Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2014, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2014, Blaðsíða 14
Vikublað 14.–16. október 201414 Fréttir Viðskipti Finnur greiddi sér 18 milljóna arð n Fikt fékk 400 milljóna arð 2007 n Á ekki lengur í Frumherja F innur Ingólfsson, fjárfestir og fyrrverandi þingmaður Fram­ sóknarflokksins, greiddi sér 18 milljónir króna í arð út úr fjárfestingarfélagi sínu Fikti ehf. í fyrra. Félagið tapaði tæplega 2,5 milljónum króna í fyrra en á nú eign­ ir upp á rúmlega 400 milljónir króna. Þetta kemur fram í ársreikningi Fikts ehf. sem samþykktur var á aðalfundi félagsins þann 18. september síðast­ liðinn. Finnur hefur síðastliðin ár verið stór hluthafi í skoðunarfyrirtæk­ inu Frumherja og hefur hann með­ al annars átt hlutabréfin í gegn­ um Fikt ehf. Í kjölfar fjárhagslegrar endurskipulagningar Frumherja fyrr á þessu ári ákvað Finnur hins vegar að stíga út úr hluthafahópnum: „Ég bara ákvað að vera ekki með,“ sagði Finnur í samtali við Viðskiptablaðið í janúar síðastliðinn. Þá lá fyrir að Ís­ landsbanki myndi eignast 80 prósent í skoðunarfyrirtækinu vegna skulda þess við bankann. Tæplega 160 milljóna króna arður Staða Fikts ehf. hefur verið betri á liðn­ um árum en hún er um þessar mund­ ir og hafa eignir félagsins minnkað ár frá ári. Fikt skilaði til dæmis 25 millj­ óna króna hagnaði árið 2011 og átti þá eignir upp á tæplega 590 milljón­ ir króna. 2011 greiddi Finnur sér 100 milljóna króna arð út úr félaginu. Finnur hefur samtals getað greitt sér út 159,5 milljónir króna út úr Fikti ehf. frá árinu 2008. Árið 2008 nam arðurinn 13,5 milljónum, 15 milljóna arður var greiddur út 2009, 15 milljón­ ir árið 2010, 100 milljónir 2011 og 16 milljónir í fyrra. Átti bréf í VÍS og Kaupþingi Fikt ehf. var stofnað árið 2003 og hóf í kjölfarið viðskipti með hluta­ bréf á Íslandi. Fjárfestingar Fikts ehf. voru meðal annars í Kaupþingi, eftir einkavæðingu Búnaðarbank­ ans og sameiningu hans við Kaup­ þing árið 2003, og Vátryggingafélagi Íslands sem íslenska ríkið hafði selt að hluta síðla árs 2002. Bæði Finn­ ur Ingólfsson og Fikt áttu til dæm­ is hlutabréf í VÍS sem seld voru til eignarhaldsfélagsins Gætna ehf., félags í eigu Lýðs og Ágústs Guð­ mundssonar í Bakkavör, árið 2004. Finnur var forstjóri VÍS á árunum 2002 til 2006 en hafði verið seðla­ bankastjóri þar á undan og áður þingmaður og ráðherra. Dótturfélag í fimm milljarða þrot Fikt ehf. hefur verið til umfjöllun­ ar í fjölmiðlum vegna dótturfélags þess FS7 ehf. en skiptum þess fé­ lags lauk árið 2012 með því að af­ skrifa þurfti fimm milljarða króna kröfur á hendur félaginu. Þetta fé­ lag, FS7 ehf., átti 67 prósenta hlut í eignarhaldsfélaginu Langflugi sem átti tæplega fjórðungshlut í flugfé­ laginu Icelandair. Fikt ehf. fékk 400 milljóna króna arð greiddan frá FS7 ehf. árið 2007 en það ár hafði félagið selt hluta­ bréf sín í Langflugi til félagsins sjálfs fyrir 4,9 milljarða króna. Meðeigandi FS7 ehf. var Fjár­ festingarfélagið Gift ehf. og var það aðilinn sem tók ákvörðun um að láta Langflug kaupa hlutabréf FS7 ehf. í sjálfu sér. Á grundvelli þeirra viðskipta gat FS7 ehf. greitt 400 milljóna króna arðinn til Fikts ehf.; arð sem myndað hefur stofninn í eignum Fikts og gert Finni kleift að greiða sér út arð nánast á hverju ári um árabil. n Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Nærri 170 milljóna arður Finnur Ingólfsson hefur greitt sér nærri 170 milljóna króna arð út úr Fikti ehf. frá árinu 2008. Finnur stofnaði félagið árið 2003 og hóf verðbréfaviðskipti eftir að hafa verið þingmaður, ráðherra og seðlabankastjóri. „Ég bara ákvað að vera ekki með Koltrefjaverkefni Bjarna skilaði tapi Samstarfsverkefni sveitarfélags, kaupfélags og Bjarna Ármannssonar E ignarhaldsfélag sem Bjarni Ármannsson, fjárfestir og fyrrverandi forstjóri Glitnis, á með Kaupfélagi Skag­ firðinga og Sveitarfélaginu Skagafirði skilaði tæplega 300 þús­ unda króna tapi í fyrra. Fyrirtækið heitir UB Koltrefjar ehf. og vinnur að því að stofnuð verði koltrefjaverksmiðja á Sauðár­ króki eins og segir í skýrslu stjórn­ ar í ársreikningnum: „Tilgangur félagsins er undirbúningur að kol­ trefjaverksmiðju á Sauðárkróki.“ Í ljósi þess að félagið hefur ekki haf­ ið starfsemi er ekki óeðlilegt að tap sé á því. Koltrefjar eru notaðar sem styrkingarefni í margs konar iðnaði eins og til dæmis í bílum og flug­ vélum. Efnið er bæði léttara og eins sterkara en til dæmis ál. Bjarni Ármannsson og aðstoðar­ kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skag­ firðinga, Sigurjón Rúnar Rafnsson, eru vinir og sitja saman í stjórn fé­ lagsins ásamt Ólafi Kristni Sigmars­ syni sem er starfsmaður Kaupfélags Skagfirðinga. Eignarhlutföllin í fyrir­ tækinu eru þannig að Bjarni á 40 prósent, KS á 40 prósent og Sveitar­ félagið Skagafjörður á 20 prósent. Hlutafé félagsins er 40 milljónir. Í svari frá Ragnheiði Elínu Árna­ dóttur iðnaðarráðherra í Alþingi í apríl kom fram að hefja ætti fram­ leiðslu á koltrefjum á Íslandi á næst­ unni. Össur Skarphéðinsson spurði hana út í framleiðslu koltrefja og sagði að íbúar á Sauðárkróki ættu að njóta þess frumkvæðis sem þeir hefðu sýnt í málaflokknum: „Á Króknum er hefð fyrir trefjafram­ leiðslu, og þar er eina menntastofn­ unin á landinu sem beinlínis býð­ ur upp á nám í trefjafræðum […] … heimamenn eiga að njóta frum­ kvæðis og innviðanna sem þeir hafa byggt upp.“ n ingi@dv.is Styttist í framleiðslu Ragnheiður Elín Árnadóttir sagði á Alþingi fyrr á árinu að það styttist í að framleiðsla á koltrefjum hæfist á Íslandi en Bjarni Ármannsson á 40 prósent í einu slíku fyrirtæki ásamt Kaupfélagi Skag- firðinga. Ari seldi fyrir tugi milljóna Ari Edwald, fyrrverandi forstjóri 365, seldi hlutabréf í fyrirtækinu fyrir tugi milljóna króna nýlega í tengslum við samruna fjölmiðla­ fyrirtækisins og fjarskiptafyrir­ tækisins Tals. Kaupandinn var 365. Líkt og komið hefur fram í fjölmiðlum þá eignast Tal, eða hluthafar þess, 20 prósenta hlut í 365 með samrunanum. Meðal óbeinna eigenda Tals eru nokkrir lífeyrissjóðir. Hlutur Ara, sem nam heilum 6,2 prósentum, og var um 180 milljóna króna virði miðað við þriggja milljarða króna hluta­ fé 365 fyrir samrunann, þynntist nokkuð út í hlutafjáraukningunni sem fylgdi samruna fyrirtækj­ anna. Nú á hann eftir 2,2 pró­ sent og hefur því selt verulegan hluta af bréfum sínum. Ljóst er að hann hefur fengið tugi millj­ óna króna fyrir þann hlut sem hann seldi og svo á Ari eftir rúm 2 prósent sem eru nokkurs virði miðað við hlutafé hins sameigin­ lega félags. Í viðtali við DV í lok ágúst sagði Ari við DV að ekki væri búið að ákveða hvort hann seldi bréf sín eða ekki eftir að hann lét af störfum. Þá átti hann ennþá heil 6,2 prósent í fyrirtækinu. Þá sagði Ari að vissulega væri um að ræða talsverða fjármuni fyrir sig. „Þetta er umtalsverð eign fyrir mig.“ Eftir að DV ræddi málið við Ara virðist hins vegar hafa verið ákveðið að hann seldi hlutabréf sín í 365 og gerði hann það í of­ angreindum samruna við Tal. Ekki náðist í Ara við vinnslu fréttarinnar. Rannveig Rist mætti ekki Þingfesting í máli sérstaks sak­ sóknara gegn fyrrverandi spari­ sjóðsstjóra SPRON og fjórum stjórnarmönnum fyrirtækisins fór fram í Héraðsdómi Reykja­ víkur á mánudag. Líkt og DV greindi frá á dögunum hafa þau Guðmundur Örn Hauksson, fyrr­ verandi sparisjóðsstjóri SPRON, og stjórnarmennirnir Ari Berg­ mann Einarsson, Jóhann Ásgeir Baldurs, Margrét Guðmundsdótt­ ir og Rannveig Rist verið ákærð fyrir umboðssvik með tveggja milljarða króna lánveitingu til eignarhaldsfélagsins Exista nokkrum dögum fyrir hrun. Guðmundur Örn, Margrét og Ari mættu við þingfestinguna og neituðu sök í málinu. Rannveig Rist og Jóhann Ásgeir Baldurs mættu ekki við þingfestingu og þurfa því að lýsa afstöðu sinni gagnvart ákæru málsins þegar málið verður tekið fyrir næst. Snýst málið um lán til Exista sem veitt var á stjórnarfundi SPRON í lok september árið 2008. Er þetta í fyrsta skipti sem sér­ stakur saksóknari ákærir stjórn fjármálafyrir tækis fyrir athafnir í aðdraganda bankahrunsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.