Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2014, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2014, Blaðsíða 11
Vikublað 14.–16. október 2014 Fréttir 11 59/1992) eiga þau þó í verulegum vanda, ekki síst í félagslegum sam- skiptum, og þurfa nauðsynlega að fá viðeigandi stuðning og aðstoð. Þetta segir Gyða Haraldsdóttir, for- stöðumaður Þroska- og hegðunar- stöðvar sem hefur tekið við þessum hóp frá ársbyrjun 2013. Var það gert vegna mikils þrýstings frá bæði að- standendum og sérfræðiþjónustu skóla. „Það er mjög mikilvægt að þau fái rétta greiningu til að hægt sé að grípa inn með íhlutun eins snemma og hægt er. Mörgum börn sem grein- ast með einhverfurófsröskun er ekki vísað til okkar vegna gruns um slíkt heldur er þeim oft vísað vegna erfiðr- ar hegðunar, ADHD-einkenna, hvat- vísi, mótþróa eða slakrar námsstöðu sem dæmi. Þau eru því alls ekki að mæta nægilegum skilningi um vanda sinn eða fá aðstoð við hæfi,“ segir Gyða. Munaðarlaus í kerfinu Það var ekki fyrr en á þessu ári sem Þroska- og hegðunarstöðin fór að taka við tilvísunum eingöngu vegna gruns um einhverfurófsröskun. Áður var tekið við börnum sem var ver- ið að vísa vegna vísbendinga um athyglisbrest eða ofvirkni sem dæmi ásamt vísbendingum um einhverfu- rófsröskun. ADHD-einkenni voru þannig ákveðinn aðgöngumiði í greiningu hjá Þroska- og hegðunar- stöðinni. „Þegar við sáum að oft var vandinn mikið frekar á einhverfuróf- inu var farið að taka við börnum þótt eingöngu lægi fyrir grunur um ein- hverfurófsröskun,“ segir Gyða. Segja má að þessi hópur barna, sem hefur einhverfueinkenni en eru greind innan eðlilegra marka, hafi verið munaðarlaus í kerfinu um tíma. Það var millibilsástand þar sem börn sem voru eingöngu með grun um einhverfurófsröskun fengu neitun um greiningu hvert sem þau leituðu. „Það sem gerðist var að það var verið að vísa börnum á Grein- ingarstöð og þar kom höfnun. Sum- um var vísað á BUGL en það var ekki hlutverk þeirra að veita þessa þjón- ustu. Í einhverjum mæli fór fólk á stofu hjá sálfræðingi eða barna- og unglingageðlækni, en það var engin opinber stofnun sem gaf sig út fyrir að vera með opinn aðgang fyrir þennan hóp. Það er örugglega fjöldi foreldra þarna úti sem hefur verið í þessari píslagöngu, að reyna að komast einhvers staðar að með barnið í greiningu. Ef fólk endar á því að leita á einkarekna stofu þá fylgir því oft mikill kostnaður,“ segir Gyða. Sem dæmi borgaði móðirin sem rætt er við hér að framan, sú sem leitaði sjálf til sálfræðings með dóttur sína þegar kennarinn stöðvaði grein- ingarferlið, tæpar 200 þúsund krón- ur fyrir forgreininguna. Stefán tekur undir þetta og segir þörf á fleiri úr- ræðum fyrir þennan hóp. Þessi börn ættu jafnvel ekki að þurfa að fara inn á stofnun, hvort sem það er GRR eða Þroska- og hegðunarstöð, held- ur ætti að vera hægt að klára grein- ingarnar hjá skólasálfræðingum eða öðrum sérfræðingum. Aukinn skilningur Þekking á einhverfurófsröskunum hefur breyst á síðustu tíu árum og fagfólk orðið meðvitaðra um að ýmis hegðunarvandamál hjá börnum gætu verið vísbending um einhverfu- rófsröskun. Af þessum ástæðum hef- ur fjölgað mjög í þessum hópi barna sem talið er að glími við einhverfu- rófsröskun og eru greind sem slík. Tilvísunum til GRR fjölgaði hratt á árunum eftir aldamót. Árið 1999 voru tilvísanirnar 198 en árið 2009 fékk GRR 384 tilvísanir. Á sama tímabili fjölgaði stöðugildum ekki nógu mik- ið til þess að svara þessari auknu eftir spurn – fór úr 30,3 stöðugildum í 52,7. Þegar tilvísanirnar eru sundur- liðaðar má sjá að þessa gríðarlegu fjölgun má nær eingöngu rekja til fjölda tilvísana vegna gruns um ein- hverfurófsraskanir. Árið 1999 voru tilvísanirnar rúmlega tuttugu, en árið 2009 voru þær orðnar tæplega 200. Það sem gerst hefur kallast á fag- máli „diagnostic shift“. Börn sem áður voru greind með þroskahöml- un eru nú einnig greind með rösk- un á einhverfurófinu. Þessi þróun á sér víða stað en sem dæmi má nefna að í Bandaríkjunum greinist eitt af hverjum 68 börnum þar með ein- hverfurófsröskun, en hlutfallið var eitt af hverjum 166 árið 2000. Eins og Gyða bendir á er algengt að börn séu bæði greind með einhverfurófsrösk- un og aðrar raskanir, svo sem ADHD, kvíða eða þunglyndi. Vönduð þver- fagleg greining sé því forsenda þess að börn fái góða og rétta íhlutun og því sé ákaflega slæmt hvað biðtím- inn eftir greiningu er langur. Of langur biðtími eftir greiningu „Biðlistinn er klárlega of langur,“ seg- ir Gyða. „Þessi börn þurfa að vera búin að fara í frumgreiningu áður en þau koma til okkar, yfirleitt hjá sál- fræðingi skólaskrifstofu, og þar er oft mjög löng bið líka. Ég hef heyrt um dæmi þess að börn hafi þurft að bíða í allt að einu og hálfu ári eftir frumgreiningu hjá skólasálfræðingi. Eftir það gæti biðin verið allt að tólf mánuðum hér á Þroska- og hegð- unarstöðinni. Það sem er svo alvar- legt við þessa bið er að það skiptir gríðarlega miklu máli hvernig með- ferð þessir krakkar fá. Ef ekki er vitað hver rótin er að erfiðleikunum þá er hætta á að ekki sé tekið á þeim með réttum hætti. Á meðan eru þessir krakkar að missa af þjónustu sem getur skipt sköpum fyrir framtíðar- horfur þeirra og vandinn stigmagn- ast á sama tíma,“ segir Gyða. Við þetta má bæta að rúmlega 20 prósentum tilvísana til GRR er hafn- að vegna forgangsröðunar til þess að þau börn sem eiga við alvarlegasta vandann að stríða njóti forgangs. „Við vísum öðrum frá, ekki vegna þess að þeim myndi ekki nýtast þjónusta okkar, heldur vegna þess að við teljum ekki boðlegt að setja börn á biðlista þegar ljóst er vegna forgangsröðunar að þau kæmust ekki að fyrr en eftir meira en tvö ár,“ segir Stefán. Hann bendir í kjöl- farið á úrræði sem GRR notar til að milda biðlistana. „Það er biðtími fyr- ir þau börn sem við tökum við og er hann að lengjast. En við reynum hins vegar að hefja afskipti í mörgum til- vikum, þó svo að endanleg grein- ingarvinna tefjist.“ Skólarnir bíða of lengi Stefán segir vandamálið fyrst og fremst kerfislegt. „ Grunnskólarnir gera ekkert í vandanum fyrr en komin er greining með stóru G-i,“ segir Stefán en þetta rímar við frá- sögn móður hér að framan. „Þá er kannski búið að gera frumgreiningu hjá skólasálfræðingi en þeir bíða með að veita stuðning þar til stóra G-ið er komið frá viðkomandi stofn- un. Oft liggur fyrir flott skýrsla frá skólasálfræðingi en samt er ekkert gert. Þeir halda að þeir fái peninga frá jöfnunarsjóði þegar greiningin er komin, en svo á ekki við um þennan hóp. Ástandið er yfirleitt betra í flest- um leikskólum þar sem er farið inn með stuðning um leið og þjónustu- miðstöð er búin að skoða barnið þannig að þar er lítill biðtími eftir þjónustunni. Kerfislægi vandinn birtist í grunnskólunum og tengist fjárveitingum. Þú átt að fá aukna þjónustu um leið og ljóst er að þú ert ekki samstíga þínum jafnöldrum,“ segir Stefán að lokum. Lítil eftirfylgni Eins og staðan er í dag fá þessi börn greiningu hjá Þroska- og hegðunar- stöðinni, að undangenginni langri bið, en í raun engin meðferðarúr- ræði. „Greiningin ein og sér er gagn- leg því hún skýrir út fyrir foreldrum og börnum af hverju hitt og þetta gengur svona erfiðlega. En aðalat- riðið er auðvitað að greining leiði til íhlutunar. Við sem sjáum um grein- ingarnar þurfum einnig meira bol- magn til þess að geta varið tíma í að fylgja málum eftir með ráðgjöf og líka til þess að hanna meðferðarúr- ræði hjá okkur,“ segir Gyða. Hún seg- ir það vera á teikniborðinu að koma í gang hópúrræði fyrir krakka sem eru á einhverfurófi en það kosti tíma og peninga að koma því í gang. „Við erum með fagfólk sem hefur áhuga og þekkingu til þess að sinna þessu betur. En í dag erum við ekki með nein sérstök meðferðarúrræði sem snúa að þessum hóp.“ En hvað telur Gyða þá að þurfi að gera fyrir þennan hóp í kerf- inu? „Ráðuneytin þurfa að gera ráð fyrir því að það sé til þjónusta fyrir þennan hóp. Það er ekki nóg að við hjá Þroska- og hegðunarstöð opn- um á þennan hóp þegar við höfum í raun ekkert svigrúm til þess. Það þarf að viðurkenna að þessi hópur sé til, átta sig á því hvað hann er stór og gera ráðstafanir til þess að hann fái viðeigandi þjónustu,“ segir hún. „Þetta passar ágætlega við þá starf- semi sem er hérna, og við höfum reynslu og þekkingu til þess að taka á móti þessum börnum, en það þarf að bæta við fjármagni svo hægt sé að bæta við mannafla svo það sé hægt. Eins og staðan er núna erum við í raun að taka tíma frá þeim hóp sem við höfðum fyrir og biðlistinn lengist stöðugt.“ n Beið í rúm fjögur ár eftir greiningu n Biðlistar í greiningu barna með einhverfurófsraskanir of langir n Engin sérstök meðferðarúrræði „Þau eru því alls ekki að mæta nægilegum skilningi um vanda sinn Fá ekki aðstoð við hæfi Gyða Haraldsdóttir, forstöðumaður Þroska- og hegðunarstöðvar, segir mjög alvarlegt hversu langur biðtími er eftir greiningu. Kerfislægt vandamál Stefán J. Hreiðars- son, forstöðumaður Greiningar- og ráðgjaf- arstöðvar ríkisins, segir grunnskólana ekki þurfa að bíða eftir greiningu til þess að veita börnunum viðeigandi þjónustu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.