Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2014, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2014, Blaðsíða 21
Umræða 21Vikublað 14.–16. október 2014 Brotthvarf nemenda Í Hvítbók mennta- og menn- ingarmálaráðherra eru sett skýr markmið um námsframvindu í framhaldsskólum. Þau mark- mið hafa fengið nokkra umfjöll- un þar sem ýmsum þykir að sér vegið í þeirri bók. Bent hefur verið á misvísandi talnagögn og fleira en staðreyndin er sú að það er mikið sóknarfæri á þessu sviði. Hvers vegna hætta þau? Í nýútkominni skýrslu Rannsókna og greiningar (Ungt fólk 2013, framhaldsskólar) er t.d. fróðlegt að fletta upp á mynd nr. 68 en þar má sjá að um þrjátíu prósent fram- haldsskólanema sem könnuninni svöruðu telja námið tilgangslaust og að sú staða hefur verið það sem af er þessari öld með minnihátt- ar sveiflum. Að sama skapi kemur fram í Brotthvarfsskýrslum ráðu- neytis mennta- og menningarmála að skólaárið 2013–2014 hættu inn- an við 40% nemenda í framhalds- skólum vegna þátta sem eru á valdi skólanna. Hér er átt við að þegar nemanda er vísað frá námi t.d. vegna brota á umgengnis- eða skólasóknarreglum, margfalls á prófum o.fl. Á sama tíma hættu liðlega 60% vegna félagslegra aðstæðna, fjár- hagslegra mála eða heilsufars. Það sem bæta má við er að baki þeim þáttum sem snerta skólann (aga- mál o.s.frv.) eru án efa félagslegar, fjárhagslegar eða heilsufarslegar ástæður sem ekki koma endilega fram. Spurningar vakna því um eitt og annað í þessu samhengi. Ekki allir í sömu þörf Eitt er að skoða hvort ekki þurfi að brjóta upp starfsramma skól- anna, t.d. námsgreinaskipan sem er að stofni til frá þar síðustu öld og almenna uppbyggingu náms- brauta sem er í grunninn frá lok- um 19. aldar. Fleira mætti skoða s.s. skipan starfstíma en það er frekar óraunhæft að skólar megi ekki sinna t.d. kennslu í desember eða frá maí til loka ágúst. Í tíðarfari þar sem þröngt er á vinnumark- aði þá er slíkt frekar slæmt fyrir unga fólkið. Einnig kann að vera ráð að skólarnir, sem helst reyna að sinna nemendum sem eru að fást við vandamál eins og nefnd voru að framan, sem og nemend- um með námsörðugleika, fái úr- ræði og fjármagn til þess. Það gæti þýtt sálfræðiþjónustu, heilbrigðis- þjónustu og fleiri þætti sem snerta stoðkerfi skólanna. Athuga ber að það eru ekki allir skólar í sömu þörf eða með sama metnað í þess- um efnum. Þeir sem ganga fremst á þessu sviði eru einnig illa settir rekstrarlega. Að auki mætti líta til nærliggj- andi landa sem t.d. útvega nem- endum námsgögn og jafnvel greiða þeim námsstyrki sem stunda skól- ann. Metnaðarfullar lausnir Markmið Hvítbókarinnar eru metnaðarfull. Einhverjum þeirra má ná með hagræðingu. Líklegt er þó að það þurfi djarfar og metnað- arfullar lausnir líka. Og til að í þær hilli þarf að opna skólunum leið- ir sem nú eru lokaðar vegna fjár- skorts. n Magnús Þorkelsson skólameistari Flensborgarskóla Kjallari Hallgrímur Helgason trúir á skáldskapinn H allgrímur Helgason rithöf- undur og er bæði pennafær og magnað skáld og fjölhæf- ur listamaður, sem mér hef- ur þótt vænt um hvort sem hann leggur til mín eða umfaðmar af einstökum kærleika. Enginn nútíma Íslendingur er jafn líkur í háttum kappanum Þorgeiri Hávarssyni sem sagt er frá í Fóstbræðra sögu. Hann hefur skipað sér í þá sérkennilegu stöðu að oft er hann landamæra- laus og virðist þá stundina löðrunga fósturjörðina og ýfast við öllu sem ís- lenskt er. Hina stundina verður hann eins og jökull eða stormur sem þýtur um grund, eða rigningin, íslenskari en allt. Í pólitískri umræðu heldur hann á penna Jónasar frá Hriflu, óvæginn og miskunnarlaus við andstæðinga sína, nema Jónas vissi hvert hann var að fara og er eini alvöru stjórn- málamaðurinn sem Ísland hefur átt og eins og Albert Guðmundsson sá merki stjórnmálamaður sagði við mig í París forðum: „Í rauninni miklu merkilegri en Jón Sigurðsson forseti.“ Jónas bjó til vopnin Jónas bjó til vopnin til að sækja fram og bæta hag alþýðunnar og þar voru flokkar okkar Hallgríms merkileg- astir því Jónas var guðfaðir bæði Alþýðuflokksins og Framsóknar- flokksins sem fóru gegn auðvaldinu og stóðu að alþýðumenntuninni og samvinnuhugsjóninni. Svo er það merkilegt með Hallgrím að hann vel- ur sér oft af miklum trúarhita stöðu með þeim sem vilja ryðja því þjóð- lega úr vegi. Tvífari Hallgríms Þorgeir Hávars- son fóstbróðir Þormóðs Kolbrúnar- skálds var vígamaður og heillaður af vopnaburði. Eitt sinn kom hann í hóp manna þar sem stóð sauðamað- ur yfir fé sínu og studdist fram á staf sinn og talaði við aðra menn. Stafur- inn var lágur en maðurinn móður og var hann nokkuð bjúgur, steyldur á hæli og lengdi hálsinn. En er Þorgeir sá það reiddi hann fram öxina og lét detta á hálsinn. Öxin beit vel og fauk af höfuðið og kom víðs fjarri niður. Þegar menn spurðu hvers vegna hann hefði unnið þetta óhæfuverk svaraði hann: „Ég mátti eigi við bind- ast er hann stóð svo vel til höggsins.“ Eitt sinn sá ég skáldið berja bíl for- sætisráðherra með kylfu af því að bíllinn lá svo vel við höggi. Guði sé lof að Geir H. Haarde var í bílnum en ekki utan dyra. Þegar Hallgrímur barði bílinn speglaðist rosabaugur á skallanum á honum enda var hann verkamaður Baugskeðjunnar á þess- um tíma en ekki litla mannsins. Svo er hann auðvitað líkur Þormóði að því leyti að hann er flókin persóna, vígamaður, kvennamaður og skáld. Trúir kviksögum En málflutningur Hallgríms í grein- inni í DV um helgina er rangur og í meginatriðum byggður á kvik- sögum. Hann trúir gagnrýnislaust þeirri mynd sem DV og Kastljós hafa dregið upp. Það er af því að hann er sjálfur skáldsagnabóndi og líkar vel þegar menn skálda í fjölmiðlum. Það er skáldskapur að Mjólkursamsalan hafi brugðið fæti fyrir Mjólku. Hún keypti ekki mjólk af MS fyrstu starfs- ár sín heldur safnaði henni sjálf frá bændum. Það var á þeim árum sem „litla blómið“ safnaði um sig illgresi óviðráðanlegra skulda sem ollu því að það visnaði. Viðskiptin við MS sem fylgdu í kjölfarið skiptu þar engu til eða frá. MS bakkaði út af lífræna mjólkur- markaðnum og þar er nú Biobú í hægum en öruggum vexti frá 2006 og í góðum viðskiptum við MS. Mjólk- ursamsalan safnar lífrænni mjólk fyrir það frá þremur lífrænum búum á Norðurlandi, öðru á Suðurlandi og svo frá Neðra Hálsi í Kjós þar sem búið á sínar rætur. Mjólkusamsalan seldi frá sér ísgerðina Emmess árið 2007 til Sólar ehf. og hefur Emmess- ís haslað sér völl sem sjálfstætt fyrir- tæki óskylt MS. Mjólkursamsalan hef- ur notað laktósaskerðingu í vörum sínum um langt árabil, allt frá árinu 2002, til þess að auka sætubragð í því skyni að minnka sykurmagn. Og það svaraði kröfum um laktósafría mjólk áður en Arna kom til í Bolungarvík og lætur því ágæta fyrirtæki eftir sér- vörumarkaðinn á þessu sviði. Þetta er því allt meira og minna skáldskap- ur að kúabændur hafi gegnum MS beitt valdi sínu til þess að drepa af sér samkeppni ef við lítum til þeirrar ald- ar sem við lifum nú á. Látum sagn- fræðingana um tuttugustu öldina og ég trúi að þeir muni draga upp litrík- ari mynd en þá svarthvítu sem brugð- ið var upp í lituðu Kastljósi. Landsnet kúabænda Mjólkursamsalan er landsnet 650 kúabænda undir strangri löggjöf og má ekki græða eða borga eigendum sínum beinan arð. Allur hagnaður skal fara annars vegar til neytenda í lægra vöruverði og hins vegar til bænda til að bæta afurðaverð þeirra. Rannsóknir sýna að opin ber verð- lagning og lög um hagræðingu hafa skilað neytendum 2 milljörðum og bændum 1 milljarði árlega frá 2004 eða yfir 30 milljörðum. Allir kaup- menn, bæði sá sem hefur 50% hlut- deild í smásölu og hinn sem hefur 1% eða 10% hlutdeild fá vörur MS á svipuðu verði til sín. Þetta voru því lög sem snerust um samkeppni, að hjálpa þeim litla til að lifa og standa gegn ofríki þess stóra á markaði. Þess vegna fær fólkið ákveðnar dag- vörur á svipuðu verði hvar sem það býr í landinu. Þetta er jafnaðar- mannamál Hallgrímur minn, enda var opinber verðlagning vel studd á Alþingi í ljósi þessa á sínum tíma. Hvar sem tveir menn koma saman á Íslandi, þar er mafía. Við getum kallað hvert annað mafíufor- ingja en það hjálpar ekki nokkrum manni til þess að átta sig á hlutun- um. Hallgrímur Helgason reiddi hátt til höggs af því hann taldi að háls minn lægi vel við höggi en að þessu sinni geigaði öxin. n „En málflutningur Hallgríms í grein- inni í DV um helgina er rangur og í meginatriðum byggður á kviksögum. Guðni Ágústsson skrifar Aðsent 10. október 2014 Helgarblað 10.–13. október 2014 Umræða Stjórnmál 27 E itt sinn héldum við að Guðni Ágústsson væri seinheppinn sveitamað­ ur sem vildi Ísland fyrir Ís­ lendinga og konuna á bak­ við eldavélina. En þar höfðum við rangt fyrir okkur. Því Guðni reyndist miklu klárari en við héld­ um og varð á endanum „darling of the nation“, ástkær skemmtikraft­ ur og sjarmatröll, konungur eigin kjördæmis á Kanarí. Og lengi vel höfðum við þá mynd af mannin­ um. „Léttur í lund“ hét enda bókin hans. En einnig í þessu höfðum við rangt fyrir okkur, því nú birtist okk­ ur glænýr Guðni: Mjólkurmafíós­ inn, guðfaðir kerfisins, brosandi grimmur og miskunnarlaus. Marlon Brando „Það er bullandi samkeppni í þess­ um bransa.“ Svona talaði hann í liðinni viku, af ísmeygilega mafískri kaldhæðni, en fyrirtækið sem hann frontar er með 99 prósent mark­ aðshlutdeild. „Það er bullandi samkeppni og allir velkomnir í mjólkuriðnaðinn.” Marlon Brando hefði ekki getað orðað þetta bet­ ur, í sínu frægasta hlutverki. Í ein­ feldni minni hélt ég eitt sinn að nýtt starf Guðna Ágústssonar, „framkvæmdastjóri afurðastöðva í mjólkuriðnaði“, ætti við öll fyrir­ tæki í þeim bransa. Líka Mjólku, líka Kú, líka Biobú, og líka Örnu, öll litlu fyrirtækin sem reyndu sig og reyna enn í samkeppni við ris­ ann MS. En það var auðvitað fjarri sanni. Auðvitað starfar Guðni ekki fyrir allar afurðastöðvar, heldur bara fyrir sínar, fyrir MS og KS og fyrirtækin sem tengjast þeim. Fyrir þá sem borga launin hans. Og talar samkvæmt því. Spillingarfrí mjólk Stundum erum við nefnilega aðeins of auðtrúa og ómeð­ vituð. Líkt og þegar okkur bauðst allt í einu laktósafrí mjólk og gátum aftur farið að borða morgunkorn án ónota í maga. Það var fyr­ ir ári síðan sem við upp­ götvuðum þessa nýjung á markaði. Hún var reynd­ ar ekki alltaf til í búðinni, en stundum til frá öðru fyrirtæki sem við þekkt­ um ekki og heitir Arna. Við tókum bláu fern­ una frá þeim ef sú gula fannst ekki en hugs­ uðum annars ekkert út í það frekar. Nú er sagan okkur ljós: Það var litla fyrirtækið, Arna í Bolungarvík, sem fékk þessa hug­ mynd: Að framleiða laktósafría mjólk, fyr­ ir fólk með mjólkur­ óþol, vara sem ekki hafði áður verið fá­ anleg á íslenskum markaði. Hvað gerði mjólkurrisinn MS þá? Hann hóf sjálfur að framleiða sömu vöru, og varð jafnvel fyrri til að koma henni á markað! Hann gat ekki unnt þessum litla mjólk­ ursprota að eiga þá sérstöðu á markaði. Líkt og mafíósi sagði risinn með hásri röddu og lúmsku glotti: Það eru all­ ir velkomnir í mjólkuriðnaðinn! En hvarf síðan í símann og fyrirskip­ aði framleiðslu á sömu vöru, til að reyna að drepa sprotann í fæðingu. En það hefur ekki alveg tekist enn. Enn má kaupa spillingarfría mjólk frá Bolungarvík í betri búð­ um landsins. Hún fer enn betur í maga en laktósafría mjólkin frá MS. Enginn Einskisson Kastjós mánudagsins rúllaði yfir sams konar sögur sem hafa endurtekið sig allt frá því að Thor Jensen skor­ aði Framsókn á hólm fyrir næstum því hundrað árum. Hið kommúníska einok­ unarkerfi flokksins hefur staðið af sér allar slíkar tilraun­ ir, þrátt fyrir hrun SÍS og Íslands, bú­ sáhaldabyltingu og almennar þjóð­ félagsbreytingar, frá kreppu til kana­ sjónvarps til iPads. Landbúnaðarkerf­ ið er lífseigasti fast­ inn í samfélagi okkar og rammasta lögmálið í íslenskri pólitík er þetta: Á stóli landbúnaðarráðherra skal ævin­ lega sitja forhertur karldurgur með framsóknarsál, ótölvuvæddur bindisberi sem ekkert getur og ekk­ ert gerir, en er geymdur inní þeim skáp sem ráðuneytið er og kallaður þaðan út þrisvar á ári til að klippa á borða íklæddur hæfilega kauðs­ legum jakkafötum með nafnspjaldi sem á stendur: Hr. Enginn Einsk­ isson. Það er einmitt af þessum sökum sem maður eins og Ólaf­ ur Friðriksson hefur áratugum saman getað setið á vegum þessa ráðuneytis í öllum nefndum sem tengjast mjólkuriðnaðinum, sam­ tímis því að sitja í S­hópnum, KS­ hópnum og MS­hópnum. Af því að Enginn er og hefur alltaf verið landbúnaðarráðherra. Jafnvel fyrstu hreinu vinstrist­ jórn sögunnar tókst ekki að brjóta þessa reglu, því þá gegndu emb­ ættinu tveir ósvíkjandi sveitamenn úr VG. Laumuframsóknarflokk­ urinn sá greiddi enda at­ kvæði gegn afnámi á undanþágu MS frá samkeppn­ islögum síð­ ast þegar sú tillaga var borin fram. Jafn­ vel ungt, nútíma­ legt og lítt karlað fólk eins og Katrín Jak­ obsdóttir, Svandís Svavars­ dóttir og Auður Lilja Erlings­ dóttir gengu þar í kerfisbjörgin með hinum lurunum. Framsókn er víða, svo vitnað sé í Engla alheimsins. „Við drápum hann ekki“ Það er hins vegar alþjóðlegt lög­ mál að sá sem býr við einokunar­ aðstöðu mun alltaf misnota hana, mun alltaf nota sér hana til hins ýtrasta. Aðstaðan hreinlega breytir mönnum í mafíósa og lætur þá tala eins og harðsvíruðustu guðfeður, jafnvel svona: „Ólafur í Mjólku hef­ ur ekki verið drepinn.“ Þessi ótrú­ legu orð mælti guðfaðirinn Guðni á Bylgjunni og var víst að hrósa sér og sínum fyrir tillitssemina. Semsagt: Það var gert allt við þann mann nema að drepa hann. Í sjónvarps­ þætti gaspraði Guðni síðan um gamlar skuldir Mjólku, og vitnaði í einkasamtöl sín við bankastjóra um fjárreiður einkafyrirtækis, og gerði svo lítið úr nýju fyrirtæki hins ódrepandi Ólafs, sagði hann tala „út úr Kú.“ Þessi eru viðbrögðin þegar sam­ stæðurisinn hefur verið sektaður og gerður uppvís að markaðsmis­ notkun. Engin auðmýkt, enginn lærdómur, hvað þá kurteisi, bara haldið áfram að berja á minni máttar. Ófyrirgefanlegur amatörismi Guð hjálpi þeim sem reyna sig í samkeppni við þetta kerfi, hugs­ aði fólkið sem heima sat. Mann­ orði hans er rústað um leið og tæki­ færi gefst. Hinn grimmi guðfaðir er sendur fram á vígvöllinn, eftir að prúðleitur og gustlítill forstjórinn hafði fyrst verið settur í Kastljós til að sitja þar stífur og fullæfður af neyðarteymi almannatengla – „aldrei lyfta höndunum, aldrei æsa sig, aldrei segja nafn spyrjandans, og svona já, láttu sjást aðeins betur í ermahnappana …“ Sú litlausa og lygum prýdda framkoma leiddi strax hugann að amatörisman­ um sem forstjór­ inn ríkir yfir, hinu almenna getuleysi þessa geril­ sneydda fyrir­ tækis sem fengið hefur 100 ár til að æfa sig í framleiðslu mjólkurafurða með þeim ágæta árangri að hérlend­ is er nú hvorki hægt að fá keypt almennilegan ost né almenni­ legt jógúrt. Af þeim óteljandi osta­ tegundum sem MS framleiðir er aðeins einn sem kemst hænufet í átt að einhvers konar bragði, í átt að Gruyere eða Emmentaler, og það er Tindur. Allir hinir bragð­ ast nákvæmlega eins. Og langi menn í gamla góða skyrið sem þeir muna úr bernsku er besta leiðin til þess núorðið að kaupa „grískt jógúrt“! Fyrirtæki Framsókn­ ar, þessa mikla Íslands­ og lands­ byggðarvinar, hefur jafnvel glutr­ að niður sjálfri skyr­uppskriftinni, stolti íslenskrar matarhefðar, eins og Gunnar Smári Egilsson benti á í mögnuðum matarpistli fyrir margt löngu. „Þegar við lítum yfir hvern­ ig Mjólkursamsalan hefur far­ ið með íslenska mjólkurhefð get­ um við þakkað fyrir að fyrirtækinu væri ekki treyst fyrir útgáfu forn­ ritanna. Þau væru þá öll komin á teiknimyndaform,“ skrifaði Gunn­ ar Smári í Fréttatímann, ásamt Þóri Bergssyni, 2. september 2011. Sem betur fer er nú hægt að fá lífrænt skyr, sem maður heldur að sé eins og íslenskt skyr á að vera, frá fyrirtækinu Biobú, sem guð­ faðirinn uppnefndi einmitt í einum þættinum: „lítið sætt mjólkurbú í Reykjavík“. Yfirlætið lak af hverj­ um samhljóða. Það rímar við orðin sem hann, þá verandi einn af þeim tuttugu tilgangslausu landbúnað­ arráðherrum sem Íslandssagan geymir, lét falla við Ólaf í Mjólku er hann hóf sinn rekstur: „Þú ert með fallegt lítið blóm í höndun­ um. Farðu vel með það.“ (Og láttu það ekki vaxa um of, því þá drepum við það. Blómið sko, en þú sleppur kannski sjálfur.) „Umferðarlagabrot“ Nýlegan úrskurð Samkeppnis­ stofnunar kallaði guðfaðirinn „um­ ferðarlagabrot“ í öllum þeim þátt­ um sem hann var sendur í. Hann hefði vart getað valið ósvífnari samlíkingu. Þegar risinn stígur á „fallega litla blómið“, sem er eina „ógn“ hans á öllum akrinum, öll­ um markaðnum, skref sem verður til þess að blómið deyr, þá er það eins langt frá því að vera umferð­ arlagabrot og hugsast getur. Mark­ aðslegt morð væri nærri lagi. Og síðan fylgdi guðföðurlegt sjálfs­ hólið (ó, vér góðmennin!) er Guðni sagði um Ólaf og Mjólku: „Svo kemur Kaupfélag Skagfirðinga og bjargar honum. Og hann slepp­ ur við sitt eigið gjaldþrot!“ Fyrst knésetjum við hann, svo björg­ um við honum, og þá á hann að koma skríðandi og kyssa okkur á tærnar. Starfsaðferðir mafí­ unnar eru alls staðar eins, nema hvað hérlendis eru menn kannski ekki drepnir. n Guðfaðirinn Guðni Hallgrímur Helgason rithöfundur Kjallari „Það er bullandi samkeppni og allir velkomnir í mjólkuriðnaðinn. „Auðvitað starfar Guðni ekki fyrir allar afurðastöðvar, held- ur bara fyrir sínar, fyrir MS og KS og fyrirtækin sem tengjast þeim. Deildi á MS Hallgrímur ritaði grein um Mjólkursamsöluna í helgarblað DV. MynD SiGTryGGur Ari Mest lesið á DV.is 1 „Ég hef svo mikinn netsjarma“ Það fór ekki mikið fyrir kærasta Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, borgarfulltrúa Fram- sóknarflokksins, í kosningabaráttunni í vor, en í viðtali í helgarblaði DV segir hún þau vera mjög ástfangin. Þau kynntust á vefsíðunni Einkamál.is 22.525 hafa lesið 2 „Ég kvaddi hana ekki“ Kvikmyndagerðarmaðurinn Baldvin Zophoníasson segir frá erfiðum móðurmissi í helgarblaði DV. 19.847 hafa lesið 3 Amanda Bynes lögð inn á geðdeild Leikkonan Am- anda Bynes var lögð inn á geðdeild eftir að hafa sakað föður sinn um kynferðis- lega misnotkun á Twitter. 18.112 hafa lesið 4 „Aldrei sást neitt svo merkilegt til Geirs“ Agli Helgasyni þykir ekki mjög mikið til Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, koma sem stjórnmálamanns. Hann taldi Geir ekki hafa efni á því að tala niður til kollega sinna. 16.544 hafa lesið 5 Borðsiðir Angelu Merkel til skammar Helmut Kohl, fyrrverandi kanslari Þýskalands, sagði árið 2001 að borðsiðir Angelu Merkel væru til skammar. Sagði hann hana „konu sem gæti ekki borðað almenni- lega með hnífi og gaffli“. Þetta kemur fram í bók sem skuggaskrifari hans er að gefa út. 15.584 hafa lesið 6 Google hefur eytt um 80 tenglum sem tengjast Íslandi Google hefur fengið 282 beiðnir frá fólki tengdu Íslandi og 119 frá Íslendingum, um að fjarlægja tengla. Fyrirtækið hefur orðið við 33 prósentum beiðnanna en rúmlega 80 tenglum hefur verið eytt. 13.304 hafa lesið Þetta var ást við fyrsta orð Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir fann ástina á netinu. – DV Ég er mjög ánægð Steinunn Ása hefur hafið störf á Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur. – DV Það er auðvitað ótækt Sigmundur Davíð er ósáttur við að að samtökin Íslamskt ríki noti íslenskt lén. – RÚV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.