Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2014, Side 38

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2014, Side 38
Vikublað 14.–16. október 201438 Fólk „Ekki hægt að hálf-elska“ Tónlistafólkið og systkinin Emmsjé Gauti og Karin Sveins eru miklir vinir og vilja vinna saman T ónlistafólkið Gauti Þeyr Más- son og Karin Sveinsdóttir eru ungt fólk á framabraut. Gauti, sem betur er þekktur sem Emmsjé Gauti, hefur verið að fikra sig hægt en örugglega upp metorðastiga rapplistarinn- ar á meðan Karin hefur vakið mikla athygli sem annar helmingur raf- poppdúósins Young Karin. Færri vita að Karin og Gauti eru afar náin systkini úr stórri fjölskyldu í Breiðholti. Systkinin eiga ekki sama blóðföður en Karin útskýrir að það hafi aldrei þvælst fyrir þeim og tek- ur Gauti undir það. „Ég er alinn upp með þessari manneskju og hún er systir mín þrátt fyrir að hafa ekki sama föðurnafn. Það gerir mig mjög pirraðan þegar fólk spyr mig hvort við séum ekki bara hálfsyst kini, svona eins og ég hálf-elski hana bara þá.“ Hættulegur býfluguleikur Það er áhugavert að setjast niður með systkinunum. Allt fas þeirra er aug- ljóslega mótað af áralangri sambúð og þau virðast hafa gengið í gegn- um súrt og sætt í sínum samskiptum. Eins og kannski gengur á stóru heim- ili fullu af börnum. Þau eru þó perlu- vinir í dag. Spurð um eftirminni- leg atvik úr uppvexti sínum stendur ekki á svörum Karinar megin. „Svona eins og býfluguleikurinn,“ segir hún með háðstóni og horfir á bróður sinn sem verður afar flóttalegur. „Þá hljóp Gauti á eftir okkur öllum með eldhús- hníf og þóttist vera býfluga og ætla að stinga okkur með broddinum. Hann var mjög uppátækjasamur,“ segir Karin og hlær hátt. „En ég leit mik- ið upp til hans.“ „Þú átt ekki að segja frá þessu Karin, þetta er svo hræði- legt,“ bætir Gauti við og kveðst oft hafa verið „bully“ við yngri systkini sín. „Svona eins og stór systkini vilja oft vera. En það var samt alltaf mikill kærleikur líka.“ Lifandi „sjóv“ heima alla daga Systkinin hafa verið söngvin alla tíð en tóku sinn tíma í að finna sinn farveg í tónlistinni. „Ég hafði alltaf áhuga á tónlist. Það eru til myndir af mér fimm ára að tromma á Mackin- tosh-dollu og jafnvel yngri að reyna að spila á gítar. Pabbi átti stúdíó og spilaði mikið á píanó. Ég lærði undir- stöðuna í svo mörgu fyrir hans til- stuðlan en svo komu unglingsárin og uppreisnin og ég hætti að æfa mig. Ég sé mikið eftir því, eins og pabbi sagði við mig að myndi gerast. Það væri frá- bært að hafa þetta í dag í því sem ég geri,“ segir Gauti. Karin ku hafa sung- ið alla tíð og rifjar Gauti upp að hún hafi verið farin að þenja raddböndin með söng áður en hún lærði að tala. „Ég var alltaf syngjandi og ég var al- gjörlega hræðileg í því. En svo kom þetta smátt og smátt með æfingunni,“ útskýrir Karin kímin og Gauti gríp- ur orð hennar á lofti. „Það var ein af ástæðunum fyrir því að ég flutti að heiman. Við erum að tala um svona tíu klukkutíma á dag þar sem hún blastaði tónlist og söng með, mjög hátt. Þetta gat orðið ansi pirrandi,“ segir Gauti og tekur fram að honum finnist afrakstur æfinganna þó glæsi- legur og söngrödd systur sinnar fög- ur. „Hún er með geðveika rödd.“ Vildi sjá hana dafna á sínum forsendum Spurð hvort það hafi aldrei staðið til að vinna saman að tónlist segir Karin það nýkomið í umræðuna. Hún hafi einnig ekki viljað vinna með Gauta fyrr en hennar eigin ferill væri kom- inn á skrið og tekur Gauti í sama streng. Þau útilkoka þó ekki að sam- starfs sé að vænta fljótlega. „Ég vildi heldur ekki, þar sem ég hef náð að skapa mér nafn, þá vildi ég ekki að hún yrði sett undir þann hatt að vera bara systir mín og dæmd út frá því. Ég vildi að hennar tónlistaferill blómstr- aði og hún kæmist áfram á sínu áður en við gerðum eitthvað saman,“ segir Gauti. „Mér hefur alltaf þótt vænt um þetta viðhorf Gauta og fundist það frekar fallega hugsað bara,“ bæt- ir Karin við en segir feril sinn þó ekki lausan við að fólk tengi hana bróð- ur hennar. Það sé þó undantekning frekar en annað. Vakti athygli dómarans Hljómsveit Karinar, Young Karin, gaf út EP-plötu í sumar en er hún þó nú þegar komin með mikið af nýju efni í sarpinn fyrir þá næstu. Hljómsveitin er, þrátt fyrir ungan lífaldur, komin með stóran aðdáendahóp utan land- steina sem innan. Karin keppti í söngvakeppni framhaldsskólanna fyrir hönd MH í hitteðfyrra. Hún lenti í öðru sæti og vakti strax athygli eins dómarans, Loga Pedros Stefánssonar tónlistamans. „Ég fékk svo Face- book-skilaboð frá Loga svona viku seinna og ég fékk sjokk,“ útskýrir Karin. „Logi spurði hvort ég hefði áhuga á að gera lag með honum. Ég fríkaði út, ég var svo skotin í honum á þessum tíma, án þess að þekkja hann neitt persónulega,“ segir Karin og hlær. Þau tóku upp nokkur lög í kjölfarið og fundu að það var grund- völlur fyrir samstarfi. Úr varð sveitin Highlands, sem eftir hótun um mál- sókn frá annarri Higlands-sveit fékk nafnið Young Karin. Logi ku hafa hr- ingt reglulega í Gauta, sem er náinn vinur hans, til að vita hvort honum þætti óþægilegt eða óviðeigandi að hann ynni tónlist með Karin. „Mér fannst það auðvitað frábært og gott tækifæri fyrir hana, enda Logi á með- al okkar allra færustu listamanna. Ég setti mig alls ekki á móti þeirra sam- starfi. Svo á ég hana nú ekki og ræð þannig litlu,“ segir Gauti kíminn. Stoltur af litlu systur Fyrstu tónleika Young Karin hlýddi Gauti á með Unnsteini Manuel, bróð- ur Loga. „Á einum tímapunkti litum við á hvor annan og vorum þá báðir með tár. Geggjað stoltir af litlu systk- inum okkar,“ segir Gauti og þau systk- inin hlægja hátt. Karin kveðst einnig afar stolt af Gauta og segir hann hafa þroskast mikið sem listamann. „Al- veg frá því hann keppti í Idolinu,“ segir hún að lokum, stríðin. n Ungt fólk heiðrar Gainsbourg Í kvöld verða haldnir tónleikar á Kaffi Rósenberg til heiðurs Serge Gainsbourg. Leikin verða þekkt lög Gainsburg í djassútsetning- um. Það eru systkinin Halldór og Unnur Sara Eldjárn sem koma að tónleikahaldinu og munu þau annast trommuleik og söng en auk systkinanna koma fram þau Daníel Helgason á gítar, Al- exandra Kjeld á kontrabassa og Hildur Holgersdóttir á píanó. Athygli vekur að hljómsveitin er aðeins skipuð ungu tónlistarfólki og ljóst er að áhrifa Gainsbourg gætir enn víða. Tónleikarnir hefj- ast klukkan 21 og kostar 1.500 krónur inn en námsmönnum er þó boðinn afsláttur. María Lilja Þrastardóttir maria@dv.is Söngkonum hótað nauðgun „Auðvitað ertu femínisti þú ómannlega drasl,“ er á meðal ummæla sem systurnar í Hljóm- sveitt hafa fengið á nýjasta lagið sitt Næs í rassinn. Myndbandið frumsýndu þær í síðustu viku og hafa þær vakið sterk viðbrögð netverja. Sveitin, sem fer ótroðnar slóðir í ádeilu sinni á samfélagið, fer ekki varhluta af grófum orðsending- um nafnlausra aðila á netinu. Í þættinum Harmageddon í gær sagðist annar forsprakka sveit- arinnar, Anna Tara Andrésdóttir, sérstaklega uggandi yfir hótun- um um gróft kynferðisofbeldi. Þá sagðist hún hafa meiri skilning en áður á vefsíðu Hildar Lilli- endahl, Karlar sem hata konur, og kvað ummæli sem þessi eiga heima á síðunni umdeildu. Tóku sér tíma Systkinin hafa verið söngvin frá barnæsku en tóku þó sinn tíma í að finna sig Samrýnd þrátt fyrir hnökra Eins og gengur slettist oft uppá vinskapinn hjá þeim systkynum en þau hafa þó alltaf verið náin. Útiloka ekki samstarf Systkinin eru bæði að vinna í nýju efni og útiloka ekki samstarf í náinni framtíð. „Ég var alltaf syngjandi og ég var algjör- lega hræðileg í því Íslenski kúrinn skilgreindur? „Íslenski kúrinn hefur verið skil- greindur: Maður má verja 745 kr í mat á dag. Í anda þess verð- ur hér súpa úr lágvöruverslun, bragðlítill ostur frá MS og verk- smiðjubakað, rotvarið brauð til kvöldverðar,“ sagði þýðandinn og samfélagsrýnirinn Gísli Ásgeirs- son á Facebook í gær. Tilefnið var neysluviðmið úr frumvarpi fjármálaráðherra um breytingar á virðisaukaskatti. Mörgum þótti Gísli þar hitta naglann á höf- uðið en sem kunnugt er fór for- sætisráðherra í lífsstílsátak fyrir nokkru sem hann kallaði „ís- lenska kúrinn“. Hvort téður kúr hafi verið sá sami og Gísli gerði að umtalsefni skal þó ósagt látið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.