Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2014, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2014, Blaðsíða 6
Vikublað 14.–16. október 20146 Fréttir Hugo Boss söluaðilar: Reykjavík: Gilbert úrsmiður Laugavegi 62 s: 551-4100 Gullúrið–úra og skartgripaverslunv Mjódd s: 587-4100 Úra- og skartgripaverslun Heide Glæsibæ s: 581-3665 Meba Kringlunni s: 553-1199 Meba - Rhodium Smáralind s: 555-7711 Hafnarfjörður Úr & Gull Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar s: 565-4666 Keflavík: Georg V. Hannah, úrsmiður Hafnargötu 49 s: 421-5757 Selfoss: Karl R. Guðmundsson, úrsmiður Austurvegi 11 s: 482-1433 Akureyri: Halldór Ólafsson úrsmiður Glerártorgi s: 462-2509 Akranes: Guðmundur B. Hannah, úrsmiður Suðurgötu 65 s: 431-1458 Egilsstaðir: Klassík Selási 1 s:471-1886 Úra- o skartgripaversl n Heide Glæsibæ - s: 581 36 5 Guðjón og Inga deila um arfinn n Skiptastjóri settur yfir dánarbúið n Deilt um reikning fyrir vinnu Þ etta fór til lögmanns af því það var ágreiningur um skiptin um búinu. Málið er þar enn. Þetta er leiðinda- mál og mjög sérstakt hvern- ig fólk beitir sér í þessu,“ segir Guð- jón Þórðarson knattspyrnuþjálfari um skipti á dánarbúi móður hans, Marselíu Guðjónsdóttur. Eignirnar í búinu nema á milli 35 og 40 milljón- um króna að sögn Guðjóns. Skiptastjóri hefur verið fenginn til að ráðstafa eignum búsins þar sem Guðjón og hinir erfingjarnir, systur hans, Inga Jóna og Herdís, og Borgar Þór Einarsson, sonur Ingu Jónu, komust ekki að samkomulagi um það. Systkinin eru alin upp á Akranesi og eru yfirleitt kennd við þann bæ þó að Herdís sé sú eina í systkinahópn- um sem býr þar ennþá. Deilt um reikning Guðjón varð landsþekktur sem knattspyrnuþjálfari á sínum tíma og þjálfaði þá meðal annars lið ÍA á Akranesi áður en hann hélt utan til að þjálfa. Síðastliðin ár hefur hann með- al annars þjálfað ÍA, Grindavík og BÍ í Bolungarvík. Inga Jóna Þórðardóttir er sem kunnugt er eiginkona Geirs H. Haarde, fyrrverandi formanns Sjálf- stæðisflokksins og fyrrverandi for- sætisráðherra, og Herdís Þórðardóttir er fyrrverandi þingkona Sjálfstæðis- flokksins en hún sat á þingi hálft kjör- tímabilið 2007 til 2009. Móðir þeirra lést í fyrra en faðir þeirra, Þórður Guðjónsson, lést árið 2005. Marselía sat í óskiptu búi frá andláti manns síns þar til í fyrra en skiptin á búinu hafa dregist eftir frá- fall hennar. Að sögn Guðjóns út- skýrist drátturinn á skiptunum af ósamkomulagi þeirra á milli um hvernig eigi að skipta því upp. Með orðum sínum um hvernig fólk „beitir sér í þessu“ á Guðjón með- al annars við deilur um reikning upp á 830 þúsund krónur sem hann segir að hafi verið settur inn í dánarbúið fyrir vinnu við að taka saman eignir í húsi foreldra þeirra eftir fráfall Marselíu í fyrra. Húsið, sem er á Akranesi, hefur verið selt fyrir 18 milljónir króna. DV hafði samband við Ingu Jónu Þórðardóttur til að spyrja hana út í málið en hún var á fundi þegar blaðið náði tali af henni og gat ekki talað við blaðamann. Ekki náðist í Herdísi við vinnslu fréttarinnar. Segir enga greiðslu hafa borist Guðjón segir að hann hafi óskað eftir að skiptin á dánarbúinu færu til skiptastjórans og er lögmaður í Borgar nesi, Ingi Tryggvason: „Ég óskaði eftir því að þetta færi til skiptastjóra vegna þess að ekki hefði verið hægt að sýna fram á að greiðsla hafi farið inn í búið fyrir bústaðinn,“ segir Guðjón en bústaðurinn sem um ræðir er einn af fjölmörgum bú- stöðum sem kenndur er við Ölver og er staðsettur við Hafnarfjall í Hval- fjarðarsveit. Bústaðurinn var í eigu foreldra þeirra en Inga Jóna og Borgar Þór hafa átt sumarhúsið síðastliðin ár. Aðfinnsla Guðjóns snýst um að kaup- verð bústaðarins – 3 milljónir króna – hafi ekki verið greitt inn í búið á sín- um tíma og að þar af leiðandi eigi bústaðurinn að vera hluti af skiptun- um. Bústaðurinn skipti hins vegar um hendur áður en móðir þeirra systkina féll frá. Þá er einnig deilt um eyðjörð í Ólafsfirði sem heitir Hreppsendabú sem er inni í búinu. Skiptum á dánarbúinu er ekki lok- ið og er óvíst hvernig þeim mun ljúka ef marka má orð Guðjóns. n Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is „Þetta er leiðindamál Deila um móðurarfinn Guðjón Þórðarson knattspyrnuþjálfari, sem sést hér í úlpu merktri knattspyrnuliði ÍA, stendur nú í deilum við systur sínar og frænda um móðurarf sinn. Til skiptastjóra Skiptin á dánarbúi móður Ingu Jónu, Herdísar og Guðjóns fóru til skiptastjóra þegar ekki gekk að skipta upp eignunum. Hraunavinir kæra ríkið Hraunavinir og tveir einstak- lingar hafa, með stuðningi Land- verndar, kært íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna Gálgahraunsmálsins. Kærendur telja Hæstarétt hafa brotið á rétti Hraunavina til raun- hæfra úrræða fyrir dómstólum og réttlátrar málsmeðferðar fyrir hönd félagsmanna sinna. Hæstiréttur hafnaði með dómi í nóvember 2013 beiðni Hraunavina, Landverndar, Nátt- úruverndarsamtaka Íslands og Náttúruverndarsamtaka Suðvest- urlands um að fá ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins um hvort um- hverfisverndarsamtök ættu að- gang að dómstólum. Krafan var gerð í lögbannsmáli sem sam- tökin fjögur höfðuðu gegn Vega- gerðinni vegna lagningar nýs Álftanesvegar um Gálgahraun. Í kærunni til Mannréttinda- dómstólsins er þess krafist að viðurkennt verði að íslenska ríkið hafi með þessu brotið á rétti Hraunavina fyrir hönd fé- lagsmanna sinna til réttlátr- ar málsmeðferðar og til raun- hæfra úrræða fyrir dómstólum. Þau réttindi eru varin af Mann- réttindasáttmála Evrópu, sem Ís- land er aðili að. Lögreglan leitar árásarmanna Lögreglunni á höfuðborgar- svæðinu barst tilkynning um líkamsárás í austurbæ Reykja- víkur á fimmta tímanum á mánudagsmorgun. Árásar- þoli var fluttur á slysadeild til skoðunar en hann hafði feng- ið höfuðhögg, að því er fram kemur í dagbók lögreglunn- ar á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan veit hverjir voru að verki og leitar þeirra. „Myndi vilja sjá matseðilinn“ Ríkið reiknar með að hver máltíð kosti 248 krónur É g myndi gjarnan vilja heyra uppskrift að þeirri máltíð frá fjármálaráðuneytinu,“ segir Jó - hannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, um virðis- aukaskattsfrumvarp fjármálaráðu- neytisins en þar er gert ráð fyrir að hver máltíð kosti fjögurra manna fjölskyldu 248 krónur á mann. Greint var frá þessu í Fréttablaðinu á mánu- dag. „Þessi tala gengur ekki upp í huga mér og hún er vanmetin stór- lega að mínu mati,“ segir Jóhannes Gunnarsson sem telur að margfalda megi þessa tölu með tveimur til að fá rétta tölu. „Það er ágiskun, en mér finnst það ekki fjarri lagi. Ég held að það sjái það allir sem kaupa mat fyr- ir heimili að þetta er tala sem engan veginn gengur upp. En ég myndi vilja sjá matseðilinn á bak við þessa tölu,“ segir Jóhannes. Tölurnar eru byggðar á neyslu- könnun Hagstofu Íslands þar sem miðað er við hjón með tvö börn, annað yngra en sjö ára. n birgir@dv.is Jóhannes Gunnarsson Formaður Neytendasamtakanna. Bjarni Benediktsson Fer fyrir fjármála- ráðuneytinu. MynD ReuTeRS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.