Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2014, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2014, Blaðsíða 10
Vikublað 14.–16. október 201410 Fréttir O f löng bið er eftir grein­ ingu barna með einhverfu­ rófsraskanir. Börnin fá ekki þjónustu við hæfi í grunn­ skólum landsins á meðan þau bíða. Þá eru engin sérstök með­ ferðarúrræði í boði fyrir þennan hóp í dag. Hér er rætt við Andreu Ævars­ dóttur, móður barns með ódæmi­ gerða einhverfu sem beið í rúm fjögur ár eftir greiningu. Einnig er rætt við móður barns sem enn er á biðlista eftir greiningu, en hún hefur alls beðið þrjú ár. Á meðan stig­ magnast vandinn. Landamærabarn Andrea Ævarsdóttir beið í rúm fjög­ ur ár eftir að sonur hennar, Björg­ vin Hrafnar Unnarsson, fengi grein­ ingu. Björgvin er fæddur í nóvember árið 2007 en þegar hann var tveggja og hálfs árs var lagður fyrir hann Ís­ lenski þroskalistinn, mælitæki á þroskafrávikum barna. „Hann kom ekki vel út úr þeirri mælingu,“ seg­ ir Andrea. „Hann átti í erfiðleikum með alla sjálfshjálp og var í raun­ inni mjög ósjálfbjarga miðað við ald­ ur. Það var því vorið 2010 sem það kvaknaði fyrst grunur um að ekki væri allt eins og það ætti að vera.“ Á þessum tíma bjó fjölskyldan í Garðabæ. Sálfræðingurinn á bæjar­ skrifstofu Garðabæjar fylgdist með Björgvini um tíma og staðfesti í kjöl­ farið grun Andreu um að eitthvað væri athugavert við félagsþroska Björgvins. Þetta ferli hófst haustið 2010 og síðar um veturinn staðfesti sálfræðingurinn að Björgvin þyrfti aukna félagsfærniþjálfun. Engin frekari greining fór fram. Í september flutti fjölskyldan til Reykjavíkur en þá var eins og allt hefði verið núllstillt, eins og Andrea orðar það. „Ég þurfti sjálf að kalla eftir því að fá pappírana hans frá leikskólanum í Garðabæ og þurfti að sækja aftur um fyrir hann á Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis,“ segir Andrea en þar tók á móti þeim sálfræðingur sem byrjaði á því að gera sömu greiningu og sál­ fræðingurinn í Garðabæ hafði gert. Hann fylgdist með Björgvini fram á vor 2013. „Þá eru þetta orðin þrjú ár þar sem það er vitað að eitthvað er að en engin greining komin og í raun og veru ekkert ferli hafið. Sálfræðingur­ inn lagði fyrir hann alls konar próf og komst að því að Björgvin er það sem er kallað „landamærabarn“,“ segir Andrea. Með því á hún við að Björgvin skorar mjög nálægt öllum mörkum, til dæmis er varða ein­ hverfu og athyglisbrest, en fer aldrei upp í nein greiningarviðmið. Björg­ vin fór einnig í greindarpróf og í ljós kom að hann er með eðlilega greind. Hann var hins vegar yfir meðaltali í rökhugsun, en undir meðaltali í fé­ lagsþroska. Fékk nýtt barn að lokinni greiningu Sálfræðingurinn hjá Þjónustu­ miðstöð Laugardals og Háaleit­ is í Reykjavík sendi í kjölfarið til­ vísun á Þroska­ og hegðunarstöð í frekari greiningu. Síðastliðið sumar komst Björgvin því loksins í grein­ ingu, en hann hafði verið á biðlista frá því í mars 2013, eða rúmt ár. Þar var hann greindur með ódæmigerða einhverfu og athyglisbrest. „Í raun og veru hefur þetta ferli, frá upphafi til enda, tekið fjögur ár og fjóra mánuði. Nú er Björgvin kominn á lyf við athyglisbrestinum og að sama skapi hafa einhverfueinkennin minnkað talsvert. Daginn sem hann byrjaði á lyfjunum gerði ég ekki annað en að kalla á hann – því hann svaraði mér strax. Það var þvílíkur munur,“ segir Andrea, en áður heyrði hann oft ekki þegar talað var við hann. Hann var gjörsamlega í sínum heimi. „Ég fékk bara nýtt barn. Á þessum mánuði sem hann hefur verið á lyfjunum hefur hann til dæmis lært að lesa en hann náði ekki lestrarviðmiðum fyrsta bekkjar. Hann á rétt á aukinni félagsfærniþjálfun og á orðið besta vin, eitthvað sem hann hefur aldrei átt áður,“ segir Andrea. Hún segir biðtímann eftir grein­ ingu hafa haft mikil áhrif á Björgvin. Hann hafi til dæmis ekkert lært í fyrsta bekk í grunnskóla því bæði einhverfan og athyglisbresturinn trufluðu hann of mikið. „Hann náði engum viðmiðum fyrsta bekkjar,“ segir Andrea. „Ef hann hefði fengið greiningu áður en hann byrjaði í grunnskóla þá hefði hann væntan­ lega verið kominn á lyf áður en hann byrjaði í fyrsta bekk. Þá hefði fyrsti bekkur gagnast honum. En af því hann er landamærabarn, með eðli­ lega greind, þá tók það kerfið fjög­ ur ár að ná utan um vandann,“ segir Andrea að lokum. Hefur beðið í þrjú ár eftir greiningu DV ræddi einnig við móður barns á biðlista eftir greiningu hjá Þroska­ og hegðunarstöðinni. Hún vildi ekki koma fram undir nafni vegna deilna sem hún hefur átt við skólayfirvöld í grunnskóla dóttur hennar. „Þegar dóttir mín var í þriðja bekk vaknaði grunur um einhverfuröskun því hún stóð sig svo illa félagslega. Við hitt­ um sálfræðing í skólanum og sett var í gang greiningarferli. En þar sem þetta var svo seint á skólaárinu var ákveðið að halda áfram eftir sumar­ frí,“ rifjar hún upp en málið vand­ aðist þegar dóttir hennar fékk nýjan umsjónarkennara í byrjun fjórða bekkjar. Kennarinn hafði ekki skiln­ ing á röskun dóttur hennar og stöðv­ aði greiningarferlið. „Ég ákvað því að fara með hana sjálf til sálfræðings, gera þetta á mínum eigin vegum og úr mínum eigin vasa. Þar fékk hún forgreiningu á Asperger og ADHD.“ Dóttir konunnar gekk til sál­ fræðingsins í fjórða og fimmta bekk sem sendi síðan tilvísun til Þroska­ og hegðunarstöðvarinnar í byrjun þessa árs. Nú var stúlkan að byrja í sjötta bekk og ljóst er að hún mun ekki komast að í greiningu fyrr en á næsta ári. „Nú bíðum við bara og fáum engin úrræði á meðan við bíð­ um. Þar sem það er ekkert fjármagn að fara með henni inn í skólann, af því hún er ekki komin með grein­ inguna, þá er ekkert hægt að gera. Við viljum auðvitað að hún fái við­ eigandi aðstoð í skólanum. Heimil­ ið er allt sniðið eftir hennar þörfum, en skólinn ekki. Hún lenti til dæmis í alvarlegu einelti í fyrra og var ítrekað lamin í skólanum. Þarna var skólinn algjörlega að bregðast henni.“ Í dag hefur móðir stúlkunn­ ar helst áhyggjur af því hvort það sé hreinlega ekki orðið of seint að grípa inn í með íhlutun. Dóttir henn­ ar er orðin ellefu ára. Hefði hún fengið viðeigandi aðstoð strax í kjöl­ far þess að grunur vaknaði um ein­ hverfurófsröskun, þegar stúlkan var í þriðja bekk, væri líf hennar hugsan­ lega bærilegra í dag. „Mér finnst mikilvægt að auka fjármagn í þenn­ an málaflokk og eyða biðlistunum. Þetta eru börn í vanda og þessu fylgja miklir erfiðleikar sem einskorðast ekki aðeins við barnið sjálft. Foreldr­ ar og systkini standa til dæmis oft ráðalaus gagnvart vandanum, þó svo að börnin fari auðvitað verst út úr þessu,“ segir hún að lokum. Mæta ekki skilningi Þessi hópur barna, börn sem hafa hamlandi einkenni einhverfurófs en eru innan meðallags í greindar­ þroska, teljast ekki til þess hóps sem á rétt á þjónustu hjá Greiningar­ og ráðgjafarstöð ríkisins (GRR). Áður fyrr var hægt að vísa þessum börn­ um í nánari greiningu á GRR, en fyrir um þremur árum voru inntökuskil­ yrði þar þrengd og þar með var ekki lengur hægt að vísa þeim þangað. „Það er ekki hægt að segja að við höf­ um vísað þessum börnum frá okkur heldur áttuðum við okkur á því þegar þessi hópur var kominn hingað inn að hann féll ekki undir hlutverk Greiningar­ og ráðgjafarstöðvarinn­ ar. Við máttum ekki taka fjármuni, mannskap og húsnæði sem er ætlað börnum með alvarlegar fatlanir, ýta þeim til hliðar og taka inn börn sem eru með betri horfur,“ segir Stefán J. Hreiðarsson, forstöðumaður GRR. Þótt þessi börn teljist ekki fötluð í skilningi laganna sem GRR vinnur eftir (Lög um málefni fatlaðs fólks Áslaug Karen Jóhannsdóttir aslaug@dv.is Beið í rúm fjögur ár eftir greiningu n Biðlistar í greiningu barna með einhverfurófsraskanir of langir n Engin sérstök meðferðarúrræði „Við fáum engin úrræði á meðan við bíðum „Ég fékk bara nýtt barn Andrea Ævarsdóttir og Björgvin Hrafnar Unnarsson Björgvin beið í rúm fjögur ár eftir greiningu. Myndir SigtryggUr Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.