Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2014, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2014, Page 13
Vikublað 14.–16. október 2014 Fréttir 13 Vogun er því alls ekki skuldsett félag og stendur feiknalega vel. Arð- urinn sem það fyrirtæki tekur við frá HB Granda er því ekki nauðsynlegur til að standa í skilum með afborgan- ir af lánum. Af þessu sést að stærstu hluthaf- ar þriggja stærstu útgerða lands- ins þurfa ekki á arðgreiðslunum að halda til að standa í skilum þó að segja megi að hluthafar annarra fyr- irtækja, til dæmis Vinnslustöðvar- innar, hafi þurft á því að halda sökum skuldsetningar. Greiða hratt niður skuldir Um fjórða stærsta útgerðarfélag landsins miðað við aflaheimildir, Þor- björn hf. í Grindavík, er svolítið aðra sögu að segja. Félagið er skuldsett vegna kaupa á aflaheimildum og hef- ur ekki greitt arð sem er sambærileg- ur við það sem hin þrjú stærstu fyrir- tækin hafa gert. Félagið skuldaði 108 milljónir evra, ríflega 18 milljarða, í árslok 2102. Eiginfjárstaða félagsins – eignir mínus skuldir – hefur samt ver- ið ríflega 20 prósent. Líkt og DV greindi frá í apríl í fyrra var Þorbjörn eitt af þeim fyrir tækjum sem fékk afslátt af sérstaka veiði- gjaldinu fiskveiðiárið 2012 til 2013 vegna hás vaxtakostnaðar. Í samtali við DV sagði Eiríkur Tómasson, fram- kvæmdastjóri Þorbjarnar: „Við erum bara ekkert mjög skuldsettir. Það eru mjög margir skuldsettari en við. Við erum með eiginfjárhlutfall upp á um 20 prósent. Við fáum bara smá afslátt út á vextina sem við borgum.“ Þor- björn hefur greitt niður skuldir sínar hratt í góðæri liðinna ára í sjávarút- vegi, til dæmis um 29 og 22 milljónir evra, tæplega fjóra til fimm milljarða, króna á árunum 2011 og 2012. „Við höfum náð að lækka skuldir félagsins frá hruni og erum mjög sáttir við það,“ sagði Eiríkur við DV. Eigendur Þorbjarnar eru þrjú eignarhaldsfélög í eigu Eiríks Tóm- assonar, Gunnars Tómassonar og Gerðar Sigríðar Tómasdóttur. Arð- greiðslan í síðasta birta ársreikningi Þorbjarnar, árið 2012, nam rúmlega 50 milljónum króna. Þorbjörn hefur því ekki greitt út mikinn arð á liðn- um árum en hefur þess í stað ein- beitt sér að því að greiða skuldir sín- ar niður hratt. Sterkt kaupfélag Fimmta stærsta útgerð landsins, FISK Seafood, er í eigu Kaupfélags Skagfirðinga sem stendur afar vel að vígi rekstrarlega. Kaupfélagið hagn- aðist um 1.700 milljónir króna í fyrra og var eiginfjárstaða þess jákvæð um nærri 70 prósent. Eigið fé félagsins nam 21,5 milljörðum króna í lok árs í fyrra. Stærsti hluti hagnaðar Kaup- félags Skagfirðinga í fyrra var vegna góðs rekstrar FISK en félagið hagn- aðist um rúmar 1.300 milljónir króna og greiddi 211 milljónir í arð til kaup- félagsins. Ekki verður því sagt að Kaupfé- lag Skagfirðinga þurfi nauðsynlega á arðgreiðslunum út úr FISK að halda til að standa í skilum. Staða félagsins er firnasterk. Sjötta stærsta útgerð landsins er Vinnslustöðin en um hana hefur áður verið rætt hér. Engar arðgreiðslur Sjöunda stærsta útgerð Íslands, Brim hf. sem er í eigu Línuskips sem aft- ur er í eigu bræðranna Guðmund- ar og Hjálmars Kristjánssona, hef- ur ekki greitt út arð á liðnum árum samkvæmt ársreikningum félags- ins. Brim skilaði 5,7 og 3,7 milljarða hagnaði árin 2011 og 2012 en hefur líkt og Þorbjörn greitt niður skuldir sínar umtalsvert, meðal annars með sölu aflaheimilda. Línuskip hefur hins vegar ekki skilað ársreikningi síðan árið 2010 og er því erfitt að átta sig á stöðu þess fé- lags. Félagið hefur hins vegar ekki tek- ið við arði frá Brimi á liðnum árum. Staðan mjög mismunandi Af framangreindum upplýsingum um stöðu og arðgreiðslur stærstu sjávarútvegsfyrirtækja sést hversu erfitt getur verið að fullyrða nokkuð um hversu „hóflegar“ arðgreiðslur þeirra eru í ljósi þess hversu mismun- andi staða þeirra sjálfra og stærstu hluthafa þeirra er. Erfitt getur talist að fetta fingur út í að vel stödd sjáv- arútvegsfyrirtæki eins og Samherji, HB Grandi og Síldarvinnslan, greiði veiðigjöld til ríkisins vegna notkun- ar sinnar á aflaheimildum sem þau eiga ekki heldur hafa aðeins afnot af ef sömu fyrirtæki greiða út arð til hluthafa sem slagar kannski hátt upp í veiðigjaldið sem þau greiða, líkt og í tilfelli HB Granda sem nefnt var hér að framan. Að minnsta kosti er ljóst að taka þarf tillit til arðgreiðslna útgerðanna þegar metið er hvort hækka eða lækka þurfi veiðigjöldin enn frekar. Erfitt að undanskilja arðinn Í máli Jónasar Gests kemur fram að í umfjöllun Deloitte á Sjávarútvegs- daginn hafi ekki verið tekið tillit til þessara arðgreiðslna eða um þær fjallað sérstaklega. Jónas Gestur sagði samt í samtali við RÚV, aðspurður, að Deloitte teldi að veiðigjöldin þyrftu að lækka þó að hann hafi ekki rætt það sérstaklega á Sjávar útvegsdaginn. Um þetta segir hann: „Varðandi veiðigjöldin þá vorum við ekki með umfjöllun um þau í okkar skýrslu eða mínu erindi á Sjávarútvegsdeg- inum í gær [síðasta miðvikudag]. Í sjónvarpsviðtali í gærkvöldi var ég hins vegar spurður um hvort það ætti að hækka eða lækka veiðigjöldin og svaraði ég því að það ætti að lækka veiðigjöldin enda er það okkar skoðun. Það er einnig í samræmi við það sem stjórnvöld hafa byggt á, að sérstaka veiðigjaldið tengist rekstrar- afkomu greinarinnar.“ Erfitt er að sjá hvernig Deloitte getur komist að þessari niðurstöðu án þess að hafa gert sérstaka úttekt á arðgreiðslum sjávarútvegsfyrir- tækja, forsendum þeirra og notkun á þeim fjármunum sem renna með þeim út úr fyrirtækjunum. Skilja má orð Jónasar Gests sem svo að þess- ar arðgreiðslur skipti ekki máli þegar möguleikar útgerðanna til að greiða ákveðnar upphæðir í veiðigjöld eru metnir. Arðgreiðslurnar hljóta hins vegar að skipta máli þar sem um er að ræða útstreymi milljarða króna út úr sjávarútvegsfyrirtækjum ár hvert, líkt og auðvitað einnig gildir um greiðsl- ur á veiðigjöldum til hins opinbera. n n Deloitte segir að lækka þurfi veiðigjöld n Staða stórútgerðanna er afar misjöfn og þurfa sumar ekki arð til að standa í skilum„Svaraði ég því að það ætti að lækka veiði- gjöldin enda er það okkar skoðun. Litlar skuldir Stærsti hluthafi HB Granda, Vogun sem er í eigu Hvals, er með eiginfjárhlut- fall upp á 97 prósent. Félagið er meðal annars í eigu Kristjáns Loftssonar. Mynd SiGtryGGur Ari Situr á arðinum Þorsteinn Már Baldvinsson skuldar ekkert inni í eignarhaldsfélaginu sem heldur utan um hlut hans í Samherja. Hann fær þangað hundruð milljóna í arð á hverju ári. Veiðgjöld og arður stundum álíka há Bæði Samherji og Síldarvinnslan greiddu út arð sem var hærri en veiði- gjöldin sem félögin greiddu fiskveiði- árið 2012 og 2013. Upphæð veiðigjalda helst yfirleitt nokkuð í hendur við staðsetningu útgerða á lista yfir magn aflaheimilda eins og sést á listanum hér fyrir neðan. Ríkisstjórnin lækkaði veiðigjöldin á síðasta ári og var það eitt fyrsta verk hennar eftir að hafa tekið við stjórnartaumunum. Þannig greiddi Samherji veiðigjöld upp á ríflega 1.200 milljónir króna á en borgaði út arð upp á 1,5 millj- arða. Síldarvinnslan greiddi sama ár veiðigjöld upp á 808 milljónir en greiddi 2,1 milljarð í arð. Veiðigjöld HB Granda námu svo rétt tæpum tveimur milljörðum á sama fiskveiðiári, líkt og fram kemur í greininni, og var arðgreiðslan 1.700 milljónir. Þá var veiðigjald Vinnslustöðvarinnar 704 milljónir króna en arðgreiðslan út úr félaginu var 1,1 milljarður. Af þessu sést að í tilfelli þessara fjögurra fyrirtækja námu arð- greiðslurnar hærri upphæðum en veiðigjöldin á fiskveiðiárinu 2012 og 2013 en það ár voru veiðigjöldin sem hæst í kjölfarið á hækkun þeirra í tíð síðustu ríkisstjórnar. Eftir því sem útgerðirnar verða minni lækka yfirleitt arðgreiðslurnar sem teknar eru út úr þeim – eðlilega – og að sama skapi greiða þær lægri veiðigjöld. Þannig má segja að sú tilhneiging útgerða að hafa greitt út hærri arð en sem nam veiðigjöldunum vegna fiskveiðiársins 2012 og 2013 hafi farið minnkandi eftir því sem útgerð- irnar urðu minni. Þessu til stuðnings má benda á að heildararðgreiðslur útgerðarinnar á Íslandi námu 11,8 milljörðum fiskveiði- árið 2012–2013 en veiðigjöld þeirra tíu stærstu námu þá 8,95 milljörðum. Heildarveiðigjöldin voru því hærri en heildararðgreiðslurnar en stærstu útgerðirnar greiddu hins vegar sumar hverjar hærri upphæð í arð en greidd var í veiðigjöld. Greidd veiðigjöld fisk- veiðiárið 2012 til 2013: 1. HB Grandi 1.956 milljónir króna. 2. Samherji 1.237 milljónir. 3. Síldarvinnslan 808 milljónir. 4. Ísfélag Vestmannaeyja 807 milljónir. 5. Brim 728 milljónir. 6. Vinnslustöðin 704 milljónir. 7. FISK Seafood 698 milljónir. 8. Skinney-Þinganes 614 milljónir. 9. Eskja 472 milljónir 10. Rammi 465 milljónir. 10. Þorbjörn 461 milljónir. *Heimild: Vefur Fiskistofu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.