Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2014, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2014, Blaðsíða 18
Vikublað 14.–16. október 201418 Fréttir Erlent Lífstíðardómur fyrir dauðakLám n Filippseysk hjón framleiddu myndbönd af pyntingu dýra n Vestrænir kaupendur Í lok september voru filipps­ eysku hjónin Vicente og Dorma Ridon dæmd í lífstíðarfangelsi fyrir barnamisnotkun, dýraníð, mansal, ásamt ýmsum minni glæpum. Öll brotin voru framin við vinnslu á svokölluðum „Crush“­ myndböndum sem hjónin voru sök­ uð um að hafa selt á internetinu. Myndböndin sýndu hrottafengna pyntingu og aflífun ýmissa dýra og voru kaupendur myndbandanna í langflestum tilvikum Vesturlanda­ búar – með ógeðfellt blæti. Hjónin neyddu í einu tilviki tólf ára berfætta stúlku til að kremja dýr til dauða og varð það veigamikið í því að dómur þeirra var jafn þungur og raun ber vitni. Hvolpar kramdir Efni myndbandanna er hvert öðru óhugnanlegra. Í nær öllum tilvik­ um sáu fáklæddar unglingsstúlkur um pyntingu dýranna. Eitt mynd­ band sýndi hvernig hundur var fláður lifandi, annað myndband sýndi konu brenna hund með straujárni. Þriðja myndbandið sýndi hvernig eyru voru skorin af kanínu og hún því næst brennd lifandi. Fjórða myndbandið sýndi konu stinga út auga apa með odd­ hvössum skóhæl. Í flestum tilvik­ um voru myndböndin þó, líkt og nafnið gefur til kynna, af konum að kremja dýr, með þeim afleiðingum að líffæri fóru út um kjaft þeirra. Oftar en ekki var um að ræða hvolpa. Rannsókn í samstarfi við PETA Ridon­hjónin voru handtekin árið 2011 í kjölfar sameiginlegrar rannsóknar filippseysku alríkis­ lögreglunnar og Asíudeildar dýra­ verndunarsamtakanna PETA. Raunar hafði PETA merkilega mik­ il áhrif á málið, samtökin þrýstu á yfir völd í Filippseyjum að líta mál­ ið alvarlegum augum og unnu stór­ an hluta rannsóknarvinnu. „Dóm­ ur Ridon­hjónanna er viðvörun til allra þeirra sem taka þátt í hinum viðbjóðslega „Crush“­kvikmynda­ iðnaði. Að skaða dýr getur haft alvarlegar afleiðingar,“ sagði Jason Baker, varaforseti Asíudeildar PETA, við fjölmiðla í kjölfar dóms­ ins. Kynntust á netinu Við réttarhöldin hélt Vicente því fram að hans eini viðskiptavinur og „leikstjóri“ væri ástralskur maður sem hann kynntist við tölvuleikja­ spil á netinu árið 2007. Vicente hélt því fram að maðurinn hafi ýmist kynnt sig sem Mick Tanks eða Michael Clark. Leitað er að Ástral­ anum nú en það gæti reynst erfitt að hafa hendur í hári hans þar sem hann huldi slóð sína vel. Raunar er hefur tilvist hans ekki verið stað­ fest og ekki útilokað að hann hafi verið skáldaður upp af Vicente. Kaupendur dauðaklámsins eru þó tvímælalaust raunverulegir og samkvæmt yfirlýsingu PETA er nú unnið að því að rekja slóð þeirra. Samkvæmt sömu yfirlýsingu er vit­ að um kaupendur frá Bandaríkjun­ um, Frakklandi, Bretlandi, Ástralíu og Suður­Kóreu. Stigmagnandi viðbjóður að ósk huldumanns Samkvæmt Vicente hófst mynd­ bandaserían á fremur saklausan hátt, Clark bað hann um að taka myndband af einhverjum á baki vatnavísunds. Sendi Clark mynd­ bandsvél og pening til Vicente, sem tók upp myndband af þernu sinni á baki vísunds. Í kjölfar þess bárust Vicente ný „handrit“ reglu­ lega sem urðu stigmagnandi í við­ bjóði. Í einu „handriti“ var þess óskað að kona slátraði hundi, í öðru að snákur yrði rifinn í tvennt. Vicente sagði að fyrir hvert mynd­ band hafi hann fengið á bilinu hundrað til tvö hundruð Banda­ ríkjadala. n Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is „Dómur Ridon- hjónanna er við- vörun til allra þeirra sem taka þátt í hinum við- bjóðslega „Crush“-kvik- myndaiðnaði. Skjáskot Hér má sjá eitt vægara atriði í „Crush“-myndabandaþáttaröðinni. Eftirlýst Asíudeild PETA lagði mikla áherslu á að draga hjónin fyrir dómstóla og hétu um tíma verðlaunum fyrir upplýsingar um þau. Fannst föst undir látnum föður T íu mánaða stúlka fannst nær dauða en lífi í Shreveport í Louisiana eftir að hún hafði legið föst svo dögum skipti undir líki föður síns. Lögreglan fann litlu stúlkuna, Betty Jean Fields, þar sem hún lá uppi í rúmi föst milli veggjarins og föður síns. Að sögn dánardómstjóra virðist sem faðirinn hafi setið í rúminu og verið í tölvunni þegar hann fékk skyndilega hjartaá­ fall og féll aftur fyrir sig á stúlkuna. Lögreglan var kölluð á vettvang á föstudagskvöld eftir að fimm ára bróðir Betty leitaði til nágranna þar sem hann sagði þeim að hann héldi að faðir hans væri látinn. „Það að hann hafi lent á henni og ekki gert neina tilraun til að hreyfa sig segir mér að hann hafi látist sam­ stundis,“ segir dánardómstjórinn. Betty Jean þjáðist af miklum vökvaskorti þegar hún fannst og en engin loftkæling er á heimilinu svo hún var brennheit þegar lögreglu­ menn bar að garði. Hún gat þó and­ að og þykir mikil mildi að stúlkan hafi hreinlega lifað þetta af. Áætlar dánardómstjóri að faðirinn, sem var 43 ára og hafði lengi glímt við hjarta­ sjúkdóma, hafi dáið þremur dögum áður en hann fannst. Búist er við að stúlkan nái sér að fullu. Móðir hennar, sem sat í fang­ elsi fyrir minniháttar afbrot, var látin laus fyrr til að geta séð um Betty Jean og bróður hennar. n mikael@dv.is n Faðir hennar hafði fengið hjartaáfall n Lá undir líkinu í þrjá daga Sjö drepnir í nornaveiðum Lögreglan í Tansaníu hefur hand­ tekið 23 þorpsbúa í Murufiti sem grunaðir eru um að hafa ráðist á sjö manns vopnaðir sveðjum og brennt hluta þeirra lifandi. Voru þeir sannfærðir um að fórnarlömb­ in væru nornir og seiðskrattar. Fimm hinna látnu, flest konur en einnig karlar, voru á sjötugsaldri en hinir á fimmtugsaldri. Mann­ réttindasamtök í Tansaníu áætla að allt að 500 manns séu drepin ár­ lega grunuð um fjölkynngi. „Þegar ég kom heim þá fann ég lík móður minnar í um 10 metra fjarlægð við heimilið en faðir minn hafði verið brennd­ ur inni í húsinu,“ segir Josephat John, sonur hjóna sem myrt voru, í samtali við tansaníska dagblað­ ið Mwananchi. BBC greinir frá. Í samtali við BBC segir Hamisi Richard, leiðtogi þorpsins, að fjöl­ margir hafi flúið þorpið af ótta við árásirnar og áhlaup lögreglu. Einn hinna handteknu nú er sagður vera helsti andalæknir Murufiti en þeir eru sagðir taka reglulega þátt í árásum sem þessum. Galdratrú er ríkjandi víða í Tansaníu en áætlað er að á ár­ unum 2005 til 2011 hafi um þrjú þúsund manns verið drepin grunuð um að vera nornir sam­ kvæmt frétt BBC. Vændiskonur mótmæla Mikill fjöldi vændiskvenna safn­ aðist saman fyrir utan byggingu öldungadeildar franska þings­ ins á sunnudag til þess að þrýsta á frönsk stjórnvöld um að gera kaup á vændi refsiverð. Laga­ frumvarp um að að sekta megi vændiskaupendur voru felld nið­ ur í júlí en mótmælendur kröfð­ ust aðgerða. Rosen Hicher, 57 ára göm ul fyrrverandi vænd is kona, var ein þeirra sem talaði á fundinum, en hún sagði engan hafa rétt til þess að kaupa eða selja konu. Hrollvekjandi Tíu mánaða stúlka fannst föst undir líki föður síns í Shreveport á föstudag. Hafði setið þar föst upp við vegg í minnst þrjá daga. Myndin tengist efni fréttar ekki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.