, Hljómahöllin, íþróttamannvirki og fleira. Framan af átti Reykjanesbær um 70 prósent í EFF ásamt Íslandsbanka (og síðar Glitni). Samkvæmt upplýsingum DV er bagginn afar þungur sem bæjar­ sjóðurinn þarf að bera nú vegna EFF. Eignir seldar Í fréttum Stöðvar 2 í maí 2013 sagði Árni Sigfússon, þáverandi bæjar­ stjóri til 11 ára, að eiginfjárstaða Reykjanesbæjar væri að styrkjast. Ekki væri verið að selja eignir sem veiktu eignagrunninn heldur væri verið að nýta sterka eignastöðu bæjarins til að lækka skuldir: „Hins vegar þurfum við að lækka skuld­ ir. Það eru kröfur um það frá Eftir­ litsnefnd sveitarfélaga sem reiknar hlutfall skulda á móti tekjum. Við erum að vinna í því og þess vegna gerum við ráð fyrir að halda áfram sölu ákveðinna eigna eða hluta­ bréfa,“ sagði Árni. Eitt af síðustu eignasöluverk­ um Árna og fleiri sveitarstjórnar­ manna á Suðurnesjum fyrir sveit­ arstjórnarkosningarnar síðastliðið vor var salan á um 34 prósenta hlut í HS Veitum hf. til Úrsus I. Sölu­ verðið var liðlega 3,1 milljarður króna. Í tilkynningu til Kauphallar­ innar lýstu Heiðar Már Guðjónsson, forstjóri Úrsus, og Böðvar Jónsson, bæjar fulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stjórnarformaður HS Veitna á þeim tíma, ánægju með kaupin. „Með kaupum á eignarhlut í HS Veitum er stórt skref tekið í átt að aukinni fjárfestingu lífeyrissjóða og annarra fagfjárfesta í innviðum landsins,“ sagði Heiðar við þetta tækifæri. Reykjanesbær hefur á undan­ förnum árum selt eignir fyrir á ann­ an tug milljarða króna til þess að mæta skuldavandanum. Árið 2009 var hlutur bæjarfélagsins í HS Orku seldur og árin þar á eftir voru seld­ ar eignir til viðbótar fyrir að minnsta kosti fjóra milljarða króna og er þá hlutur bæjarins í HS Veitum ekki með talinn sem seldur var snemma á þessu ári. Fjölþættar skýringar Engum blöðum er um það að fletta að óskoraður meirihluti Sjálfstæðis flokksins í Reykjanes­ bæ síðan 2002 klofnaði og féll í sveitarstjórnar kosningunum síðast­ liðið vor vegna skuldasöfnunar og slæmrar greiðslustöðu bæjarfélags­ ins. Eftir því sem næst verður kom­ ist ætla stuðningsmenn fráfarandi meirihluta að boða til fundar og fá skýringar á viðskilnaðinum. Uggvænleg staða Reykjanesbæjar á sér þó fjölþættari rætur en í stefnu fráfarandi meirihluta. Ástæður þrenginganna eru meðal annars raktar til hrunsins, aukins fólks­ fjölda á Suðurnesjum og brotthvarfs Bandaríkjahers af Miðnesheiði sem kostaði hundruð starfa upp úr miðj­ um síðasta áratug. En eignasala kemur varla að miklu haldi lengur. Hið eina sem eftir er að selja er um helmings­ hlutur Reykjanesbæjar í HS Veitum en samkvæmt gildandi reglum geta einkafyrirtæki ekki átt svo stóran hlut í slíku fyrirtæki. n Jóhann Hauksson johannh@dv.is Þung greiðslubyrði Þótt fjárhagur sveitarfélaga hafi nokkuð rétt úr kútnum eftir hrunið árið 2008 er því ekki að heilsa hjá Reykjanesbæ sem þarf nauðsynlega að brúa 15 milljarða króna gjá í fjárhag sínum. Afborganir lána nema um tveimur milljörðum króna á ári næstu árin. Líkur eru til þess að við þessar aðstæður sneiðist mjög um möguleika bæjarsjóðs til frekari lántöku og hafa bæjarstjórnarmenn, sem DV hefur talað við, jafnvel áhyggjur af því að til greiðslufalls bæjarsjóðs geti komið fyrr eða síðar. Eignasala Reykjanesbær hefur selt hluti í verðmætum fyrirtækjum sem tengjast innviðum bæjarfélagsins. Í febrúar síðastliðnum gekk Árni Sigfússon, þáverandi bæjarstjóri, frá sölu á hlut í HS Veitum til Úrsus en fyrir félaginu fer Heiðar Már Guðjónsson. Nýr bæjarstjóri Nýs bæjarstjóra, Kjartans Más Kjartanssonar, bíða erfið verkefni. Sjö mögur ár Ný svört skýrsla um fjárhag Reykjanesbæjar bendir til þess að erfiðir tímar séu framundan, jafnvel svo að skerða verði þjónustu við íbúa. „Hins vegar þurfum við að lækka skuldir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.