Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2014, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2014, Blaðsíða 23
Umræða Stjórnmál 23Vikublað 14.–16. október 2014 Alltaf nokkrir sem telja sig jafnari en aðra Á mánudaginn skaut þingmað- urinn Brynjar Níelsson, á Face- book, fast á þá sem telja dóminn yfir mótmælendum í Gálga- hrauni vera ósanngjarnan. „Samt eru alltaf nokkrir sem telja sig jafnari en aðrir eins og í dýrabæ Orwells. Eru þeir gjarnan nefnd- ir aðgerðarsinnar og hegðun- in borgaraleg óhlýðni,“ skrifaði hann meðal annars. Brynjar var í kjölfarið spurður hvort Austur- Þjóðverjar hefðu betur sleppt sínum mótmælum svaraði hann: „Í hverju ríki gilda einhver lög. Skiptir þá engu máli hvort um er að ræða Austur-Þýskaland eða Ís- land, alræðisríki eða lýðræðisríki. Allir eiga að vera jafnir fyrir lög- unum, hvað sem okkur kannast að finnast um einstök lög.“ Sjálfstæðis- menn drekka hjá Gísla Sjálfstæðisflokkurinn í Reykja- vík deildi því á samskipta- miðlum sínum á mánudag að borgarfulltrúar flokksins hefðu heimsótt Kaffihús Vesturbæjar eftir borgar stjórnarfund í síðustu viku. Flokksbróðir þeirra Gísli Marteinn Baldursson er einn þeirra sem standa að kaffihúsinu. Gísli Marteinn var borgarfull- trúi flokksins um árabil og náinn samstarfsmaður margra borgar- fulltrúa. „Frábærir drykkir. Bíð- um spennt eftir matseðlinum,“ var svar Twitter-aðgangs flokks- ins þegar kaffihúsið spurði hvaða einkunn sjálfstæðismenn gæfu veitingahúsinu. Lokun hefur engin áhrif Oddviti Pírata í borgarstjórn, Halldór Auðar Svansson, benti á Facebook-síðu sinni á mánudag að full ástæða væri til að árétta að ákvörðun ISNIC um að loka á lén Íslamska ríkisins, khilafah. is, muni engin áhrif hafa. „Síðan er ennþá til og lítið mál að tengja hana við annað lén. Hún er hýst í Þýskalandi og ábyrgðaraðili hennar er í Nýja-Sjálandi,“ skrif- aði Halldór. Hann benti enn frem- ur á að full ástæða sé til að fara varlega í lokun á lénum. „Ég vona því að þessi varnaðarorð mín og annarra sem „dirfast“ að setja spurningamerki við viðbrögðin við þessari uppákomu verði ekki afskrifuð sem óþarfa tuð út í eitt- hvað sem á að vera alveg sjálfsagt mál,“ skrifaði Halldór. Varaþingmaður Sveinbjörg Birna var í þriðja sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykja- víkurkjördæmi suður í síðustu alþingiskosningum. Mynd Sigtryggur Ari Sveinbjörg Birna tekur sæti á alþingi Varaþingmaður í fjarveru Vigdísar Hauksdóttur S veinbjörg Birna Sveinbjörns- dóttir, oddviti Framsóknar og flugvallarvina í borgarstjórn, tekur í dag sæti á Alþingi í fyrsta sinn. Hún kemur inn sem varaþingmaður fyrir Vigdísi Hauksdóttur. Í síðustu alþingiskosn- ingum var Sveinbjörg Birna í þriðja sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður og verð- ur dagurinn í dag hennar fyrsti sem þingmaður. Í síðasta helgarblaði DV var viðtal við Sveinbjörgu þar sem meðal annars kom fram að hún hefði alltaf haft miklu meiri áhuga á lands- málunum og stóru heildarmyndinni. „Mér hefur fundist sveitarfélögin vera á allt öðru plani, sem ég hafði aldrei sett mig nákvæmlega inn í. Eft- ir að ég tók við þessu starfi þá hef ég samt fundið hvað það er krefjandi að vera í borgarstjórn. Það er líka miklu meiri nánd við íbúana og hraði í breytingum,“ sagði hún. Frá 16 ára aldri var Sveinbjörg Birna skráð í Sjálfstæðisflokkinn en skráði sig formlega í Framsóknar- flokkinn árið 2012. Eftir að erfiðlega hafði gengið að koma saman lista Framsóknar og flugvallarvina í síð- ustu sveitarstjórnarkosningum tók hún að sér að leiða listann og vakti fljótlega mikla athygli og þá sérstak- lega fyrir ummæli um að á meðan Þjóðkirkja væri á Íslandi ætti ekki að úthluta lóðum undir hús eins og moskur eða kirkjur fyrir grísku rétt- trúnaðarkirkjuna. Í kjölfarið sögðu nokkrir framsóknarmenn sig úr flokknum, fylgið jókst og fékk flokk- urinn tvo borgarfulltrúa kjörna. n dagny@dv.is Stríðið gegn undan- skotum í skattaskjólum E nn er allt á huldu um það hvort embætti skattrannsóknarstjóra fær heimild eða fé til þess að kaupa upplýsingar um eignir skattgreiðenda í skattaskjólum erlendis. Reynsla þjóða, sem lengst hafa gengið í þessum efnum er góð, því margfalt meira kemur inn í ríkis- sjóð en sem nemur útgjöldum vegna misjafnlega fenginna upplýsinga. Hertar aðgerðir Síðustu tíu árin hafa skattayfirvöld margra landa leitast við að herða leitina að þeim sem skjóta undan fé í skattaskjólum erlendis og komast þannig hjá því að greiða af því lög- bundna skatta. Ein leiðin sem farin hefur verið er að gefa þeim upp sak- ir sem koma með fé sitt heim og telja það fram til skatts. Ítölsk stjórnvöld hafa til dæmis beitt þessari aðferð með góðum árangri. Fimm lönd taka öðrum fram í þeirri viðleitni að komast yfir gögn um eignir manna í skattaskjólum. Þetta eru Kanada, Þýskaland, Frakk- land, Bretland og Bandaríkin. Kanadísk skattayfirvöld fóru árið 2008 í tvígang fyrir dóm með mál verðbréfamiðlunar í eigu banka. Reynt var að knýja fyrirtækið til þess að láta af hendi upplýsingar um við- skiptavini sem áttu inneignir á reikn- ingum í Liechtenstein. Beiðni um dómsúrskurð var ítrekuð af hálfu skattayfirvalda snemma árs 2010. Árið 2010 fóru kanadísk skattayfir- völd fram á aðgang að gögnum sem frönsk skattayfirvöld höfðu í fórum sínum um bankainnstæður í HSBC- bankanum í Sviss. Umrædd gögn höfðu frönsk skattayfirvöld komist yfir árið 2009 hjá starfsmanni HSBC í Genf og vís- uðu þau á innstæður sem námu alls um 840 milljörðum króna hjá um 79 þúsund einstaklingum. Þar af voru um 8.200 frá Frakklandi. Þessi af- hjúpun hratt af stað bylgju í Frakk- landi þar sem fjöldi skattborgara gaf sig fram við skattayfirvöld. Þýska fyrirmyndin Mjög hefur verið rætt um skatta- gögnin sem tekin voru ófrjálsri hendi af starfsmanni LTG-bank- ans í Liechtenstein og komið var í hendur þýskra skattayfirvalda gegn þóknun. Þegar gögnin voru skoðuð mátti finna í þeim upplýsingar um 1.400 þýska skattgreiðendur sem freistast höfðu til þess að geyma fé sitt í skattaskjóli. Talið er að þýsk yfir- völd hafi greitt allt að einum milljarði króna fyrir upplýsingarnar og séð til þess einnig að uppljóstrarinn fengi skjól undir nýju nafni. Í marsmánuði árið 2010 keyptu yf- irvöld í Norður Rín - Vestfalíu gögn um 1.500 Þjóðverja í skattaskjóli í Sviss. Rannsókn sem hófst í kjölfar- ið beindist einnig að starfsmönn- um Credit Suisse-bankans. Fregn- ir voru einnig um það síðar sama ár að þýsk yfirvöld hefðu keypt harðan disk með upplýsingum um 20 þús- und bankareikninga í Sviss. Árið 2006 fóru bresk skattayfir- völd fram á það við fimm stóra banka að þeir afhentu gögn um innistæður breskra þegna í skattaskjólum. Bank- arnir þráuðust við en svo fór að dóm- stólar dæmdu skattayfirvöldum í hag. Gögn um 400 þúsund breska skatt- borgara voru afhent og boðin var sakaruppgjöf gegn því að menn gæfu sig fram og teldu eignir sínar fram til skatts. Að minnsta kosti tvisvar eftir þetta hafa bresk skattayfirvöld leikið sama leikinn, annars vegar gangvart skattundanskotum í Liechtenstein. Þess má geta að bresk skattayfirvöld (HMCR) hækkuðu árið 2009 sekt- ir við skattaundanskotum upp í tvö- falda þá upphæð sem annars hefði þurft að borga í skatt af því fé sem skotið hafði verið undan. dregur úr undanskotum Bandarísk yfirvöld hafa einnig skor- ið upp herör gegn skattaundanskot- um en yfirleitt farið dómstólaleið með sín mál. Mikið er í húfi en ætlað er að árlega sé 10 til 15 þúsund millj- örðum króna skotið undan skatti í skattaskjólum. Bandarísk skattayf- irvöld fengu aðgang að gögnunum sem þýsk skattayfirvöld komust yfir frá Liechtenstein á sínum tíma og á grundvelli þeirra voru höfðuð yfir 100 mál vegna skattalagabrota. Á undan- förnum árum hefur bandarískum yf- irvöldum orðið talsvert ágengt í stríði sínu við skattaskjólin og undanskot. Í heildina tekið hafa hertar aðgerðir gegn undanskotum í skattaskjólum leitt til þess að fjöldi skattgreiðenda hefur gefið sig fram og greitt skatta af leynilegum eignum sínum gegn því að fá sakaruppgjöf. n „ Í heildina tekið hafa hertar að- gerðir gegn undanskotum í skattaskjólum leitt til þess að fjöldi skattgreiðenda hefur gefið sig fram… Jóhann Hauksson johannh@dv.is n Gott fordæmi stjórþjóða n Útgjöld smávægileg en tekjur miklar Biðstaða? Ekki er ljóst hvort Bryndís Kristjáns- dóttir skattrannsóknar- stjóri og hennar fólk fái heimild eða fé til að kaupa gögn um eignir manna í skattaskjólum. Mynd Sigtryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.