Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2014, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2014, Blaðsíða 32
32 Menning Vikublað 14.–16. október 2014 Sigruðu í fjölmennri hönnunarsamkeppni í Þýskalandi n 95 arkitektastofur sendu inn hugmyndir fyrir menningarmiðstöð n Tillaga a2f valin best Í slensk-þýska arkitektastofan a2f skaut 94 öðrum stofum ref fyrir rass og sigraði í samkeppni um hönnun íþróttahallar og félags- og menningarmiðstöðvar í borginni Rendsburg í Þýskalandi. Síðast- liðinn föstudag var tilkynnt að til- laga a2f, sem nefnist TREFF . MAST- BROOK (Treffpunkt Mastbrook) eða Miðstöð Mastbrook, hefði borið sigur úr býtum. „Þetta er hluti af átaki borgarinn- ar fyrir þetta hverfi sem er svolítið illa statt félagslega – íbúum hefur fækkað í hverfinu að undanförnu,“ segir Aðalheiður Atladóttur sem rekur stofuna ásamt eiginmanni sínum Falk Krüger og Filip Nosek. „Þetta er íþróttahöll og fjöl- notasalur. Við þetta er byggð fé- lags- og menningarmiðstöð, og á að samnýtast grunnskóla sem er þarna á lóðinni,“ segir Aðalheiður. Mið- stöðinni er ætlað að verða vettvang- ur mannamóta og samskipta og á að efla hverfið Mastbrook og styrkja uppbyggingu þess. Aðalheiður segir að í flestum hönnunarsamkeppnum í Þýska- landi séu arkitektastofurnar vald- ar í forvali eða boðið sérstaklega að taka þátt, en í þessi tilviki var samkeppnin opin. Það voru því 95 arkitektastofur sem sendu inn til- lögur um hönnun miðstöðvarinn- ar, 10 stofur fengu greitt til að þróa hugmyndir sínar áfram og svo voru veitt verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin. „Þetta er mikill heiður,“ segir Aðal- heiður um verðlaunin. A2f rekur tvær stofur, eina í Reykjavík og aðra í Berlín. „Við stunduðum nám saman. Ég og Falk, og Filipus sem er mjög góður vin- ur okkar. Við unnum mikið saman Vettvangur mannamóta og samskipta Treffpunkt Mastbrook er 2.200 fermetra íþróttahús, félags- og menn- ingarmiðstöð. Mynd a2f Þórarinn les karlasögur Í tilefni af Lestrarhátíð stendur Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO fyrir útgáfu á smá- sagnasafninu Eins og Reykjavík og hefur gefið út frítt á rafbók. Nokkur gagnrýni hefur komið fram í kjölfar útgáfunnar því að einungis 5 af 26 sögum bókarinn- ar eru eftir konur. Þórarinn Eld- járn sem valdi sögurnar í bókina hefur svarað gagnrýnisröddum á Facebook: „Ég tók að mér að raða saman einhverskonar heild sagna eftir eigin smekk út frá formúl- unni smásaga (eða smá saga) + Reykjavík + húmor og írónía. Það kom bara svona út. Aldrei stóð til að mér bæri að úthluta hnífjöfnu réttlæti hvað varðar efnistök, ald- ur, búsetu, menntun, kynþátt, kynhneigð, kynferði eða nokkuð annað. En má þessi bók ekki bara nokkuð vel við una ef umkvartan- ir fjalla helst um það sem ekki er í henni? Jafnvel þó hún virðist vera mannréttindabrot.“ Deilt um hljóðbækur Í pistli á Kvennablaðið.is gagn- rýnir Kristín Sigurðardóttir að einungis þeir sem geti ekki nýtt sér prentað letur fái aðgang að safnkosti Hljóðbókasafns Íslands. Þóra Ingólfsdóttir, forstöðumað- ur safnsins, segir í svargrein að samkvæmt höfundalögum megi safnið gera hljóðbækur án sam- bands við höfunda eða útgefend- ur en slíkt væri ómögulegt ef að- gangur væri almennur. Hlutverk safnsins felist í því að standa vörð um mannréttindi þeirra sem geta ekki notið bókmennta með aug- unum. Í síðustu viku greindi DV frá því að hljóðbókaunnandi sem var ósáttur við framboðið og las inn skáldsöguna Veröld sem var á Youtube hafi verið beðinn af Forlaginu að taka upplesturinn út, en þýðingin er enn bundin höfundarétti. Ætla að lengja gildistíma höf- undaréttar Í mennta- og menningarmála- ráðuneytinu stendur nú yfir vinna um breytingar á höfundarétt- arlögum. Í umræðum um gagnasafn Ríkisúvarps- ins á Alþingi í síðustu viku upplýsti Ill- ugi Gunnars- son að til stæði að lengja gildistíma höfundarétt- ar: „Meðal annars vegna þess að listamennirnir eru farnir að lifa lengur en áður, þeir eru farnir að lifa heilbrigðara lífi og nauðsynlegt að tryggja það að höfundaréttur- inn hverfi ekki á meðan að lista- mennirnir eru á lífi.“ Samkvæmt 43. grein gildandi höfundalaga helst höfundaréttur gildur uns 70 ár eru liðin frá næstu áramótum eftir lát höfundar. É g held að þetta muni skipta sköpum fyrir framtíð raflistar á Íslandi,“ segir Halldór Björn Runólfsson, safnstjóri Lisasafn Íslands, um opnun Vasulka- stofu, miðstöðvar fyrir margmiðlun- arlist á Íslandi. Halldór segir að hugmyndin um slíka deild innan listasafnsins hafi komið fram fyrir þó nokkrum árum en það hafi ekki fyrr en ákveðið var að tengja hana nafni Vasulka-hjón- anna, Steinu og Woodys, sem skrið- ur komst á verkefnið. „Þau hafa alltaf hugsað sér að á Íslandi gæti orðið til einhvers konar vídeómið- stöð sem tæki við verkum og upplýs- ingum.“ Miðstöðin mun þannig ein- beita sér að varðveislu, rannsóknum og kynningu á verka- og heimilda- safni þessara brautryðjenda í mynd- bandalist. Til að byrja með fær mið- stöðin afnot af kjallara listasafnsins. „Það má segja að Krisín Scheving beri hitann og þungann af starf- seminni og með henni fjöldinn allur af hjálparkokkum. Svo erum við að mynda tengsl við æ fleiri margmið- lunarstöðvar bæði í Skandinavíu, Evrópu, Kanada og Bandaríkjunum,“ útskýrir Halldór. Í hringiðunni Steinunn og Woody Vasulka eru brautryðjendur í vídeólist og gríðar- lega virt í heimi myndbanda- og margmiðlunarlistar. Þau kynntust þegar Steinunn var við framhalds- nám í fiðluleik í Tékkóslóvakíu árið 1959. Í byrjun sjöunda áratugarins fluttust þau til New York í Banda- ríkjunum þar sem Woody vann við ýmis vídeótengd verkefni og Steinunn starfaði við tónlist, útskýr- ir Halldór. „Um 1968 ákváðu þau að hætta öllum hlutastörfum og hella sér út í að kanna vídeóheiminn og vídeóvæðinguna. Þau byrjuðu á því að gera heimildakvikmyndir. Þau sóttu mikið tónlistarklúbba og tóku meðal annars upp tónleika með Jimi Hendrix, Miles Davis, Jethro Tull og fleiri ámóta listamönnum. Síðan fóru þau að kanna skemmt- analífið í New York og fóru sérstak- lega í neðanjarðarklúbbana sem þá voru að líta dagsins ljós, sérstaklega klúbbar samkynhneigðra. Þau gerðu heimildamyndir um meira og minna allt liðið sem átti eftir að leika í kvik- myndum Andys Warhol,“ segir Hall- dór. Stofnuðu einn frægasta raflistastað heims „Fljótlega sáu þau að það var ekki til neinn samastaður fyrir þessa tegund nýlistar.“ Í kjölfarið bjuggu þau til slíkan vettvang sjálf, The Kitchen. „Þau fundu eldhús í Broadway Central Hotel, þau gerðu það upp og opnuðu. Þetta er einn frægasti raf- lista- og raftónlistarstaður verald- ar býst ég við.“ The Kitchen er enn starfandi í dag en hefur verið fluttur sig um set að minnsta kosti tvisvar. Snemma á áttunda áratugnum var Vasulka-hjónunum boðnar stöð- ur við nýstofnaða margmiðlunar- deild í ríkisháskólanum í Buffalo. „Þessi deild sem var eins og sniðin fyrir þau. Í fyrsta skipti fengu þau aðgang að öllum þeim tækjum sem þau þurftu á að halda og stúdíó. Þá helltu þau sér út í þetta og fóru að rannsaka vídeó. Bæði í tengslum við sjónvarp og margmiðlun og þvílíkt. Þá fóru þau líka að smíða eigin tæki og komust í kynni við menn sem voru að þróa þessa tækni fram á við. Um það leyti sem þau voru að hætta í Buffalo og flytja til Santa Fe í Nýju- Mexíkó árið 1978 voru þau búin að þróa vídeótæknina yfir í stafræna tölvumyndagerð.“ Enn í fullu fjöri Vegur og virðing Vasulka-hjónanna hefur aukist umtalsvert á undan- förnum árum. „Allt í einu á síðustu 10 árum hefur hvert safnið á fætur öðru svermað fyrir þeim og þetta er að verða þannig að við gátum ekki … til að missa ekki af lestinni var ekki um annað ræða en að opna Va- sulka-stofu hér. Við vildum algjör- lega ná í skottið á þeim áður en það væri orðið um seinan.“ Steinunn er þó enn að vinna að listinni. „Þau eru ennþá í fullu fjöri og alltaf að þróa hlutina fram á við, og eru snillingar í öllu sem heitir tækni og öllu því sem þarf til að þróa áfram vídeó.“ Stofan verður formlega opnuð á fimmtudag, en á þriðjudag og mið- vikudag fer fram málþing í safninu til heiðurs hjónunum. n Opna miðstöð fyrir margmiðlunarlist n Frumkvöðlar í vídeólist heiðraðir með opnun Vasulka-stofu Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Halldór Björn Runólfsson Safnstjóri Listasafns Íslands segir að Vasulka-stofa muni skipta sköpum fyrir framtíð raflistar á Íslandi. Mynd SiGTRyGGuR aRi Brautryðjendur Woody og Steinunn Vasulka eru enn í fullu fjöri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.